Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 32
*
írr
i«
Ræktaði kannabis
Héraðsdómur Norðurlands
eystra dæmdi í gær Guðlaug Helga
Unnsteinsson í eins mánaðar skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að rækta
kannabisplöntur á heimili sínu á
Akureyri. Þá voru gerð upptæk 3,16
grömm af hassolíu og um 15 grömm
af niðursöxuðum kannabisstöngl-
um og kannabisfræjum. Þá var hann
fundinn sekur um að hafa brotist
inn í veitingastaðinn Strikið/Parken
á Skipagötu á Akureyri. Hann var
handtekinn á staðnum.
Samningurinn fellur
um sjálfan sig
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, býst við því
að samningurinn, sem Orkuveitan
og Alcan gerðu sín á milli til tuttugu
ára um raforkusölu, renni út ekki
síðar en um næstu áramót. „Við
munum setjast niður og fara yfir
málin með Alcan, forsenda samn-
ingsins var að þeir fengju einnig
rafmagn hjá Landsvirkjun, en fyrst
sú forsenda er ekki til staðar fellur
hann næstum því sjálfkrafa úr gildi."
Embættið lifði
í 5 mánuði
Á aukafundi borgarráðs í gær var
samþykkt að leggja niður embætti
borgarritara en það var stofnað af
fyrri borgarstjórnarmeirihluta í júní
á þessu ári. Borgarritari var æðsti
embættismaður borgarinnar að
borgarstjóra frátöldum og staðgengli
hans. Framvegis munu þau embætti
sem honum tilheyrðu heyra beint
undir borgarstjóra. Borgarráð telur
ákvörðunina vel ígrundaða. Með
henni sé fækkað í yfirstjórn borgar-
innar um leið og skipan yfirstjórnar
verður flatari og í takt við það sem
gildir hjá mörgum fyrirtækjum.
Nú er heitt
á Fróni...
FRÉTTASKOT
51 2 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
MIÐVtKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910
Ólöf Ósk Erlendsdóttir, Róbert Wayne Love og Arnar Óli Bjarnason í fangelsi:
BYRGISSTULKAIFANGELSI \
SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
bladamadut skrifar: sigtryggur(á>dv.is
Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem fyrst rat-
aði í fjölmiðla sem fórnarlamb kyn-
ferðisbrota Guðmundar Jónssonar
í Byrginu, hefur verið dæmd til átj-
án mánaða fangelsisvistar. Dóminn
hlaut Ólöf fyrir aðild sína að hand-
rukkun, þar sem hún í slagtogi við
fjóra karlmenn beitti ungan mann
ofbeldi og frelsissviptingu í svokall-
aðri handrukkun.
Meðreiðarsveinar Ólafar hlutu
einnig dóma. Þyngsta dóminn,
tveggja ára fangelsi, fékk Róbert
Wayne Love. Arnar Óli Bjarnason
fékk átján mánaða dóm. Mikael
Arnar Calhoun og Ragnar Ingi
Arnarsson sluppu hins vegar við
fangelsisvist en þurfa að greiða
75 þúsund króna sekt hvor ásamt
málsvarnarlaunum.
með borvél ásamt því sem þeir hót-
uðu því að drepa manninn með því
að sprauta í hann stórum skammti
af ffkniefnum. Róbert Wayne lamdi
unga manninn svo í vinstra hné með
járnstöng.
Ólöf Ósk Erlendsdóttir Komst í fréttirnar þegar myndband gekk manna á milli þar
sem hún var í kynlífsathöfnum með Guðmundi í Byrginu. Ólöf kærði Guðmund fyrir
að beita hana kynferðislegu ofbeldi. Mynd úr útsendingu Stöðvar 2.
Ólöf Ósk
Með leðurgrímu og kúlu
í ákæru er greint frá því hvern-
ig Olöt Osk beitti fórnarlambið
blekkingum til þess að komast inn
í íbúð þess. Þegar þangað var kom-
ið hleypti Ólöf meðreiðarsveinun-
um inn í íbúðina. Manninum var
skipað að setjast á stól þar sem Ólöf
batt hann fastan með reipum og lím-
bandi, keflaði hann með munnkúlu
og ól og kom leðurgrímu fyrir á höfði
hans.
