Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 7
Efast er um að sjúk-
lingar samþykki að bíða
eftir fjárveitingum vegna
nýrra lyfja.
milljónum króna. Þar af skuldar
Heilsugæslan í Reykjavík Landspít-
alanum um 150 milljónir.
Ásta er þeirrar skoðunar að
Landspítalinn taki rekstrarhlut-
verk sitt mjög alvarlega og hafi
staðið sig ágætlega. „Það eru þó
ýmsar ástæður fyrir því að þau
hafa ekki getað haldið sig innan
fjárhagsrammans. Víða I kerfinu
eru möguleikar til hagræðingar og
breyta þarf verklagi á ýmsum svið-
um," segir hún.
Háskólasjúkrahús á áætlun
Starfsemi Landspítalans var end-
urskipulögð frá grunni þegar hann
varð háskólasjúkrahús árið 2000.
Anna Lilja segist viss um að alltaf
sé hægt að auka við skilvirkni. Hún
vekur þó athygli á að eftir samein-
inguna hafi verið farið í gegnum alla
verkferla með tilliti til hagræðingar.
Það var fýrst í fyrra sem rekstrar-
kostnaður við Landspítalann jókst
en hann stóð nánast í stað frá 1999
til 2005.
Ásta Möller segir að unnið sé í
fjárlagafrumvarpinu með tilliti til
fjárveitinga Landspítalanum til handa.
Ljóst er að milljarði verður varið í að
styrkja grunnstoðir Landspítalans á
næsta ári. Endanlegrar niðurstöðu á
öðrum sviðum er þó enn að bíða.
Ásta hrekur sögusagnir um að
fyrirætlanir um byggingu hátækni-
sjúkrahúss hafi breyst eftir að ný
ríkisstjóm tók við völdum. „Við
höldum alveg ótrauð áfram. Það er
enginn fótur fýrir þeim sögum sem
em í gangi um að bakslag hafi komið í
þær áætlanir," segir hún.
Tveir karlmenn af erlendum uppruna voru handteknir vegna gruns um að hafa nauðg-
að 45 ára konu. Það sem af er árinu hafa 35 nauðganir verið kærðar til lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Meintir gerendur hafa náðst í 33 tilfellum.
r i m líbiaad j ri^teriSettgfi ;u»íWia(» rsanKKjntMsriH ^
'&m-i jálj
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
bladamadur skrifar einar@dv.is
„Mennimir vom handteknir seinni
partinn á sunnudeginum en hin
meinta nauðgun átti sér stað aðfara-
nótt sunnudagsins," segir Björgvin
Björgvinsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Tveir karlmenn af erlendum
uppruna vom á mánudaginn
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19.
nóvember. Þeir em grunaðir um að
hafa nauðgað 45 ára íslenskri konu
í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudagsins. Konan sem var ein á
ferð var að koma af skemmtistað og
á leið til síns heima þegar mennimir
réðust að henni í húsasundi. Konan
gat gefið greinargóða lýsingu á
mönnunum tveimur sem leiddi
til handtöku þeirra seinni partinn
á sunnudeginum. Björgvin segir
að konan hafi ekki þekkt mennina
sem grunaðir em um nauðgunina.
Aðspurður hvort mennimir hafi játað
verknaðinn segist Björgvin ekkert geta
sagt til um það. „Ég get ekkert sagt til
um það á þessu stigi málsins," segir
Björgvin.
35 nauðganir
Það sem af er árinu hafa
35 nauðganir verið kærðar til
lögreglunnar á höfúðborgarsvæðinu.
Að sögn Björgvins Björgvinssonar
hafa meintir gerendur náðst í 33 skipti
af 35, en í þau tvö skipti sem meintir
gerendur hafa ekki náðst hefur verið
um nauðgunartilraunir að ræða.
„Þær tvær tilraunir em óupplýstar en
gerendur hafa náðst í öllum hinum
tilfellunum," segir Björgvin. Samkvæmt
þeim tölum eiga nauðganir sér stað
að meðaltali þijár helgar í mánuði í
Reykjavflc Öryggismyndavélar sem
komið hefúr verið fýrir í Reykjavík hafa
þó gert sitt gagn en lögreglan notaðist
meðal annars við öryggismyndavélar
við rannsókn nauðgunarinnar um
helgina. Björgvin segist ekki hafa
tölur um fjölda kærðra nauðgana á
undanfömum árum undir höndum.
Nauðgunum fækkar ekki
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri
Samkvæmt þeim tölum
eiga nauðganir sér stað
að meðaltali þrjár helg-
ar í mánuði í Reykjavík.
