Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV ■A +j- Þrjár bílveltur á einni viku Þrjár bflveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. f eitt sldptið missti ferðamaður stjórn á jeppa sínum á Dynjandisheiði. Með honum í bílnum var útíendingur en þeir sluppu báðir án teljandi meiðsla. Þá voru þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu við bæinn Brekku í Reykhólasveit síðastíiðið föstu- dagskvöld. Mikil vinna fram undan „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru mörg aðkallandi verkefni íyrir okkur fram undan, fyrst og fremst þurfum við að fara ofan í saumana á því hvers vegna hátt í 100 starfsmenn hafa hætt hjá okkur undanfarið," segir Jóhann- es Gunnarsson, fyrsti trúnaðar- maður vagnstjóra Strætó bs. Nýir trúnaðamenn hafa verið kjörnir hjá Strætó bs. sem hafa öryggis- og trúnaðarhlutverki að gegna hjá fyrirtækinu. Ásamt Jó- hannesi voru kjörin nýverið sem aðalfulltrúar starfsmanna þau Bjarni Helgason, Friðrik Róberts- son, Ingunn Guðnadóttir, Ómar Bjarni Þorsteinsson dóttir. og SigríðurÁg- ústa Hilmars- Vændi til rannsóknar Kynferðisbrotadeild lög- reglunnar á höfuðborgar- svæðinu rannsakar ásakanir á hendur erlendri konu sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er sökuð um vanrækslu tveggja barna sinna með því að stunda vændi í þeirra viðurvist á heimilinu. Málið er rannsakað í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur og er fýrst og fremst hugað að því að gæta hags barnanna ef ásakanirnar reynast réttar. Það er fýrrverandi sambýlis- maður konunnar sem sakar hana um vanræksluna og vitni hafa verið yfirheyrð hjá Iögreglu. Dánarorsök enn óljós „Við erum enn ekki búin að fá niðurstöðu krufningar og herinar bíðum við til að rannsókninni miði áfram," segir segir Þorgrím- ur Óli Sigurðsson, rannsóknar- lögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi. Ekki liggur enn fýrir með hvaða hætti fangi lét lífið á Litla- Hrauni 22. september. Starfs- fólk og fjölskylda áttu samtöl við fangann laust fyrir miðnætti kvöldið áður og þá komu engar vísbendingar fram um að nokk- uð bjátaði á hjá fanganum. Hann fannst látinn í klefa sínum án sýnilegra ummerkja um sjálfsvíg. Beðið er niðurstöðu krufningar til að fá frekari vísbendingar um dánarorsökina. Skemmtibátur Jónasar Garðarssonar, Harpa, er í skipasmíðastöðinni Marex i Fevik í Noregi. Þar er viðgerð á bátnum hafin að beiðni Jónasar sjálfs. Bátnum kom hann á brott frá íslandi með aðstoð fyrrverandi skipsfélaga og vinar af Goðafossi, Jóns Gunnarssonar. Framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar segir ekkert leyndarmál að báturinn sé hjá honum. _ HARPAIVIÐGERÐ AÐ BEIÐNIJÓNASAR SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON blodamadur skrifar: sigtrygguraodv.is Harpa, skemmtibátur Jónasar Garðarssonar, er nú í viðgerð í skipasmíðastöð í Fevik í Noregi sam- kvæmt beiðni Jónasar. Báturinn var fluttur úr landi 17. nóvember 2006, rétt rúmum mánuði eftir að lögveð var tekið í honum vegna yfirvofandi skaðabótakrafna á hendur Jónasi í kjölfar sjóslyss á Viðeyjarsundi sem kostaði tvær manneskjur lífið. Framkvæmdastjóri skipasmíða- stöðvarinnar AS Marex í Fevik í Noregi, Stian Wesöy, staðfestir að báturinn sé á verkstæðinu hjá honum. „Þegar við tókum á móti bátnum blasti við að betra væri fyrir manninn að kaupa sér ann- an bát. Nú er kominn til okkar maður sem hefur hafið viðgerðir á Hörpu samkvæmt beiðni Jónasar Garðarssonar," segir Wesöy. Með aðstoð skipsfélagans Samkvæmt farmbréfi, og öðrum skjölum, sem DV hefur undir höndum, var Hörpunni komið fýrir í Kársnesi, einu af flutningaskipum Atlantsskipa, oghún flutt til Esbjerg í Danmörku. Þaðan var báturinn fluttur til Fevik, þar sem Wesöy og hans menn tóku á móti honum. f farmbréfinu er Jón Gunnars- son skráður sem tengiliður vegna flutninganna á bátnum. Jón Gunn- arsson og Jónas Garðarsson sigldu saman á Goðafossi á árum áður og er þeim vel til vina. Jón rekur nú vél- smiðju í Washburn í Washington- ríki í Bandaríkjunum. Um nokkurt skeið var talið að Hörpunni hefði verið komið fyrir í vélsmiðju Jóns í Bandaríkjunum. Ekki hefur náðst tal af Jóni vegna málsins. Báturinn er hér Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í sjóslysinu á Viðeyjarsundi, segir að hvarf Hörpunnar hafi verið kært til lögreglu í september. „Rann- sókninni virðist miða hægt," segir hann. DFDS Tranapott EsbjotgDonmark