Þegar þarna var komið sögu tóku
Róbert Wayne og Arnar Óli til við að
kýla í andlit mannsins, sparka í hann
og helltu svo yflr hann kveikjara-
bensíni. Þeir hómðu að mölva í hon-
um tennur, bora í hnéskeljar hans
Skotfæri og fíkniefni
Tilgangur árásarinnar var að fá
fórnarlambið til þess að vísa á verð-
mæti í íbúðinni, en á meðan á bar-
smíðum og hótunum stóð höfðu Ólöf,
Mikael og Ragnar safnað saman ýms-
um verðmætum úr íbúðinni og flutt út
í bifreið fómarlambsins, sem glæpa-
gengið hafði þegar fundið lyklana að.
Róbert Wayne tók svo að sér að aka
bílnum, hlöðnum þýfinu, að heim-
ili Ólafar Óskar í Breiðholti. í fórum
gengisins fundust ftkniefhi og skotfæri
ásamt eftirlíkingu af skammbyssu.
Ólöf Ósk játaði sök að mestu,
en kvaðst ekki þekkja öll smáatriði
málsins í þaula. Fimmmenningarn-
ir þurfa að greiða fórnarlambi sínu
tæpa hálfa milljón króna í miska-
bætur vegna árásarinnar, sem átti sér
stað í janúarlok.
Hingað og ekki lengra Það var hart barist (Vodafone-höllinni í gær þar sem Valur vann Fram, 29-23, í Eimskipsbikar kvenna.
Ekki hefur rignt meira á haustmánuðum en nú síðustu 38 árin:
Óvenju fáar frostnætur í vetrarbyrjun
Frosmætur hafa verið tíu frá
því í september í ár. Kaldari hluti
nóvembermánaðar er eftir en
Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá
Veðurstofu íslands, á allt eins von á að
árið í ár nái inn á topp tíu yfir fæstar
frostnætur frá miðri síðustu öld. „Þetta
er ekkert einsdæmi nú en vissulega
óvenjulegt," segir Trausti um fáar
frosmætur það sem af er hausti.
„Það hefur verið heldur hlýrra en í
fýrra," segir hann og því hefur úrkoma
verið í formi rigningar í stað snjókomu.
Aðeins þrisvar sinnum síðan 1949
hefur rignt meira en í ár og eru 38 ár
síðan það gerðist síðast. Úrkomudagar
frá september hafa í ár verið 61 en
mest hafa mælst 73 úrkomudagar frá
september til nóvember. Því þarf að
rigna í 13 daga til viðbótar fíam að
NÆTURFROST
Á HAUSTIN
- miðast við september,
október og nóvember
2007 2006 2005 2004 2003
mánaðamótum til að slá metið en
rignmgartíðm hefur nú staðið frá 20.
ágúst. „Þetta er ansi langur tími. Þó
þetta sé ekki met erum við ekki fjarri
þvf," segirTrausti.
Eins og stendur er nóvember í 16.
sætiyfir hlýjustu nóvembermánuði frá
1949 en meðalhitinn í ár er 4 gráður
það sem af er mánuði. Þar sem áfram
er spáð hlýindum og votviðri er ekki
útilokað að um mánaðamótin verði
árið í ár enn ofar á listanum.
Trausti segir að hnattræn hlýnun
sé undirliggjandi ástæða þessarar
hlýnunar. Þó séu náttúrulegar sveiflur
í tíðarfari sterkar. Sem dæmi nefnir
hann að árið 1956 hafi haustið verið
fimm gráðum hlýrra en nú. Frá
1996 hefur hitinn þó verið meiri en
áratugina þar á undan.
Landic kaupir
Austurstræti
Fasteignafélagið Landic
Properties festi nýverið kaup á
húseignunum Austurstræti 12a
og 14. Félagið á því flest húsanna
við sunnanvert Austurstrætið, að
undanskildum húsum númer 6
og 10.
„Það er stefna okkar að reyna
að eignast heilar húseignir til
þess að geta boðið leigutökun-
um upp á meiri möguleika ef þeir
þurfa að stækka við sig," segir
Örn V. Kjartansson. örn er í for-
svari fyrir fjárfestingar Landic á
íslandi. Fyrirtækið hét áður Stoð-
ir og er að stórum hluta í eigu
Baugs.
Ókágangandi
vegfaranda
Ekið var á konu um tvítugt
við gatnamót Stekkjarbakka og
Arnarbakka í Breiðholti um klukkan
hálfníu í gærmorgun. Konan var
að hlaupa yfir götuna þegar bíllinn
skall á henni. Hann mun ekki hafa
verið á mikilli ferð þegar óhappið
varð. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni var konan með
meðvitund eftir slysið en var flutt
með sjúkrabíl til nánari skoðunar.
Hún er ekki talin alvarlega slösuð.
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Litlar samlokur 399 kr.
+ lítið gosglas 100 kr.
= 499 Ar.