Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 BÆICURDV Endurminningar Sársaulcafull veg- ferð Páls Rúnars Bókin Breiðavíkurdrengur, saga Páls Rúnars Elíssonar, er að mörgu leyti átakanleg lesning. En hún náði ekki alveg til mín, til þess var stíllinn of skeytingarlaus að mínu mati. Bókin er einnig þurr lesning, upptalning, síðu eftir síðu á því sem á daga Páls dreif meðan á dvöl hans á Breiðavík stóð. Á köflum er eins og vanti styrka ritstjórn yfir verkinu. Nógu mikið hefur verið fjallað um dvöl margra drengja áBreiðavíkogenginnskyldi velkjast í vafa um að dvölin þar var mörgum erfið og finnst mér að því leytinu til bera hæst grimmd ann- arra drengja sem strangt til tekið voru settir undir sama okið og Páll. Þar er hlutur þriggja drengja mest- ur, þeirra Gríms, Dóra og Adda. En jafnvel þegar Páll segir frá ánægju- legum minningum frá dvölinni á Breiðavík, tekst honum að finna svart- nættið í birtunni. Hvort þar er um að ræða upplifun hans þá, eða nú þessum áratugum síðar skal ósagt látið. Mikið hefur verið, í fjölmiðlum, fjallað um dvöl Breiðavíkurdrengj- anna á undanförnum mánuðum og þeir sem rætt hefur verið við eru sammála um að þar hafi verið helvíti á jörð og fyrir að takast á hend- ur ritun þessara endurminninga á Páll Elísson hrós skilið. Það framtak hefur án efa verið sársaukafull vegferð og krafist einbeitni og hugrekkis því um er að ræða ófagrar lýsingar. Óhætt er að segja að þau börn sem lentu í slíkum hremmingum hafi verið fórnarlömb úrræðaleysis hins opinbera á þeim tíma. Hönnun bókarinnar er látlaus og textinn er einfaldur og má kannski segja að stíllinn henti efninu vel, en efnistökin eru líkt og upptalning á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og sem slík er hún hvorki meira né minna en það sem henni er jafnvel ædað að vera. Tvær spurningar brenna þó á mér að loknum lestri bókarinnar: er það áfellisdómur yfir foreldrum eða börnum þegar börn eru tekin af þeim fyrrnefndu, og ekki síður: hver væri saga Gríms, Dóra og Adda ef hún væri skrifuð nú? Kolbeinn Þorstelnsson Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýska- lands og þar hún sló hún í gegn á hvíta tjaldinu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers - en um leið starfaði hún fyrirleyniþjónustu Sovétríkjanna. Mögnuð bók eftirhinn geysivinsæla Antony Beevor BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Baráttusaga MargrétJ. Benedictsson Helgaði lífsitt jafnréttisbaráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Breiðavíkur- drengur IVill l'líssnn ;i lyrsi og Iromsi hrns skiliri l\ rir art hniinsi laugu x\i) saisauknfull;i hcrnsku sína, cn cfnisicikum crolt ngliOnm áhóiavanl. i’ail K. Kiison oy Báröur R. .Jönsson BREIDRVIKURDRENGUR ÚiKufandi Mal uk munning Veröld sem var Æska og uppvöxtur í gamla sveitaþjóðfélaginu hefur orðið íslenskum rithöfundum drjúg efnisuppspretta. Ris- arnir þrír í bókmennmm síðustu aldar, Þórbergur Þórðar- son, Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness, skrifuðu allir einhvers konar endurminningaverk um lífið í sveitinni. Nú hefur Böðvar Guðmundsson bæst í þennan virðulega flokk og sómir sér vel í honum. Böðvar er ekki einn af mikilvirk- ustu höfundum okkar, en hann er einn þeirra allra góðvirk- ustu. Það er leitun að höfundi sem skrifar annan eins stíl og hann gerir, nú