An Trinevan Binsbergcn Rcylýavilc 11. Desembcr 2006 Subject: Boel from lcel.nd □CEANFR6IoKT Ou»tom no NllMR ««OC' 2*2® «2i4 2J*C AWt WA '02 í*®* '*5* pð*t4J — BRtAKKAK nr*vAU* Skjölin Hér má sjá farmbréf þar sem flutningur Hörpu frá Hafnarfirði til Danmerkur er staðfestur. Þar að auki er bréf frá Jónasi Garðarssyni til flytjandans sem fór með bátinn frá Esbjerg i Danmörku til Fevik i Noregi. Harpa hifð a land Skemmtibátur Jónasar Garðarssonar skemmdist mikið í slysinu á Viðeyjarsundi. Hér rná sjá bátinn hífðan úr sjó. thc boat is going to: AS MAREX 4889 Fevlk norway Conuiapm0" is Stian Wesöy MobjlBiei + 47 48992125 •PPtox vaiuc oftbe bo,( in N0K b |30.ooo.oo ^'^.''““flyoortroubie Jbnij Ofliöflrsson „Nú erkominn til okkar maður sem hefur hafið viðgerðir á Hörpu sam- kvæmt beiðni Jónasar Garðarssonar." Stian Wesöy hjá Marex-skipa- smíðastöðinni segir það ekkert leynd- armál hvar báturinn sé geymdur. „Á þessum enda var allt löglegt. Báturinn var tollafgreiddur og af honum borgaðir skattar og skyldur" segir hann og bætir við að norsk lögregluyfirvöld hafi ekki leitað til hans vegna bátsins. Wesöy furðar hins vegar á þeirri áherslu sem lögð sé á að gera við bátinn, sem hann telur sjálfur vera ónýtan. „Nýr kostar svona bátur um ellefu milljónir króna. f núverandi ástandi myndi ég segja að hann væri hálfrar milljónar króna virði," segir Wesöy. Komist hjá bótagreiðslum Aðstandendur hinna látnu í sjóslysinu á Viðeyjarsundi hafa kært Jónas Garðarsson fyrir að koma Hörpunni undan og þannig komið í veg fýrir að aðstandendurnir fengju greiddar skaðabætur. f dómsorði er Jónasi gert að greiða fólkinu tíu milljónir króna. í maí á þessu ári staðfesti Hæstiréttur þriggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Jónasi fyrir að hafa með stórfelldu gáleysi og ölvun verið valdur að dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harð - ardóttur. í rannsókn og réttarhöldum hélt Jónas ávallt fram sakleysi sínu og sagði að Matthildur hefði sjálf stýrt bátnum á sker. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri núna, ætíi ég fari ekki bara í steininn," sagði Jónas í Jónas Garðarsson Jónas hefur, með aðstoð vinar síns og skipsfélaga Jóns Gunnarssonar, komið skemmtibátnum Hörpu á brott frá fslandi og til viðgerðar f Noregi. samtali við DV þegar dómurinn var kveðinn upp. Flann afplánar nú í fangelsinu á Kvíabryggju. BÆTIFLÁKI „Við erum ekki að segja upp neinum leigusamningum í Hátúni, það sem gerist í svona málum er að fólk verður alltaf hrætt um sína stöðu," segir Helgi Hjörvar, formaður hússjóðs Öryrkja- bandalagsins. Hússjóðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir söluna á Fannborg 1, 43 íbúða fjölbýlishúsi í eigu bandalagsins. Fólk í Hátúni óttast breytingamar og telur þær bijóta í bága við skipulagsskrá hússjóðs Öryrkjabandalagsins. „f Fannborginni ákváðum við að selja íbúðimar sem við eigum. Þeim sem við eigum og höfiun leigjendur í getum við haldið í allt að tvö ár og höfum gert íbúum grein fyrir stöðu mála. Ráðgjafar hafa síðastliðið ár hitt alla íbúa hússins og talað við þá um óskir og þarfir. Við munum svo ganga í að kaupa íbúðir fýrir þá úti í bæ." Helgi segir að um tvö aðskilin mál sé að ræða varðandi stærri skipulagsbreytingar og ekki standi til að selja í Hátúni. f húsinu em 243 íbúðir og býr fólk þar sem er misjafnlega statt, margir veikir og þurfa meiri aðhlynningu en aðrir. Hann telur ekki heppilegt að hafa svona mikið af fólki sem er veikt og fatlað í sama húsi. Til þess að breyta íbúasamsetningunni verður farið þannig að að þær íbúðir sem losna á næstu mánuðum verði til reynslu leigðar ófotluðum. „Það er bara íþeim tilfellum sem íbúar fara af eigin ástæðum og sjálfviljugir. Fólkið sem er þama heldur áfram sínum leigusamningum. Það stendur ekki til að róta neitt við því en hins vegar létta á íbúasamsetningunni. Það er eðlilegt að það verði óöryggi en okkar hlutverk er að þjóna öryrkjum og það er markmiðið með því sem við sinnum. Tekjumar, sem við höfum af því að leigja öðrum ásamt fjármagni frá rflcinu, munum við nota til að kaupa íbúðir úti í bæ á móti hverri íbúð í Hátúninu sem fer. Við getum haldið áfram að úthluta íbúðum á biðlista." Hússjóður Öryrkjabandalgsins selur fjölbýlishús í eigu bandalagsins. (búareru uggandi. Helgi Hjörvar er stjómarformaður hússjóðsins. OFATLAÐIR FAINNIIHUSIFATLAÐRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.