Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007
Siðast en ekki slst DV
* Það eru svo margir tónleikar í vik-
unni að það er alveg synd að skella
sér ekki á allavega eina. í kvöld er
það hin stórskemmtilega hljóm-
sveit Sometime sem ætlar að halda
uppi stuðinu á Organ ásamt Páli
Óskari og Skurken. Á morgun er
það svo partísveitin Bloodgroup
sem ætlar að vera með útgáfutón-
leika en sveitin sendi nýlega frá
sér plötuna Sticky Situation sem er
nauðsynleg í öllum partíum. Svo
endar vikan með stæl þegar Jeff
Who?, Sprengjuhöllin og Motion
4 Boys sameina karlmannlega krafta
sína á NASA.
Það er svo kalt úti að það er fátt
betra að gefa en smá hlýju. Vöndum
okkur nú öll við að vera hlýleg og in-
dæl. Hlýjum fjölskyldunni með því
að útbúa heitt súkkulaði, kveikja á
kertum og halda hlýlegt fjölskyldu-
boð. Umfram allt er svo algjörlega
nauðsynlegt að eiga hlýja úlpu.
Hlýjar úlpur geta virkað eins og
risastórt knús þegar maður vefur sig
inn í þær áður en maður heldur út
í kuldann. Sérstaklega mælum við
svo með hlýjum vettlingum, trefli
oghúfu.
Já, það er algjörlega málið í dag.
Fjarstýrðu þyrlurnar eru pínulitl-
ar og það lcrefst gríðarlegra hæfi-
leika að fljúga þessum fyrirbærum.
Einstaklega skemmtilegt er líka
að mæta með þyrluna í vinnuna
og æfa sig aðeins þegar manni
leiðist. Sérstaklega getur það verið
skemmtilegt fyrir vinnufélagana að
fá þyrluspaðana í ennið og þar fram
eftir götunum. Varast skal að van-
meta hæfnina sem þarf til að fljúga
þessum þyrlum því þrátt fyrir að
vera smáar eru þær frekar flóknar.
BÚUM í HRÆÐILEGRI
DRENGJAVERÖLD
Guðný Halldórsdóttir
kvikmyndagerðarkona hlaut
íslensku bjartsýnisverðlaunin í
ár. Guðný segir að konur þurfi að
fara að hafa meiri áhrif í kvik-
myndaiðnaðinum og þurfi að
Hver er Guðný Halldórsdóttir?
„Kona á góðu skeiði."
Hvað drífur þig áfram?
„Hver raun eflir mig."
Hver eru þín áhugamál?
„íslensk náttúra og allt sem að
henni lýtur."
Eftirminnilegasta kvikmynd?
„Dodeskaden."
ég hef gert, það verða allir svo fúlir
og svelcktir."
Hefur þú búið erlendis?
„Já, ég bjó í ítölsku Sviss í eitt ár,
í þýsku Sviss í eitt ár, í Vínarborg í
eitt ár, í Bretlandi í þrjú ár og Los
Angeles í hálft ár."
Ert þú bjartsýn kona?
„Já."
Búum við í karlaveröld?
„Við búum í hræðilegri drengja-
veröld, það sá ég best um daginn
þegar ég var að tala við kvikmynda-
nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík, það var 31 drengur í val-
fagi í kvikmyndum og ekki ein ein-
asta stúlka."
Eftirminnilegasta bók?
„Síðasta bókin sem ég las, Skuggi
vindanna sem Tómas R. Einarsson
þýddi úr spænsku."
Leiðinlegasta starf sem þú
hefur unnið?
„Þau eru nú mörg, maður, en það
að stoppa bíla vegna kvikmynda-
töku er eitt það leiðinlegasta sem
Hvaða verkefni ert þú
stoltust af?
„Garðinum mínum og trjárækt-
inni í kringum húsið mitt."
Hvernig skemmtir þú þér á
Eddunni?
„Sem statisti í sjálfhver-
fri veislu skemmti ég mér bara
nokkuð vel."
Hvað ert þú að fást við þessa
dagana?
„Umönnun móður minnar því
íslenska heilbrigðiskerfið er lamað
og það er bara svoleiðis."
Hvað er fram undan?
„Eins og alkarnir segja, einn
dagur í einu. Það eru engin stór
plön að svo stöddu."
SWDKÖRX
■ Árshátíð Techno.is var hald-
in á Broadway á föstudaginn
þar sem ofurplötusnúðurinn
Tiesto lék
fyrir 2.500
dansþyrsta
íslendinga.
Að sögn ball-
gesta var
lögregla köll-
uð til vegna
slagsmála
á staðnum.
Þegar lögreglan kom niður stig-
ann á Broadway ásamt tveimur
sjúkraliðum og leit yfir mann-
hafið hristu lögregluþjónarn-
ir höfuðið og sneru við. Meðal
gesta á danleiknum voru Ann-
þór Karisson, Davíð Maitsland
og Stefán Sívarsson sem allir
eru góðkunningjar lögreglunn-
ar.
■ Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra fer á kostum á bloggi
sínu þar sem hann lýsti fundi
með Prodi,
forsætisráð-
herra ítalíu,
sem hélt
setningar-
ræðu fyrir
framan fjög-
ur þúsund
manns í
Róm. Undir
miðri ræð-
unni sigu niður úr skjám á þak-
inu tveir menn í reipum. Össur
sat með nokkrum ráðherrum
Italíu, og annarra þjóða og
„hlustaði opinmynntur á Prodi,
þegar ég varð var við skuggana
af þeim félögum tveimur, svo
að segja beint yfir höfði mér.
Þeir gersamlega stálu senunni.
örlítill, appelsínugulur borði
birtist innan tíðar neðan úr
öðrum prílaranum. Á honum
stóð: „Energy revolution now
- Greenpeace.""
■ Össur lýsir því að uppi
hefði orðið fótur og fit meðal
borðalagðra
og snyrtilega
húfuvæddra
lögreglu-
manna.
„Þetta var
þeim mun
neyðarlegra
íþvíljósi,
______________aðvið, sem
vorum á
ráðstefnunni, höfðum farið í
gegnum endalausar vopnaleitir.
Svo sigu strákarnir bara niður
úr loftinu. Heima á íslandi
hefði Haraldur Johannessen
sennilega verið rekinn fyrir
þetta öryggisbrot." Orkumógúll
iðnaðarráðuneytisins og
sérlegur ráðgjafi Össurar um
Greenpeace átti setningu
dagsins, þegar þeir gengu
hlæjandi út: „Þessir strákar sofa
baldur@dv.is
ekki heima í nótt!"