Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Skera niður rekstrarkostnað FL Group hefði þurft að fara í brunaútsölu á sínum eignum ef Baugur hefði ekki komið inn í félagið, sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær. Jón Ásgeir sagði að tekið yrði verulega til í rekstri FL Group og vildi meina að því hefði ver- ið komið í var um stundarsakir. Núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við aðra eins útreið í framtíðinni. Hann sagði að gera þyrfti betur en svo að skera niður rekstrarkostnað FL Group um 50% eins og forstjóri félagsins Jón Sigurðsson hafði látið hafa eftir sér, rekstrarkostn- aður félagsins á síðasta ári nam rúmum 6 milljörðum króna. Sektaðurfyrir lyfjaakstur 43 ára karlmaður var í gær dæmdur til greiðslu 180 þúsund króna sektar fyrir að hafa ekið með leifar af kannabisefnum í blóðinu. Maðurinn var stöðvaður 7. september síðastliðinn fyrir utan veitingahúsið Hafið Bláa í Ölfusi en í blóði hans reyndist vera tetrahýdrókannabínólsýra sem er óvirkt niðurbrotsefni frá kannabis. Meðfíkniefni á ferðinni Maður var handtekinn á Akureyri seinnipart sunnu- dags grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Uppruna- lega stöðvaði lögreglan mann- inn vegna umferðarlagabrots. f kjölfarið kviknaði grunur um að maðurinn væri undir áhrifum lyfja. Þegar leit var gerð á mann- inum kom í ljós að hann var með nokkuð magn af fíkniefn- um meðferðis. Málið var unnið í samstarfi við lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra. Mað- urinn var yfirheyrður af lögreglu og síðan sleppt íausum. Keypti vörur meo stolnu korti Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu brýnir fyrir af- greiðslufólki verslana að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta og bera saman við handhafa. Tilefni þessa er að lögregl- an handtók fyrir helgina mann sem brotist hafði inn í íbúð og stolið þaðan meðal annars greiðslukorti húsráðanda. Kortið notaði viðkomandi síðan til að svíkja út vörur í verslunum. Nýlega komst upp um ungan mann sem keypt hafði vörur í einni verslun í tvígang sama dag fyrir rúmar 300 þúsund krónur. Hann lét útbúa raðgreiðslur í bæði skiptin, sem er sennilega til þess að eiga síður hættu á að fá synjun á kortið. Afgreiðslumenn Pizza Pronto voru sérstaklega óheppnir síðasta föstudag en þá var ráðist inn á staðinn tvisvar sinnum. Smári Hreiðarsson, eigandi veitingastaðarins, segir að upphafs megi leita til stympinga. Einn afgreiðslumaður fékk nokkurs konar piparúða í augun, auk þess sem dólgarnir tóku peninga og unnu skemmdir inni á staðnum. VALUR GRETTISSON blaöamadur skrifar: valur^dv.is „Þetta virðist hafa byrjað á einhverjum stympingum," segir Smári Hreiðarsson, eigandi Pizza Pronto, en unglingagengi réðst tvisvar sama kvöldið inn á staðinn um síðustu helgi. I fyrra skiptið lentu þeir í orðaskaki við marókkóska starfsmenn sem stóðu vaktina. Þá rændu þeir einnig staðinn og komust undan með einhverja peninga. Að sögn Smára var það óveruleg upphæð, í rauninni klink, eins og hann orðar það. Aðeins nokkrum klukkutímum síðar, sama kvöld, réðust piltarnir aftur inn á staðinn. Nú vopnaðir piparúða. Þeir sprautuðu eitrinu í augun á starfsmanni og lömdu annan með kókdós. Málið er í rannsókn. Átök á Pronto Það var á föstudagskvöldið sem drengimir, sem eru á bilinu 16 ára til tvítugs, komu inn á Pizza Pronto- veitingastaðinn við Ingólfstorg. Svo virðist vera sem eitthvert orðaskak hafi átt sér stað á milli starsmann- anna og tveggja pilta. Það rifrildi virðist hafa undið upp á sig með þeim afleiðingum að átök urðu inni á staðnum. I glundroðanum eiga piltamir að hafa tekið klink úr pen- ingakassanum. Síðan hlupu þeir á brott. Atvikið var tilkynnt til lögreglu og fékk hún greinargóða lýsingu á mönnunum tveimur. Nokkm síðar hafði lögreglan hendur í hári þeirra. Þeim var svo sleppt að yfirheyrslu lokinni. Sneru aftur Það var svo rétt fýrir miðnætti sem einn sjónarvottur sem hafði samband við DV átti leið hjá staðnum. Þegar hann kom fýrir homið hjá Ingólfsstræti mættu honum 