Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Lágmarkslaun nýrra kjarasamninga ná ekki upp í lágmarksframfærslu heimila og eru langt frá meðal-
neyslu heimilanna samkvæmt könnun Hagstofu íslands. Verkalýðsforkólfar gleðjast yfir þvi að laun þeirra
lægstlaunuðu hafi hækkað við samningana og segja það skref i rétta átt. Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður vinstri grænna, segir það íslensku samfélagi áhyggjuefni hversu margt fólk býr við kröpp kjör.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaöur skrifar: traustk»dv,is
„Maður gerir ekkert stórfenglegt á
þessum lágmarkslaunum. Miðað
við það þjóðfélag sem við lifum í get
ég ekki hrópað húrra yfir þessu. Ef
ég á að segja alveg eins og er þætti
mér ansi erfitt að komast af á þess-
um launum og þyrfti að herða vel
sultarólina," segir Ásta S. Helgadótt-
ir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna.
Gengið hefur verið frá kjara-
samningum aðila vinnumarkaðar-
ins. Meginmarkmið verkalýðshreyf-
inga í kjarasamningaviðræðunum
var að ná fram sem mestum ávinn-
ingi fyrir þá lægstlaunuðu í samfé-
laginu og verkalýðsforkólfar hafa
lýst yfir ánægju sinni með að því
markmiði hafi verið náð. Lág-
markslaun fýrir dagvinnu hjá þeim
lægsdaunuðu hækka um 18.000 á
mánuði eða 14,8 prósent á árinu.
Samkvæmt nýjum kjarasamningi
fær starfsmaður í ræstingum því
139.317 krónur í dagvinnulaun á
mánuði. Það er töluvert undir þeirri
lágmarksframfærslu heimilis sem
DV reiknar að til þurfi. Sé horft til
neyslukönnunar Hagstofu fslands
vantar heilar 70 þúsund krónur til
að ná upp í meðalneyslu einstakl-
ings á mánuði.
Ekkert fagnaðarefni
Ásgerður J. Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar fslands, skil-
ur hreinlega eÚd yfir hverju samn-
ingsaðilar eru að gleðjast. Hún
segir ijóst að ekki nokkur einstakl-
ingur geti lifað af lágmarkslaunum
kjarasamninga. „Ég álít lágmarks-
framfærslukostnað einstaklings
vera 170 þúsund krónur á mán-
uði og viðkomandi einstakling-
ur skrimtir varla fyrir þá upphæð.
Mér finnst algjörlega óboðlegt að
fólki séu boðin laun sem eru undir
lágmarksffamfærslunni. Þessi lág-
markslaun kjarasamninga eru ein-
faldlega allt of lág og tel ég fæsta
treysta sér til þess að lifa á svona
launum. Þau verður að færa upp að
lágmarkinu til að skrimta því minna
má það ekki vera. Mér heyrist menn
fagna samningunum ákaflega, mér
finnst þetta bara ekkert fagnaðar-
efiii," segir Ásgerður.
Jákvætt skref
Guðmundur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ISS fsland, sem
meðal annars býður út ræstinga-
þjónstu, segir sína starfsmenn, sem
sinna ræstingum, flesta vinna sam-
kvæmt töxtum. Aðspurður treystir
hann sér hins vegar ekki til að iifa af
grunnlaunum starfsmanna í ræst-
ingum. „Auðvitað er þetta mjög já-
kvætt skref og kemur sér vel fýr-
ir mitt fólk. Það vinnur eiginlega
allt samkvæmt töxtum og því hef-
ur hækkunin mikil áhrif fyrir starfs-
greinina. Ég á von á ánægjubylgju
hjá okkar ræstingafólki því hækk-
unin ættí að koma beint fram hjá
því," segir Guðmundur.
„Það er mjög algengt að ræst-
ing sé notuð til að bæta kjörin með-
fram annarri vinnu. Hins vegar hef-
ur færst í aukana að ræstingar séu
unnar á dagvinnutíma og þá á al-
mennum töxtum. Þetta er kærkom-
in kjarabót ofan á mjög lág laun,
það er ekki spurning. Þetta er erf-
ið nákvæmnisvinna og auðvitað
mættu launin vera hærri. Hver og
einn verður að gera upp við sjálfan
sig hvort grunntaxtinn sé nægjan-
legur til framfærslu en þetta er ekki
nægjanlegt fyrir mig."
