Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 15
PV Sport ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 15 ^^ _1 11 í röð hjá Manchester Svavar hlustar á Metallica I ÍR GERÐI SÉR LÍTIÐ FYRIR OG VANN ÍSLANDSMEISTARA KR 87-83 í ICELAND EXPRESS DEILD KARLA. BLS 16. Harry Redknapp seldi Hermanni Hreiðarssyni húsið sitt. Harry Redknapp seldi Hermanni Hreiðarssyni eitt af húsum sinum. Harry græddi á Hermanni I larry Redknapp, sem fékk Her- mann Hreiðarsson til Portsmouth frá Charlton, seldi honum húsið sitt og græddi 450 þúsund pund, rúmlega 50 milljónir láóna. Þetta kemur fram í The Mirror í gær. Harry og kona hans, Sandra, keyptu lúxushús við sjóinn í Portsmouth á 2,4 milljónir punda, rúmlega 313 milljónir króna, árið 2006 en inni í því eru meðal annars bíósalur og sundlaug. Þegar svo Her- mann var að leita sér að húsi fyrir sig og sína fjölskyldu í Portsmouth benti Harry honum á húsið og Hermann keypti það á 2,85 milljónir punda, rúmlega 372 milljónir króna. Robert Dunford fasteignasali sagði að græða 19% á 10 mánuðum væri einungis góður bisness. „Fasteignaverð hefur hækkað hér í Portsmouth en ekki um 20%. Það lítur út fyrir að Harry hafi einfaldlega gert góða hluti." Hermann á heima í Branksome Park í Dorset sem er að verða paradís fyrir leikmenn Ports- mouth því fyrir utan Hermann búa Pedro Mendes, Silvan Distin og Sulley Muntari allir í hverfinu. Harry á einnig hús þar, villu sem metin er á yfir milljarð króna. Hermann, sem er 33 ara, býr í Portsmouth ásamt konu sinni Rögnu Lóu Stefáns- dóttur og tveimur börnum þeirra. Ragna á fyrir tvö börn úrfyrrasambandi. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.