síðast í þessari bók sem hann hirðir ekki um að flokka sjálfur heldur nefnir aðeins „þrettán myndir úr gleymsku". Það er mjög eðlilegt að vega og meta stöðu þessa verks út frá fyrmefndum verkum risanna þriggja. Gunnar reið á vaðið með Fjallkirkjunni sem hann skrifaði upphaflega á dönsku á þriðja áratugnum. Fjallkirkjan, saga Ugga Greipssonar, er í skáldsöguformi, en augljóst að hún fylgir bernskureynslu Gunnars sjálfs mjög náið. Fjallkirlq'an er þroskasaga, „Bildungsroman" lýsir vegferð og þroska einnar persónu frá því hún veit fýrst af sér þar tíl hún stendur á eigin fótum úti í lífinu. Bemskusögur Þórbergs og Halldórs eru allt öðruvísi. Suðursveitarsögur Þórbergs eru ekki með neinum skáldskaparbrag, heldur í hefðbundnu endurminningaformi með sannffæðina f fýrirrúmi. Halldór Laxness fer enn aðra leið - eða öllu heldur leiðir. Halldóri var æska sín löngum hugstæð; raunar var hann byrjaður að skrifa um hana upp úr tvítugu, en hinar stóm bernskusögur hans komu miklu síðar. Ætli sé ekki eðlilegast að líta á Brekkukotsannál sem hina fýrstu þeirra, en hún nálgast form þroskasögunnar meir en endurminningarnar sem hann birtí í fjórum bindum á áttunda áratugnum. Þær eru brotakenndari; hvarfla í ýmsar áttír - að sumu leytí gerir Annállinn það líka. Við þurfum auðvitað ekki að líta á hann sem einhvers konar persónulegt játningarit frekar en okkur sýnist, en engu að síður er augljóst að þar er sótt mjög í lífsreynslu skáldsins sjálfs. Af ýmsum ástæðum virðast mér Síðusögur Böðvars Guðmundssonar standa mun nær verkum Halldórs Laxness, ffænda hans, en Gunnars og Þórbergs. Böðvar breytir - að mestu leytí - nöfnum bæja og persóna, en hann gerir það svo naumlega að veruleikinn skín víðast í gegn. Síðan er auðvitað Hvítársíðan, þar sem Böðvar ólst upp fyrir meira en hálffi öld, svo eru þama bæirnir Bakki (Gilsbakki), Ból (Kirkjuból) og ugglaust fleiri. Mér finnst harla líklegt að jafnaldrar Böðvars og sveitungar getí bent á fýrirmyndir, allt ffá sveitarhöfðingjanum og gamla prestinum tíl vinnuhjúanna. Það er til dæmis næsta augljóst að Jóhannes á Bóli, faðir Kára iitía, sem kemst næst því að vera ígildi sögumanns, er sniðinn eftír Guðmundi Böðvarssyni, föður Böðvars. Nafnbreytíngin gerir þó að verkum að við höfum tæpast leyfi tíl að líta á persónuna sem rauntrúa mynd Guðmundar - nema aðrar heimildir styðji hana. Ég læt öðrum eftir að meta það. Form verksins sýnist brotakennt, en er engu að síður vandlega hugsað. Eins og nafhið ber með sér er þetta safn sjálfstæðra frásagna sem maður þarf ekkert endilega að lesa í röð bókarinnar. Sögumar em fjölbreyttar; ég fékk jafhvel stundum á tílfinninguna að höfundur væri vísvit- andi að leika sér með ólík bókmenntaform. Fyrsti kaflinn eða myndin kemst einna næst því að vera æskuminning, lýsing á sálarlegri bemskureynslu. Hún vekur þá væntíngu með lesandanum að þetta verði þroskasaga, jafnvel í anda Fjallkirkjunnar, en svo verður þó alls ekki. Hinar ólíku ffá- sagnir þjóna öðm ffemur því hlutverki að bregða upp mynd af samfélaginu á Síðunni, því samfélagi sem höfundur ólst uppí. Sögur af Síðunni er afburða skemmtileg bók. Söguefn- in eru ekki alltaf stór, en þau eru tekin snilldartökum. Leit bændanna að flaki þýskrar herflugvélar, fyrsti slökkviliðsbíll- inn sem kemur í sveitina, brösugleg tilraun bænda til