á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb
kynferðisbrota, segir að um 120
konur hafi leitað til neyðarmót-
tökunnar það sem af er árinu. Allt
árið í fýrra leituðu 146 konur til
neyðarmóttökunnar og samkvæmt
þeim tölum er ekki útlit fyrir að
nauðgunum muni fækka á þessu
ári. „Þeim virðist ekki vera að
fækka en vitaskuld er þetta sveiflu-
kennt á milli ára. Árið 2005 var
fjöldinn 130 og því miður virðist
þetta vera nokkuð föst tala. Svo er
alltaf ákveðinn fjöldi sem treystir
sér ekki til að koma til okkar," seg-
ir Eyrún.
Eyrún segir að yfir sumarmán-
uðina leiti oft fleiri aðstoðar vegna
kynferðisofbeldis. Þannig komi
júlí, ágúst og september oft verr út
en aðrir mánuðir. „Þetta er mjög
sveiflukennt en þessir mánuðir
hafa komið verr út en aðrir. Stund-
um hefur umræðan í fjölmiðlum
haft sitt að segja og fólk leitar sér
frekar aðstoðar þegar umfjöllunin
um ljót mál er mikil."
Þola illa dagsljósið
Á Akureyri er sambærileg neyð-
armóttaka fyrir fórnarlömb kynferð-
isbrota og í Reykjavflc. Það eru einu
tveir staðirnir á landinu sem eru sér-
staklega fýrir fórnarlömb kynferðis-
ofbeldis. Eyrún segir að nokkuð sé
um að konur af landsbyggðinni geri
sér ferð til Reykjavíkur til að leita að-
stoðar. Stundum þori konur hrein-
lega ekki að leita sér aðstoðar þar
sem þær koma úr minni byggðar-
lögum. Aðspurð hvort nauðsynlegt
sé að bæta aðstöðuna á landsbyggð-
inni fyrir fórnarlömb kynferðisbrota
segir Eyrún að það mikilvægasta sé
að fólk sé meðvitað um alvarleika
slíkra brota. Oft veigri fólk sér þó við
að leita aðstoðar í minni byggðarlög-
um þar sem allir þekkja alla. „Það er
reynsla okkar að fólk leggur frekar á
sig ferðalög."
Vagnstjórar Strætó bs. vilja fækka hraðahindrunum:
Bílstjórar þjást vegna hindrana
Búið er að útbía götur Reykjavík-
urborgar í hraðahindrunum. Þetta er
mat vagnsljóra Strætó bs. sem telja
sig verða reglulega fyrir álagsmeiðsl-
um eftir að þurfa að keyra yfir fjölda
hraðahindrana.
Greinilegt er að farþegar og
vagnstjórar glíma við sama vandann
því nýverið var kvartað til stjómenda
fýrirtækisins vegna aksturlags bíl-
stjóra og óþæginda farþega vegna
hraðahindrana. f því tilvild var fullyrt
að vagnstjóri hafi verið á eftir áætlun
og því hafi hann þurft að aka greitt
yfir hindranir með þeim afleiðingum
að farþegar urðu fýrir óþægingum.
Jóhannes Gunnarsson, fyrsti
trúnaðarmaður vagnstjóra Strætó
bs., staðfestir ýmis álagseinkenni
bflstjóra sökum sífellds aksturs yfir
hraðahindranir. Hann bendir til
dæmis á að yfir 80 hindranir sé að
finna á einni einstakri aksturleið
strætisvagns. „Það er ljóst að þetta
gengur ekki lengur. Bflstjórar þjást
af álagseinkennum vegna hindr-
ananna. Þeir em að fá í bakið og ég
hef eiginlega heyrt allar útgáfur af
álagsmeiðslum stoðkerfisins. Þessi
álagseinkenni verða til þegar bíl-
stjórarnir kastast til og fá hnykki er
ekið er yfir hraðahindranir," segir Jó-
hannes.
„Efst á baugi hjá okkur er að út-
rýma hraðahindrunum og finna aðr-
ar leiðir til að draga úr hraða í hverf-
unum. Eitt af því sem hægt er að
gera er að taka upp hindranir sem
em strætóvænar eða færa leiðirnar
þar sem ekki em hindranir. Að okk-
ar mati er þetta ástand alveg ótækt,"
segir. trausti@dv.is
Margar hindranir Á einni akstursleið strætó getur verið yfir 80 hraðahindranir að
finna. Bflstjórarnir verða fýrir álagsmeiðslum þar sem þeir eru sífellt að kastast til og
frá við aksturinn.