Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
Fullur á 141
kílómetra hraða
Lögreglan á Hvolsvelli hafði
hendur í hári ökumanns sem
mældist á 141 km/klst hraða við
Affall, sem er skammt austan
við Hvolsvöll. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni
á Hvolsvelli var ökumaðurinn,
sem er rétt rúmlega tvítugur,
ölvaður. Hann hefur ekki gerst
sekur um sambærilegt brot
áður. Hámarkshraðinn þar sem
maðurinn var tekinn er 90 km/
klst og því má maðurinn eiga von
á sekt að upphæð 130 þúsund
krónur. Hann má auk þess eiga
von á ökuleyfissviptingu í mánuð.
Forvarnirí
framhaldsskóla
Guðiaugur Þór Þórðar-
son, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, og Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra und-
irrituðu í gær þriggja ára
samning við Lýðheilsustöð og
samtök framhaldsskólanema
sem felur í sér aukna áherslu
á forvarnir og heilsueflingu í
framhaldsskólum landsins.
Markmið samningsins er
meðal annars að stuðla að
bættri líðan, efla forvarnir,
bæta og efla ráðgjöf við nem-
endur og hvetja þá til að taka
ábyrgð á eigin heilsu. Báðir
aðilar munu leggja til starfs-
mann í verkefnið auk þess
sem nemendafélög fá árlegt
fjármagn til aðgerða.
Gámurinn fannst
Gámi, sem stolið var af
byggingarsvæði Viðhaldsvirkni
á höfuðborgarsvæðinu á
fimmtudaginn í síðustu viku,
fannst í gær. Það var lögreglan
í Borgamesi sem fann gáminn
innanbæjar. Gámurinn var fullur
afverkfærum en ljóst er að stóran
flutningabíl hefur þurft í verldð. Að
sögn varðstjóra hjá lögreglunni í
Borgamesi var enginn handtekinn
í tengslum við fundinn. Ekki lá
fyrir hvort eitthvað hefði verið
tekið úr gámnum en rótað hafði
verið til í honum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra friðaði í gær þrjú rótgróin hús
á Akureyri. Til stóð að rífa eitt þeirra. Mikið gleðiefni fyrir unnendur gamalla húsa, seg-
ir Hlynur Hallsson. myndlistarmaður og fyrrverandi varaþingmaður vinstri grænna.
Vignir Þormóðsson einn eigenda Hafnarstrætis 98, er mjög ósáttur.
intrnmi
Hafnarstræti Á þessari mynd má
sjá húsin þrjú við Hafnarstræti.
Húsið með brúna þakið er
Hafnarstræti 98 sem til stóð að rífa.
I miðjunni er hið glæsilega
húsnæði Hafnarstræti 96. Á
endanum er Hafnarstræti 94 en þar
er meðal annars verslun 10-11.
Sáttur Hlynur er sáttur við
málalyktir. Hann segir að
húsafriðunarnefnd hefði ekki
mátt koma seinna inn í málið.
HÚSIN MUNU STANDA
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Þetta eru heldur betur góðar fréttir
fyrir unnendur gamalla húsa," segir
Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
og fyrrverandi varaþingmaður vinstri
grænna. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra ákvað í
gær að fara að tillögu húsafriðunar-
nefndar um ffiðun þriggja húsa við
Hafnarstræti á Akureyri. Um er að
ræða hús númer 94, 96 og 98 en þau
voru öll byggð á fyrri hluta tuttugustu
aldarinnar. Nú þegar er búið að gera
upp húsin við Hafnarstræti 94 og 96,
en áður fyrr gengu þau undir nöfn-
unum Hamborg og París.
í viðtali við DV í haust var hljóð-
ið í Hlyni þungt en þá stóð til að rífa
húsnæðið við Hafnarstræti 98 og
byggja í staðinn fimm hæða íbúðar-
hús. Þá stóð til að hafa á efstu hæð-
inni 200 fermetra glæsiíbúð. Nokkuð
tíð eigendaskipti hafa orðið á húsinu
á undanförnum árum. Akureyrarbær
keypti það fyrir um þremur árum en
seldi það aftur einu og hálfu ári síðar.
Núverandi eigandi er félag sem heit-
ir Hafnarstræti 98 ehf. Forsvarsmenn
þess vildu láta rífa bygginguna en nú
er ljóst að ekkert verður af fyrirhug-
uðu rifi á húsinu.
Menningarlegt gildi
í tilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu frá því í gær segir að
ákvörðunin hafi verið tekin vegna
þess að húsin hafa menningarsögu-
legt og listrænt gildi.
Þar segir enn-
fremur að húsin
hafi mikið gildi
fyrir umhverfi
sitt, ýmist sem
hornhús eða
áberandi
kennileiti í
miðbæ Ak-
ureyr-
ar.
„Það veldur mér mikl-
um vonbrigðum að
húsafriðunarnefnd geti
komið inn í þetta hve-
nærsemer."
„ Það var eiginlegaekkiseinnavænna.
