Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Qupperneq 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 17 Liverpool, með alla sína Evrópusögu, mætir Inter Milan, með enga Evrópusögu, í Meist- aradeild Evrópu í kvöld. Liverpool tapaði um helgina fyrir Barnsley í enska bikarnum og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir. Á meðan gengur Inter allt í haginn í ítölsku deild- inni og á titilinn næsta vísan. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamadur skrifar: Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld með fjórum leikjum. Liverpool tekur þá á móti Inter Milan í forvitni- legasta slag kvöldsins. Fá, ef einhver, lið eru undir jafnmikilli pressu til að standa sig eins og Liverpool og nú þegar febrúar fer brátt að renna sitt skeið virðist Meistaradeildin vera eina keppnin sem Liverpool á mögu- leika á að vinna tida. Liverpool hefur ekki staðið sig vel undanfarið í deild og bikar og aðeins átta stig í síðustu níu leikjum hafa verið langt, langt undir væntingum liðsins. Tap liðsins gegn Barnsley var síðan kornið sem íyllti mælinn og stuðningsmenn liðsins hafa farið hamförum síðustu daga í reiði sinni gegn liðinu. Einu góðu fféttírnar eru að Fernando Torres verður að öllum líkindum með gegn Inter. Sjálfstraust liðsins er lítíð sem ekkert. Stöðugleikinn er enginn og stjórinn, Rafa Benitez, virðist ekki enn hafa fundið réttu blönduna sem stuðningsmenn kalla sterkasta liðið. Mörkin koma ekki á færibandi, liðið klúðraði mikið fyrir framan markið á laugardaginn og ef Liverpool ætlar að bjarga tímabilinu þurfa leikmenn að stíga upp. Gegn Inter þýðir ekki að mæta með hangandi haus því þá verða þeir étnir í morgunmat af ítöl- unum. Benitez hefúr þó sýnt að hann kann að stýra Liverpool í Meistara- deildinni. Tveir úrslitaleikir á þrem- ur árum er ótrúlegt afrek og lið eins og Juventus, AC Milan, Barcelona og Chelsea hafa tvisvar fallið út fyrir Liverpool. Að liðið hafi dottið út fyr- ir Benfica 2006 á þessu stígi gleymist iðulega enda árangur Benitez stór- brotínn. Stjórinn verður að endur- nýja neistann sem hefur einkennt liðið í Meistaradeildinni þar sem ris- amir hafa fallið út gegn Liverpool. Allt annað og Liverpool hefur mis- tekist. Inter er ekki lítíð lið þótt ekki eigi það jafnmarga Evrópubikara og Liverpool. Liðið er langefst í ítölsku deildinni með ellefu stíga forystu á Roma og segja má að Inter einoki ítölsku deildina. Þeir hafa skorað mest, 48 mörk, og fengið á sig fæst, 13. En Inter er eins og Spánverjar á alþjóðlegan mælikvarða. Þeir hafa aldrei getað neitt í Evrópukeppni. Síðan 1972 hefur liðið ekki komist í úrslitaleik í Evrópukeppni þrátt fyr- ir að hafa oftar en ekld verið með sterkan mannskap. Grannar þeirra í AC Milan hafa hins vegar stráð saltí í sárin með íjölmörgum títlum í Evr- ópu. Síðasta tímabil féll Inter út fyrir Valencia í átta liða úrslitum á meðan AC Milan vann Liverpool og hamp- aði Meistaradeildarbikarnum. Inter er kóngar Italíu þessa stund- ina en hefur það það sem til þarf til að fara alla leið? Stórt er spurt. Enginn Shevchenko Andriy Shevchenko, leikmað- ur Chelsea, var skilinn eftir í Lond- on vegna bakmeiðslanna sem hafa hrjáð hann undanfarið. Shevchenko kom inn á sem varamaður um helg- ina gegn Huddersfield. Didier Drog- ba lék ekki með í bikarnum en hann er í hópnum gegn Olimpiakos sem og Michael Ballack. Mikið hefur snjó- að í Grikklandi að undanförnu og þurfti Chelsea að svífa um í tvo tíma áður en liðið gat lent í Aþenu seint á sunnudag. Veðrið á þó að skána fyrir leikinn í kvöld. Þriðjileikurinn erviðureignRoma og Real Madrid á Ítalíu og sá síðasti en alls ekki sá sísti er slagur Schalke og Porto. MEISTARADEILD EVRÓPU 2007-08 Leikir 19. febrúar Schalke04 S2J2T2 j 5-4 1 sigur 2007-08 Markatala Leikir liöanna 1 jafntefli Liverpool S3J1 T2 18-5 - 1 sigur AS Roma Real Madrid S3J2T1 2007-08 S3J2T1 11-6 Markatala 13-9 Leikir liðanna 1 sigur 1 jafntefii 4 sigrar Þjóðernishyggjan Lönd sem hafa átt flest lið í 16 liða úrslitum England Spánn 4 (2007-08) 3 Italía 3 Þýskaland 1 9 m Frakkland 1 ~~iTi 1 5 Portúgal 1 sJS Z23T Holland 0 v Skotland 1 Skotglöðustu liðin Lið Skot á mark Skot Chelsea 40 105 ManchesterUtd 41 105 Real Madrid 39 104 