Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 BÆKURDV Veiðisögur Misjafnar veiðisögur Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð ., .. Qubbi Moi lhons Nokknir síign aiina skemmii- legami aðrar n;i alilrei llugi. I vrsi j'J j jjj.' og fromsi bok Ivrir veiOimcnii. Smá svartsýni blundaði í mér um það að eiga eftir að skemmta mér vel yflr veiðisögunum í bókinni Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð þegar ég hóf lesturinn. Ástæðan er einföld: ég er enginn veiðimaður. Höfundurinn, Bubbi Morthens, hef- ur sagt í viðtölum að hún sé líka fyr- ir þá sem hafi aldrei veitt, og vel má vera að það hafi verið ætlunin (þó ekki væri nema bara fyrir vonina um fleiri seld eintök), en mér er til efs að ég nái þeirri tengingu við sögurnar sem forfallinn veiðimaður er líkleg- ur að ná. Sögurnar eru afar misjafnar að gæðum og er eins og þær slöppustu raðist framar í bókina, hvort sem það er tilviljun eða ekki. í þeim sögum er líka að flnna setningar þar sem það er eins og gert sé ráð fyrir að lesandinn sé vel að sér í veiðigeiranum, setningar eins og „Ég kýs að nota litlar ein- krækjur og plasttúpur, frá tommu niður í kvartara, og auðvitað smáar flugur ..." (14) og „Ég var með Loop skotlínu númer 8..." (31), án þess að það sé út- skýrt eitthvað frekar hvað þarna er um að ræða eða hvers vegna sögumað- urinn kýs „auðvitað" að nota smáar flugur eða plasttúpur. Útskýringar mega vissulega ekki koma niður á tempói söguframvindunnar en í sumum tilvik- um væri hægt að fara einhvern milliveg. Svo er spurning hvort rétt hefði ver- ið að hafa stuttan orðalista aftast til útskýringar á helstu tækjum, tólum og hugtökum fýrir okkur hin fáfróðu. Sumar sagnanna eru á hinn bóginn hin ágætasta skemmtun, sögur eins og Gallabuxur og ljóta flugan, Arkitektinn, Sagan af risalaxinum sem eyði- lagði brúðkaup og Baneitraðar blondínur í veiði. I fljótu bragði sýnist mér þær sögur sem mér finnst bestar eiga það sameiginlegt að þar sé skáldagáf- unni geflnn lausari taumurinn en í hinum, en vel má vera að mér skjátlist þar. Textinn er á köflum flottur, en er einnig stundum á grensunni að vera væminn. Þess má geta að eftir lestur bókarinnar fann ég hjá sjálfum mér meiri áhuga á veiði, sem væntanlega eru meðmæli. Eitt verð ég að nefna að lokum; heiti bókarinnar og sagnanna, þegar undirtitlar innan sviga eru teknir með, eru allt of löng og óþjál að mínu mati. Þar hefði grimmari ritstjórn hugsanlega komið að gagni, sem og við að vinsa út slappari sögur bókarinnar eða betrumbæta. Eða finnst einhverjum eftirfarandi gott nafn á smásögu: „Júnídrekarnir minningin ein (og græðgin í hjarta mínu sem varð til þess að ég klúðraði þeim stóra)" Kristján Hrafn Guðmundsson Síðasta þorskastríðið Guðmundur J. Guðmundsson Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 milur Átti breski flotinn einhver svörvið togvíroklippum Londhelgis- gæslunar ? Mögnuð og spennondi bók um hotrömm átök, bæði á hafi úti og í londi. jy BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Orðabrellur „OnJo- og víinoaitulnfðln tr itrúírga ittrlt mtð þjðttnnl og tr dtt Einstök bók með htr of mlkUII íþrótt f þonn ijóó moð rlfum itm öil fíólfkyláun mun fktmmta iérvfðoð Ityta. Mtð kinum oriunum: Mtotrjíott