Það átti að fara í gegnum bæjarráð í
dag að heimila niðurrif á húsinu. Þá
hefðu þeir getað byrjað strax á morg-
un að rífa húsið niður. Þetta tók svo-
lítið langan tíma í menntamálaráðu-
neytinu því það eru einn eða tveir
mánuðir síðan húsafriðunarnefnd
lagði þetta til. Svo kom Þorgerð-
ur Katrín eins og stormsveipur og
ákvað að fara að tillögu húsafrið-
unarnefndar. Það er betra seint
en aldrei," segir Hlynur.
Miklar endurbætur stóðu
yfir á Hafnarstræti 94 fyrir ári. I
húsinu rekur 10-11 meðal ann-
ars verslun. Lengra er síðan
Hafnarstræti 96 var gert upp
en þar er eitt rótgrónasta kaffi-
hús bæjarins með aðstöðu.
Ósáttur við málalyktir
Vignir Þormóðsson er einn
nokkurra eigenda hússins.
Hann kveðst vera mjög ósáttur við
niðurstöðu málsins. „Við erum búnir
að vinna að þessu máli frá því í byrj-
un árs 2006 í sátt og samlyndi við
Akureyrarbæ. Húsafriðunarnefnd
kemur svo mjög seint inn í málið og
leggur til að húsið verði friðað. Það
veldur mér miklum vonbrigðum að
húsafriðunarnefnd geti komið inn í
þetta hvenær sem er."
Vignir segir að niðurrif hússins
hafi legið fyrir í langan tíma og eig-
endur hússins verði 'fyrir fjárhags-
legu tjóni vegna ákvörðunar nefnd-
arinnar. „Við erum búnir að kosta
auglýsingar, teikningar á nýju húsi
og allt skipulagsferlið sem er kostn-
aðarsamt. Með þessari aðgerð er
ráðherra að staðfesta að þessi vinnu-
brögð húsafriðunarnefndar séu í
lagi. Efri hæðir hússins eru búnar að
standa óhreyfðar í átján til tuttugu ár
og það hefur ekki verið mikill vilji hjá
mönnum til að gera þetta upp."
Aðspurður hvort líkur séu á að
húsið verði selt í kjölfar ákvörðunar
húsafriðunarnefndar segir Vignir að
svo geti vel farið. „Við fórum af stað
í þetta verkefni með það að leiðar-
ljósi að rífa húsið og byggja nýtt. Sú
afstaða okkar hefur ekkert breyst.
Núna þurfum við að skoða okkar mál
í framhaldinu," segir Vignir.
Njáll Torfason á Breiðdalsvík segir að aflahrotur fyrri ára komi ekki aftur:
Svartsýnisrausið er hættulegast af öllu
„Fólk verður að sætta sig við að
aflahrotur fyrri ára koma ekki aftur.
Um leið og fólk áttar sig á þessu og
sættir sig við þessa staðreynd munu
allir möguleikar aukast og tækifær-
um fjölga." Þetta segir Njáll Torfason á
Breiðdalsvík.
Njáll og eiginkona hans, Kristín
Ársælsdóttir, reka saman Hótel Blá-
fell á Breiðdalsvík. Þau sjá einnig um
rekstur bensínstöðvarinnar á staðn-
um. „Það er náttúrulega rólegt héma
yfir vetrartímann, en ferðaþjónustan
hefur sótt í sig veðrið þannig að öllum
hefur komið á óvart," segir Njáll.
Þau hjónin fluttust til Breiðdals-
víkur úr Kópavoginum. „Kristín er frá
Patreksfirði og við bjuggum þar um
tíma. Svo fluttum við suður en áttuð-
um okkur fljótlega á því að við vild-
um ekki vera þar til frambúðar." Njáll
segir að ákvörðunin um að flytja aust-
ur hafi ekki verið sérlega þaulhugsuð.
„Héma er einfaldlega failegt og gott að
búa. Við höfum þá þjónustu sem við
þurfum og ekki er langt fyrir okkur að
sækja annað til Reyðarfjarðar eða Eg-
ilsstaða."
Njáll segir að fyrir þá sem vilji búa
á Breiðdalsvík og sækja vinnu til Reyð-
arfjarðar sé það lítið mál. Stutt sé á
milli staðanna og vegimir góðir. „Það
er svartsýnisrausið sem er hættulegast
af öllu. Tækifærin liggja alls staðar fyr-
ir fólk sem hefur bjartsýni, kjark og svo
náttúrulega aðgang að fjármögnun,"
segir hann.
Njáll telur að margir af erfiðleikum
landsbyggðarinnar á íslandi eigi sér
rætur í gömlu kaupfélögunum. „Þetta
var þannig að fólk skilaði sinni fram-
leiðslu til kaupfélagsins, hver sem hún
Breiðdalsvík Fiskvinnslan Fossvík hefur
þurft að segja upp fólki að undanförnu.
Ferðaþjónustan sækir á sama tíma í sig
veðrið. DV-MYND SIGTRYGGUR
var. Svo tók fólkið það sem það þurfti
í reikningsviðskiptum og þurfti aldrei
að velta fyrir sér peningum. Svo hurfu
kaupfélögin og fólkið sat eftir hálf-
bjargarlaust."
Njáll telur að ekki sé ástæða til þess
að óttast uppsagnir í sjávarútvegi til
framtíðar. „Það kemur alltaf eitthvað
í staðinn og það kemur iíka maður í
manns Stað." sigtryggur@dv.is