veiði- þjófnaðar, þjófnaðarmál í brúarvinnu; allt fær þetta líf og lit í höndum ffásagnarmeistarans. Auga hans fýrir því kóm- íska bregst aldrei og það tekur einnig til smáatriðanna. Best gætí ég d-úað að hver lesandi eignist þama sína uppáhalds- Sögur úr Síðunni Böðvar Guðmundsson BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Útgefandi Uppheimar Aíburða slvcnimtilcg bók. I.citun aö höi- untli st'in skrilar annan eins stíl og Böövar gcrir. sögu; ætli ég hafi ekki skemmt mér hvað best yfir óborgan- legri lýsingu á fimmtugsafmæli Jóhannesar á Bóli - þar sem höfundur rýfur raunar skáldsögugervið og leyfir mönnum eins og Jóhannesi úr Kötlum og Þórbergi að mæta til leiks í eigin persónu. í næstu útgáfu vona ég að bókin verði mynd- skreytt. Sögurnar kalla beinlínis á myndskreytíngu. En þó að kómíkin ráði lengst af ríkjum, em í henni ýmis blæbrigði og oft stutt í alvöruna, jafnvel dramatíkina. Það er gömul saga: hið kómíska verður alltaf áhrifamest, ef við heyrum hinn harmræna streng hljóma undir; nóg að benda á Don Kíkóta eða kómedíur Moliéres og Chaplins því til sönnunar. „Þættir af einkennilegum mönnum" voru einhvem tímann nefndir sem sérstök grein þjóðlegra fræða og Síðusögumar hafa vissulega sína snertípunkta við hana. Því fer þó fjarri að höfundur sé að velta sér upp úr því afkáralega eða skringilega. Síðusögumar rísa yfir allt slíkt af því að innst inni er þetta tragískt verk, eins og bæði upphafs- og lokakaflinn draga fallega ffam. Tragík þess felst í þeirri vitund að það mannfélag, sem þama stígur fram, er að eilífu horfið, verður aldrei til aftur - og sjálfsagt ekkert í líkingu við það. Höfundur segir það hvergi berum orðum, enda þarf hann þess ekki: það var sannarlega ekld betra sem kom í staðinn. Hvað var það þá sem þetta fólk áttí og við höfum glatað? Jú: það er sú afstaða til lífsins, sem best verður lýst með orðum eins og samhjálp, samstöðu, samkennd - og umhyggju fýrir þeim sem minna mega sín. Síðubúamir fylgjast vel hver með öðrum, þeir eiga allir kíki tíl að horfa ýfir á næstu bæi og engum finnst neitt athugavert við að liggja á símalínunni (ef einhverjir halda að símafundir séu uppfinning nútímans, þá er það misskilningur). En þeir em allir boðnir og búnir til aðstoðar um leið og eitthvað bjátar á hjá náunganum. Þjóðhaginn í sveitínni er alltaf fus að rétta hjálparhönd ef vélamar, sem nýi tíminn flytur með sér, láta ekld að stjóm. Þegar sérvitur trúboði skýtur upp kollinum og það spyrst út að hann getí ekld lagt sér til munns hýðislausar kartöflur eða brauð úr hvítu hveiti, leggja húsmæðumar sig í líma við að búa honum viðeigandi góðgerðir. Þegar lítíð bam týnist mætir sveitin öll tíl að leita. Það er hér sem skyldleiki Síðusagnanna með fýrrnefhdum bernskuskáldskap Halldórs Laxness kemur skýrast fram. Brekkukotsannáll og raunar margt af því sem Halldór skrifaði síðar em eins konar harmljóð um horfinn heim. Heim þar sem efnishyggjan, græðgin, hroldnn og skeytíngarleysið vom ekki allsráðandi, heim þar sem menn bjuggu að sínu, vom sáttir við sitt, en sinntu líka um hag náungans. Trúum við því að slíkur heimur hafi nokkrn sinni verið til? Því er best að hver svari fyrir sig. En ég mæli með því að menn lesi bækur eins og Síðusögur Böðvars áður en þeir gera það. Jón Viðar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.