itðtf' Kart Th. BirgUson, stjómandi þittarins Orð tkulu standa i Risl. bráðsnjöllum þrautum sem fá okkur tilþess að gefa íslenskri tungu betri gaum en ella, spá og spekúlera ORÐA- BRELLUR í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmyndaflugi og kímni við lausn 150 nýjar 09 stórskemmtilegar orðagátur þeirra. eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR 1 Saga Olgu um líf í hörðum heimi Saga Olgu Tsékovu er ævintýri líkust. Hún var rúss- nesk listakona sem ung að árum flúði hörmungar byltingar og borgarastríðs heima fyrir í upphafi þriðja áratugarins. Hún settist að í Berlín og náði fljótt að koma undir sig fótunum í þýskum kvikmyndum og síðar á leiksviði. Þetta var á dögum þöglu myndanna þegar leikarar gátu hæglega orðið stjörnur á framandi málsvæðum, eins og Greta Garbo er eitt besta dæmið um. Olga Tsékova varð vissulega ekki stórstirni á borð við Garbo, en hún var nógu stór samt. Hún lék aðalhlutverk í fjölda þýskra mynda fyrir stríð og fram undir lok þess og var í sérstöku afhaldi hjá leiðtogum nasista, bæði Hitler og Göbbels. Eftir stríð tókst henni að koma undir sig fótunum á ný, hún hélt áfram að leika og rak einnig stöndugt snyrtivörufyrirtæki. Hún varð öldruð kona, lést ekki fyrr en árið 1980, áttatíu og þriggja ára. I þessari bók rekur breski sagnfræðingurinn Antony Beevor sögu Olgu Tsékovu. Heiti bókarinnar, Njósnari í Þýskalandi Hitlers - ráðgátan um Olgu Tsékovu, er eilítið auglýsingakennt; hafi Olga njósnað eitthvað fyrir Rússa, hefur það varla haft mikið gildi eða skipt sköpum fyrir líf hennar. Þó að henni væri stundum boðið í partí hjá nasistabroddunum og til séu myndir af henni með Hitler sjálfum hafði hún tæpast þann aðgang að þeim að það gæti komið Rússum að miklum notum. Engu að síður er mörgum spurningum ósvarað um feril Olgu, eins og Beevor dregur enga dul á, einnig varðandi síðari hluta ævi hennar sem hann fer æði hratt yfir. Beevor er sérfróður um heimsstyrjöldina og sögu Rússa og Þjóðverja á fyrri hluta aldarinnar og þar liggur meginþungi frásagnarinnar. Olga Tsékova, sem var fædd Knipper, var ekki blóðskyld leikskáldinu fræga, Anton Tsékov. En hún tengdist bæði fjölskyldu hans og umhverfi nánum böndum. Föðursystir hennar, leikkonan Olga Knipper, var eiginkona Tsékovs. Sjálf giftist Olga bróðursyni Tsékovs, leikaranum Mikhail Tsékov, að vísu í óþökk fjölskyldunnar. Það hjónaband stóð stutt, enda var Mikhail frekar villtur á þessu skeiði ævinnar, þó að hann tæki sig á síðar og endaði merkan feril sinn í Ameríku. Samband þeirra skildi eftir sig dóttur sem Olga tók með sér til Þýskalands og ól önn fyrir. Annað skildi það eftir sig sem kom að góðum notum: ættarnafnið Tsékov. Það var ekki slæmt að geta státað af tengslum við eitt frægasta leikskáld heims og Olga notfærði sér það óspart. Hún skirrðist ekki heldur við að skrökva því í Þýskalandi, að hún hefði leikið í Listaleikhúsinu í Moskvu, leikhúsi Tsékovs og Stanislavskýs, og einu frægasta leikhúsi heims. Það gerði hún aldrei. En auðvitað þarf hún ekki að hafa verið verri leikari fýrir það. Ég hef aldrei séð neitt með henni; þó að hún starfaði á einu mesta blómaskeiði þýskrar kvikmyndalistar eru ýmis önnur nöfn frá því sem fyrr koma upp í hugann en hennar. Beevor