6-8 menn með hettur á höfðinu. „Mér sýndust þetta vera svona sex til átta strákar. Mér fannst eins og þetta væm hnakkar og er ekki frá því að þeir hafi verið svolítið neyslulegir," sagði sjónarvotturinn sem er á þrítugsaldri. Meisuðu Marókkóbúa Aðkomanvirðisthafaveriðnokkuð lj ót. Einn starfsmannanna virðist hafa fengið einhvers konar úða í augun en sj álfúr segir Smári að þetta virðist ekki hafa verið piparúði. Engir peningar vom teknir í þetta skiptið - enda nýbúið að ræna staðinn. Piltamir virðast hafa gengið berserksgang inni á staðnum, stóli var hent í rúðuna en hún brotnaði ekki. Þá var allt á rúi og stúi inni á staðnum. Lögreglan var þá aftur kölluð á svæðið og tók hún skýrslur af starfsmönnum og vitnum að atburðinum sem virðast hafa verið nokkur. Einn starfsmaðurinn var laminn með kókdós í andlitið og hlaut minniháttar skurð við eyra, að sögn Smára. Heldur strikinu „Við höldum okkar striki," segir Smári en hann hefur reldð Pizza Pronto-staðinn núna í fjögur ár í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir oft koma til stympinga í miðbæ Reykjavflair eins og gengur og gerist. Honum sé svo sem ekki bmgðið vegna málsins, hann er bara sáttur við að ekki fórverr. Starfsmönnunum tveimur var aftur móti bmgðið en þeir fengu aðhlynningu læknis eftir atburðinn. Þeir em hins vegar snúnir aftur til starfa og láta atvikið ekki á sig fá. „Maður sofnar alveg í kvöld. Ég held að það sé svo sem engin ástæða til þess að óttast þetta, hingað til höfúm við alveg verið laus við þetta," segir Smári og bendir á að Reykjavík sé bara orðin stórborg. Þá megi búast við öðm eins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Yfirlögregluþjónn- inn Friðrik Smári Björgvinsson segir málið á frumstigi í rannsókn. Þá gmnar aftur á móti hverjir eigi hlut að máli. Hann segir það þó óljóst hversu mikið fé var tekið í fyrstu adögunni. RÆNDU SAMA 'CA Cff CfCCCf 3Cf CffiCff* IVltZI fCfffv f2>C eins og þetta væru hnakkar og er ekki frá því að þeir hafi ver- ið svolítið neyslulegir." PITSUSTAÐ TVISVAR Nýliðun í fiskveiðum ógjörningur vegna hás kvótaverðs: 30 ár að borga kvóta „Ef ég væri afar hugaður mað- ur og færi í gallann til veiða þá lít- ur þannig út að ég þyrfti að veiða hvert kíló í þrjá áratugi til þess eins að borga upp kaupverðið. Það tekur óratíma að vinna kvótakaupin upp, sérstaklega í sambandi við þorsk- inn. Ýsan er skárri en það er degin- um ljósara að vonlaust er fýrir byrj- endur að kaupa kvóta," segir Eggert Jóhannesson, kvótamiðlari hjá Bát- um og kvóta. Kílóverð af þorskkvóta er nærri 4.000 krónur á hvert kíló. Síðast- liðið vor kostaði kílóið 3.000 krón- ur og þótti mörgum nóg um. Síðan þá hefur verðið hækkað nokkuð og ógjörningur er fyrir nýliða að kom- ast inn á markaðinn. Sé litið framhjá lántökukostnaði, vöxtum og rekstr- arkostnaði tekur það venjulegan kvótakaupanda 3 áratugi að vinna fyrir kaupunum. Það þýðir að við- komandi þyrfti að selja hvert kíló í 30 ár til þess að ná inn fyrir kaup- verði hvers kílós. Eggert staðfestir að kílóverð af þorskkvóta sé í kringum 4.000 krón- ur um þessar mundir. Kílóverðið hefur hæst farið í 4.200 krónur und- anfarið og nú er því afar hentugt að selja kvóta. „Bankarnir hafa verið mjög rólegir í að lána fyrir kvóta. Það er bara ekki lengur hægt að byrja í þessum bransa. Það var erf- itt í vor en ómögulegt í dag. Leigan á kvótanum er ekkert skárri. Leigan er erfið og kvótinn ómögulegur. Útlitið er ansi svart fýrir þá sem vilja byrja, það er eiginlega alveg vonlaust," segir Eggert. „Reikni bara hver fyrir sig. Síð- an er hægt að horfa líka á þetta frá hinni hliðinni. Áður fékkst afar lít- Ógjörningur Hátt kilóverð fyrir þorskkvóta hamlar nýliðun I atvinnugreininni þar sem aðeins voldug útgerðarfyrirtaeki geta keypt kvóta (dag. ið fyrir kvótann eða eiginlega brot Ef menn á annað borð vilja selja er af því sem nú fæst. Kílóverðið hefur tíminn núna. Verðtindinum hefur þrefaldast á síðustu þremur árum. verið náð í bili að mínu matí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.