Sevilla 33 104 Liverpool 45 102 Barcelona 47 99 Fenerbahije 37 98]| Milan 38 96 Schalke 04 32~~ ~95l| Leikir miðvikudagsins Arsenal |S4J1T1 ’ 14-4 Celtic S3J0T3 _5t6 AC Milan 2007-08 S4J1T1 Markatala 12-5 Leikir liðanna 1 jafntefli 1 sigur Barcelona 2007-08 S4J2T0 Markatala 12-3 Leikir liðanna 1 jafntefli 2 sigrar Zlatan Ibrahimovic er einn besti framherji heimsins í dag. Leikvika Internazionale 2007-08 S5 J0T1 Markatala _______12-4 Leikir liðanna 1 jafntefli 1 sigur Olympiakos Chelsea S3J2T1 2007-08 S3J3T0 11-7 Markatala 9-2 Leikirliðanna eitt jafntefli Verðmætustu leikmennirnir (Leikmenn sem enn eru með) Mörk-stoðsendingar Samtals Robinho Real Madrid 4-3 7 van Nistelrooy Real Madrid 4-3 7 , Ronaldo Manchester Utd 5-1 w Gerrard Liverpool 4-2 6 f Kanoute Sevilla 4-2 „ a 6 ^ ro Pirlo AC Milan 2-4 6 1 \ Markahæstu menn C c fO E Ibrahimovic Internazionale 5 | Ronaldo Manchester Utd 5 ! I Drogba Chelsea Fabiano Sevilla 4 Gerrard Liverpool 4 Inzaghi AC Milan 4 Kanoute Sevilla 4 Messi Barcelona 4 van Nistelrooy Real Madrid 4 \Robinho Real Madrid 4 Fenerbahije S3J2T1 2007-08 8-6 Markatala Leikir liöanna 1jafntefli Manchester Utd 2007-08 S5J1T0 Markatala 13-4 Leikir liöanna 1 jafntefli 1 sigur Redknapp hlær að sögum um James Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hlær að þeim sögusögnum að David James sé á leið til Tottenham í sumar. „Ég sá eitthvað um þetta í blöðunum að hann væri að fara frá okkur. Ég veit ekki hver nennirað búa svona til. Hann var að skrifa undirsamning við okkur og hann á eftir að vera hér lengi." Hinn 37 ára James hefur verið frábær að undanförnu og spilar eitt sitt besta tímabil. Fabio Capello, landslíðsþjálf- ari Englands, hefur einnig viðurkennt getu James með þv( að hafa hann í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Styttist í Bojinov Búlgarski landsliðsmaðurinn Valeri Bojinov hjá Manchester City er við það að ná fýrri styrk. Hann hefur verið frá keppni síðan í ágúst þegar hann meiddist illa á hné í sínum fyrsta leik I byrjunarliði gegn Manchester United. Óttast var að hann yrði frá út tímabilið en hann sneri aftur í varaliðið á mánudaginn í síðustu viku og skoraði mark fyrir liðið gegn Newcastle. Hann eránægð- ur með hraðan bata og þakkar læknum liðsins hann.„Ég er mjög ánægður því eftir fimm mánuði frá keppni frá því að ég lenti í meiðslunum, fórfyrsti leikurinn minn vel. Ég skoraði mitt fyrsta mark fyrir Manchester City líka, sem var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég spilaði bara f 30 mfnútur, en ég vona að ég spili kannski 45 mínútur f næsta og svo heilar 90 mínútur eftir það. Sjúkra- þjálfararnir hafa látið mig leggja hart að mér undanfarna mánuði, en ég þakka þeim fyrir að hjálpa mér svona mikið þvf ég veit hversu mikilvægt það var að koma mér í nægilega gott form. Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin mfn, en ég vissi um leiö og það gerðist að ég gæti Ifka snúið aftur sem betri leikmaður." TakkTakk Frank Lampard skoraði sitt 100. markfyrirChelsea um helgina íenska bikarnum gegn Huddersfield. Eftir leikinn fór hann úrtreyjunni og undir henni var hann í bol þar sem á stóð „100,They are all foryou. Thanks," eða „100, þau eru öll fyrirykkur. Takk". Lampard skoraði sitt 99. mark í desember og hefur því væntanlega verið í bolnum í langan tíma. Uppi hafa verið hugmyndir um hverjum Lampard hafi verið að þakka. Varnarmönnum sem hafa skorað meirihlutann af mörkunum hans, Joey Barton fyrir að hóta því í bókinni sinni að henda Lampard út úr enska landsliðinu eða bara stuðningsmönnum Chelsea. Haman ætlar með City í Evrópukeppnina Á meðan lið í kringum Manchester City einbeita sér að Meistaradeildinni, UEFA-bikarnum eða FAbikarnum einbeitir City sér aðeins að deildinni. Liðið er í sjöunda sæti, þremur stigum á eftir Everton sem situr í fjórða sæti. Undir stjórn Svens-Göran hefur City verið frábært, miðað við fyrri tímabil og Haman er viss um að liðið fari alla leið f Meistaradeildina.„Við spiluðum marga leiki í kringum jólin. Síðan hefur hægst á prógramminu og við ættum að vera ferskir síðustu 12 leikina. Við verðum að lenda í sæti sem gefur okkur Evrópusæti á næsta tfmabili."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.