Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 19
DV BÆKUR MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 19 Dagbókarbrot Annaðhvort allt eða ekkert Bókin Maður gengur með er dag- bók Darra Johansen sem hann hélt á meðan kærastan hans var ólétt. Til eru ótal frásagnir kvenna af upplif- un þeirra af meðgöngu en upplifun karla á þessum tíma gleymist allt of oft. Eins og Darri segir aftan á bók- inni er þetta þó engin kennslubók - heldur einungis hans eigin upphfun af meðgöngutímanum. Darri lýsir gleði og sorgum hans sjálfs og kær- ustunnar sem virðast jafnlogandi hrædd við að eignast barn og þau eru spennt. Það er margt innilegt og einlægt í frásögn Darra og oft fór ég á flug með honum og fann til sam- kenndar með þessu unga pari. Ég verð þó að segja að ég hefði viljað vita meira um Darra og Ingibjörgu. Þetta er þannig bók; annaðhvort allt eða ekkert. Darri skautar svolítið á yfirborðinu og það er Ijóst að hann lætur ekki allt flakka, sennilega af ótta við að móðga einhvern, kærustuna, vin- ina, fjölskylduna. Það getur þó meira en vel verið að ungir strákar í sömu sporum og Darri finni stuðning af lestri þessarar bókar, í aðstæðum sem eru á köflum ansi dramatískar. Þá er stundum gott að vita til þess að fleiri hafi verið í sömu sporum. Berglind Hasler Skáldsaga Brauðhnífur Abrahams Enn ein Dan Brown/da Vinci-bók- in. Er þetta ekki að verða gott? Hníf- ur Abrahams er ágætis reyfari; hvergi vikið frá uppskriftinni sem stuðst er við, svikarinn á sínum stað og mála- lyktir fyrirsjáanlegar. Allar þessar Bibhu- og trúarbragðavangaveltur geta gert mig gráhærðan. Ævaforn týnd handrit og skroll- ur sem munu kollvarpa samfélagi manna ef þau verða opinber ger. Talnarunur og kóðar sem aðalpers- ónur leysa jafnauðveldlega og um barnakrossgátu Æskunnar væri að ræða. Nei, takk. Höfundur bókarinn- ar tekur frarn í upphafi hennar að öll til í raunveruleikanum og er það í stíl er bókin hvorki betri né verri en aðrar bækur af sama toga og hið sama má segja um hugmyndina. Svona skáldsögur bera, að mínu mati, fyrst og fremst vott um elju höfundar við heimildarvinnu og gagnaleit. Ég reyndar sannreyndi ekki heimildir Óttars, en leyfi mér að gera ráð fyrir að í þeim tilfellum sem hann vitnar í hin ýmsu trúar- og handrit að hann fari ekki með staðlausa stafi. Hm'fur Abrahams er afþreying og að loknum lestri reyndi ég að upplifa það sem hinir ýmsu menningarvitar höfðu að segja um bókina, en án árangurs. í umsögn eins þeirra er sérstaklega tekið til að frásögnin sé „löðrandi í blóði" og ég lét mig hafa það og las bókina aftur, reyndar á hundavaði en ég fann þetta ekki. Að lokum set ég stórt spurningarmerki við það að selja umsagnir annarra um bókina, því tvær síður eru helgaðar mærð um snilldarverkið. Hnífur Abrahams I Iniliir Ahra liams suhkIui' alu*j4 ryllilega unilir nalni scm ri'yfari i anda Da Vinri lykilsins. hllingarlinkur Irá upphali til cnda, t*n jýrirsjáanltjg. Ottar M. NoröOorð Útgofandi Sögiir útgáfa rit sem nefnd eru til sögunnar séu við bækur Dans Brown. í siálfu sér Kolbeinn Þorsteinsson pmsmm Djöfullega góð unglingabók Óskahstínn er bók eftir írska rithöf- undinn Eoin Colfer og nýútkom- in í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Eoin er meðal annars þekktur fyr- ir metsölubækurnar um Artemis ] Fowl. Bækur Eoins eru ævintýra- og vísindaskáldskapur fyrir yngri kyn- slóðina þó að fullorðnum ætti ekki ] að leiðast yfir lestri þeirra. í Óska- listanum er sögð sagan af táningn- um Meg sem lendir á glapstigum í ] lífinu og lendir í því að slasa öldung- inn Lowrie þegar hún ætlar að ræna hann. Hún deyr í ráninu en vegna þess að hún er ekki alslæm mann- I eskja festist hún í göngum milli himins og heljar. Þá er henni gefið tækifæri til að bæta ráð sitt með því að uppfylla nokkrar óskir Lowres gamla, hún fær aukalíf og fer aftur til jarðar. Skrattinn er hins vegar ekki alveg