Skorið við nögl
í flestum nágrannalöndum okk-
ar, til að mynda Norðurlöndunum,
Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa
verið tekin upp opinber neyslu-
viðmið sem sýna áætíaðan fram-
færslukostnað heimilanna. Litið er
á slík neysluviðmið sem nauðsyn-
legt tæki við gerð kjarasamninga
þannig að launataxtar þeirra lægst-
launuðu séu miðaðir við lágmarks
ffamfæslukostnað.
Ásta gagnrýnir að ekki hafi ver-
ið tekin upp neysluviðmið hér á
landi. Hún vonast til þess að slík
viðmið verði tekin upp fyrr en síðar.
„Að okkar mati teljum við nauðsyn-
legt að taka upp neysluviðmið. Það
myndi ekki aðeins aðstoða okkar
vinnu við fjármálaráðgjöf heldur
hjálpa þjóðfélaginu öllu. Slík við-
mið sýna einfaldlega fram á hvað
það kostar að lifa mannsæmandi lífi
á fslandi og að vissu leyti virka slík
viðmið sem sáttmáli þjóðarinnar
um hvað við teljum oklörr þurfa að
lágmarki," segir Ásta.
„Það þarf að gera betur í lág-
markslaunum til að fólk getí lifað
mannsæmandi lífi. Sjálf hef ég ekki
skilið hvers vegna viðmið hafa ekki
verið sett hér á landi en það er voða
erfitt að segja til um hver ástæðan er.
Ég hef trú á því að verði opinbert við-
mið tekið í notkun komi raunveru-
leikinn ffekar í ljós og það geti verið
ómetanlegt tæki við gerð kjarasamn-
inga."
Ósanngjörn umræða
Kristján Gunnarsson, formað-
ur Starfsgreinasambandsins, er
ánægður með árangurinn sem náð-
ist á hækkun lágmarkslauna í nýaf-
stöðnum kjarasamningaviðræðum.
Hann segir hins vegar ósanngjarnt
að miða umræðuna eilíflega við
lágmarkstaxta því raunveruleikinn
sé annar. „Að meðaltali er ég bara
kátur og út af fýrir sig er um sigur
að ræða. Við náðum að fara nærri
markmiðssetningu okkar í upphafi
og náðum að hækka laun hinna
lægstíaunuðu umfram hinna. Ég
ber mikla virðingu fyrir því að for-
kólfar ýmissa félaga sættust á að
fara þá leið og fá sjálfir minna fyrir
sinn snúð," segir Kristján.
„Taxtakerfið er eitt en veruleik-
inn er annar. Ég hef ekki orðið var
við marga á mínu svæði sem eru
eingöngu á berum taxtalaunum
og því erum við fyrst og fremst að
búa til öryggisnet. Auðvitað hef ég
áhyggjur af þeim fáu sem eru á ber-
strípuðum launum því af þeim er
ekki hægt að lifa. Þegar allt er tek-
ið saman er um augljóst verðmæti
að ræða. Að mínu mati er bara ekki
sanngjarnt að tala alltaf um beran
taxtann því raunveruleikinn er ann-
ar. Sem betur fer eru launin í flest-
um tilfellum hærri og að sjálfsögðu
viljum við færa öryggisnetið nær
greiddum launum."
Erfið barátta
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
segir ljóst að menn séu í raun aldrei
ánægðir við undirskrift samninga.
Hann fagnar engu að síður árangrin-
um. „Já, já, ég er alveg sáttur. Auðvit-
að er maður aldrei fyllilega ánægður
því svona samningar eru í raun allt-
af málamiðlun. Þetta er skref í áttina
en ekki fyllilega það sem við vildum.
Það þýðir hins vegar ekkert að agnú-
ast út í verkalýðshreyfinguna því við
erum ekkert að semja við sjálfa okk-
ur," segir Guðmundur.
„Við reynum alltaf eins og hægt
er að ná launum upp. Þessar nýju
hækkanir eru töluvert skref fram á
við og ég fagna þessum áfanga mið-
að við aðstæður."
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir eðli
málsins samkvæmt erfitt að gagn-
rýna samninga sem búið er að skrifa
undir. „Gagnvart þeim tekjulægstu
eru samningarnir mjög jákvæðir. Við
erum að taka gott skref fr tun á við en
þetta eru engin svakalaun nema síð-
ur sé. f næstu samningum þurfum
við að gera enn betur fyrir þá lægst-
launuðu. Menn þurfa að vinna baki
brotnu á þessum launum til að fram-
fleyta sér. Það eru engin ný sann-
indi," segir Vilhjálmur.
„Að mínu mati er mjög erfitt að
láta enda ná saman fyrir laun und-
ir 200 þúsundum. Það vita flestir á
eigin skinni. Við hefðum viljað ná