fjallar raunar ekki mikið um hina listrænu hlið á ferli hennar; hann virðist til dæmis lítið sem ekkert hafa lagt sig eftir því sem krítíkin sagði um hana. Það sem hann segir um list Olgu hljómar allt sannfærandi, þó að dýpri greiningartilraun hefði ekki verið illa þegin. Samviskan virðist ekki hafa bagað Olgu tiltakanlega; hafi hún gert það, hefur hún væntanlega haldið því fýrir sig. Það er óneitanlega meiri mannleg reisn yfir sögu Marlene Dietrich sem lét gylliboð nasista ekki glepja sig, eins þótt það kostaði hana svo að segja ævilanga útlegð frá ættlandi sínu. Samt er spurning hvort við höfum ráð á því að dæma fólk eins og Olgu hart. Hún var einnig údagi, að heita mátfi, og virðist snemma hafa áttað sig á því að til að lifa af í hörðum heimi gæti hún þurft að grípa NjósnariíÞýska- landi nasista? S;io;i ()lgu l'sck- ovu t'i' a'vintvH líkust og Becvoi' cr ágælur sögumaOur jio aö stuiulum cyöi hann liillmikln púöi i í samtíöarsöguna. NjJsnítri í Þijskfilfiiiíii nnsistit? R,iiV|iitiiH uiii l’lijn 1sik.’in lltgefandi Bókaútgáfan Hólar tfi ýmissa ráða. Þetta snerist ekki heldur aðeins um hana sjálfa, heldur einnig dóttur hennar, móður og fleiri, jafnvel fjölskylduna í Rússlandi. Bróðir Olgu, Lev, sem var þekkt og mikilsmetið tónskáld, varð til dæmis að starfa um áraraðir fyrir sovésku leyniþjónustuna sem mátti kallast vel sloppið í hans tilviki, því að hann hafði barist með hvítliðum í borgarastyrjöldinni. Þetta voru háskatímar og fólk gat þurft að greiða hátt verð til að komast lífs af. Antony Beevor er ágætur sögumaður, þó að manni finnist hann stundum eyða fullmiklu púðri í samtíðarsöguna. Áhugafólk um leikhús mun flest þekkja allvel til sögu Tsékovs sjálfs, Stanislavskýs og Listaleikhússins, en hér kemur áhugavert framhald á henni frá nokkuð óvæntu sjónarhorni; sjálfum fannst mér einna fróðlegast að kynnast betur ekkju hans, Olgu Knipper-Tsékov, sem var kjarnakona. Það er helst að maður þurfi að gefa sér tíma til að átta sig á fjölskylduböndunum, en Beevor auðveldar okkur það með því að setja þau upp í töflu framan við textann eins og tíðkanlegt er í alvöru rússneskri skáldsögu. Útgáfa bókarinnar leiðir raunar hugann að því hversu sorglega sjaldgæft er að fá á íslensku ævisögurit um merka erlenda leikhúsmenn, en það er auðvitað önnur saga. Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er lipur, en of mikið er um enskuskotið orðalag. Ég nefni aðeins eitt dæmi af mörgum: „Lenín hafði litla þolinmæði með trúarsetningu Lunasjarkys um öreigamenningu" (71). Svona talar enginn á íslensku - eða það ætla ég rétt að vona! „Lenín sýndi trúarsetningu L. lítið umburðarlyndi", væri mun boðlegra. Sums staðar gætir nokkurs ókunnugleika um efnið, t.d. er kyndugt að tala um leikstjórann fræga Max Reinhardt sem „umboðsmann", en ég get mér til að það sé þýðing á „impressario" (99). Max Reinhardt var fýrst og fremst listamaður, en hann var einnig öflugur leikhússtjóri; stórveldi sem á sér fáa líka í leiklistarsögunni. Þá er ítrekað farið rangt með nafn leikskáldsins Mikhails Bulgakov. Ekki hefur útgáfan spandérað í nafnaskrá, sem er svo sem skiljanlegt, en mér finnst alltaf galli á svona bókum. Jón Viðar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.