sáttur við þessa niðurstöðu og með hjálp sinna djöfla gerir hann allt sem í hans valdi stendur til að ná henni í víti til sín. Óskalistinn er stórskemmilegt æv- intýraferðalag og hatrömm barátta góðs og ills. Samskipti aðalpersónanna eru trúverðug og skemmtileg og valdabaráttan milli hæstráðenda á himn- um og í helvíti er sprenghlægileg á köflum. Berglind Hasler Óskalistinn Oskalistinn i*r stnrskommtilogt ;i*\ intyralcidalag ogsprc*nghl;i*gi- lcgá kiilliim Eoin Colt'cr Eoin COLFEIC ÖlfSÍÍA Útgufandl .irv Sagnfræði Uppruni kvenna- framboðanna 1 ár er aldarfjórðungur liðinn frá upphafi Kvenna- framboðsins í Reykjavík (sem síðar þróaðist í Kvenna- listann) árið 1982. Ein af frumkvöðlunum var Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur sem nú hefur sent frá sér bók- ina Hlustaðu á þína innri rödd. Hún fjallar um fyrstu fimm árin í lífi Kvennaframboðs og Kvennalista, fram að stórsigri í alþingiskosningunum árið 1987. Stofn ritsins er meistaraprófsritgerð Kristínar í sagnfræði. Hlustaðu á þína innri rödd er smávaxin bók en fal- leg og smekkleg að allri gerð og í henni eru myndir sem styðja efnið vel og lesandinn staðnæmist við. Kápan er þó fulldökk fyrir letrið bæði á forsíðu og baksíðu. Þetta er óvenjulegt sagnfræðirit, að því leyti að höf- undur var þátttakandi í atburðunum og engan veginn hlutlaus. Hefur það vitaskuld bæði kosti og galla í för með sér. Meginkosturinn er sú innsýn sem ritið veitir í upphaf Kvennaframboðs og Kvennalista. Þessi hreyf- ing varð ekki til átakalaust og ekki voru allir stofnend- ur samtaka frá upphafi til enda. Kristín rekur þá sögu vel, af sanngirni og heiðarleika. Verður ritið að teljast ómetanleg heimild um innri mál Kvennaframboðs og Kvennalista á mótunarárum hreyfingarinnar. Miklu skiptir að Kristín er í senn sanngjörn og grein- andi í nálgun sinni. Þó að ýmis átök hafi orðið innan framboðsins lætur hún þátttakendur njóta sannmælis þó að stundum örli fyrir heldur meiri fylgispekt við eig- in afstöðu á hverjum tíma en afstöðu hinna. Ekki verður hjá því komist. Þá hefur Kristín komist yfir mjög áhuga- verð plögg úr Sjálfstæðisflokknum sem sýna þaulhugs- aða herkænsku Valhallarmanna sem stóð talsverð ógn af Kvennaframboðinu vorið 1982. Ekki er því að neita að sjónarhornið er hjá Kvenna- framboðs- og Kvennalistakonum. Minni tilraun er gerð til að setja sig inn í hugarfar t.d. stjórnmálakvenna úr öðrum flokkum sem börðust gegn Kvennaframboði og Kvennalista. Þetta helgast af því að Kristín var sjálf þátttakandi í atburðunum og hefur skýra afstöðu. I sjálfu sér rýrir þetta þó ekki gildi bókarinnar. Hins vegar mætti bókin hafa verið gagnrýnni í mati á árangri og áhrifum hreyfingarinnar. Kristín bend- ir réttilega á mikla íjölgun kvenna á alþingi og í sveit- arstjórnum eftir að hreyfingin kom til. Gaman hefði Hlustaðuáþína innri rödd Kristín Jónsdóttii' \'d hrppniK) hok sum vcilir innsýn i mik- ilvii“j>an |)áti i slj(')i'nmálíisöf>u sfinuslu altl ar ot> cr licsi lc^a skriliK) og skcmmlik‘j>. Útgefand i Sögufélag verið að sjá rækilegri samanburð við nágrannalönd þar sem ekki urðu til kvennaframboð en þróunin varð samt svipuð. Hún bendir raunar líka á að hreyfingin hafi komið á dagskrá málaflokkum sem áður hafi verið hornrekur, en sá þáttur hefur stundum verið vanmet- inn. Einu sinni þótti frasinn „mjúku málin" sjálfsagður, en hann er nú blessunarlega horfinn úr opinberri um- ræðu og einnig þar höfðu kvennaframboðin áhrif. f heildina tekið er Hlustaðu á þína innri rödd vel heppnuð. Hún veitir innsýn í mikilvægan þátt í stjórn- málasögu seinustu aldar og er læsilega skrifuð og skemmtileg, án þess að það sé á kostnað greiningar og íhugunar. Það er ekki vandalaust að taka sjálfan sig til umfjöllunar, eins og Kristín Jónsdóttir hefur gert. Hún kemst vel frá því og útgáfan er Sögufélaginu til sóma. Ármann Jakobsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.