Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 15
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 15 ikinn '•■ifíMkM* ÓLAFUR JÓHANNESSON, LANDSLIÐSÞJÁLFARI í KNATTSPYRNU, VALDI ÞRJÁ NÝLIÐA í LANDSLIÐSHÓPINN SEIVl MÆTIR DÖNUM Á PARKEN í LOKALEIKNUM í UNDANKEPPNI EM 2008. Teitur Þórðarson vinnur sem útsendari umboðsmanns í Noregi: LIGGUR EKKERT Á AÐ FARA í ÞJÁLFUN Lítið hefur spurst til Teits Þórðarsonar eftir að hann var látinn taka pokann sinn hjá KR síðastliðið sumar. Teitur hefur það nú að atvinnu að finna góða leikmenn fyrir norskan umboðsmann. „Ég hef það bara fínt. Það er nú alltaf eitthvað að gerast í þjálfaramálum hjá mér. Eins og ég sagði í sumar hefði ég getað verið farinn út í þjálfun ef ég hefði viljað það. En ég hef bara valið að taka því rólega og sjá bara til hvað væri að gerast í þeim málum. Nánast ffá því ég hætti í KR hef ég unnið sem útsendari fyrir umboðsmenn hér úti. Svo ég er á þvælingi hingað og þangað, þvælist um alla Evrópu og víðar," sagði Teitur, sem var staddur í Noregi þegar DV náði tali af honum í gær. Teitur sagði jafnframt að hann hefði fengið nokkur tilboð um þjálfarastöður, en bætti við að honum lægi ekkert á að fara aftur út í þjálfun. Meðal þeirra liða sem sögð voru hafa áhuga á að fá Teit í vinnu var norska liðið Aalesunds FK- „Ég ræddi lítillega við þá. Ekkert farið neitt lengra með það. Maður veit ekkert hvað gerist, það er ýmislegt í gangi þannig að ég ætla bara að sjá til. Ef mér líst nógu vel á eitthvað af þessu kýlir maður bara á það," sagði Teitur. „Þannig að það verður að vera frekar gott til þess að ég fari í eitthvað annað. Maður þvælist bara um og finnur leikmenn," sagði Teitur að lokum. dagur@dv.is I frábærri vinnu Teitur Þórðarson vinnur sem útsendari fyrir norskan umboðsmann og líkar vinnan vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.