Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008
Fréttír DV
FRÉTTIR
Ingibjörg ræddi
umbæturSÞ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra hafði fram-
sögu um umbætur í skipulagi og
störfum Sameinuðu þjóðanna
og um öryggisráðið á árvissum
samráðsfúndi afrískra og nor-
rænna ráðherra sem lauk í Ga-
borone í Botsvana í gær.
Þar var rætt um loftlagsmál,
öryggi og frið í Afríku og tengsl
lýðræðis og alþjóðlegrarþróun-
arsamvinnu. Anna Lindh, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, var ffumkvöðull að þessu
samstarfi allra norrænna ríkja
og þeirra 10 Afríkjuríkja sem þá
töldust hafa náð
lengst í upp-
byggingu
lýðræðis og
stjórnfestu.
fsland legg-
ur áherslu á
að framhald
verði á þessu
pólitíska sam-
ráði og styður
það ein-
dregið.
Viðskiptahalli
200 milljarðar
Viðskiptahalli síðasta árs
var um 200 milljarðar króna
samkvæmt bráðabirgðanið-
urstöðum Seðlabankans. Það
er um 96 milljörðum króna
minni halli en árið 2006 og
kemur fram að batinn skýr-
ist að stórum hluta af minni
vöruskiptahalla.
Viðskiptahallivar91 millj-
arður króna á síðasta fjórð-
ungi ársins en hann var 29
milljarðar á þeim þriðja.
Sorp og steypa
Umhverfisstofnun hefur tekið
ákvörðun um útgáfu starfsleyf-
is fyrir urðunarstað Sorpstöðv-
ar Fjarðabyggðar í Þernunesi
samkvæmt vef stofnunarinnar. f
leyfinu kemur ffarn að sorpstöð-
inni er þar með heimilt að urða
4.000 tonn af úrgangi á ári og á
tveimur stöðum. Þeir eru í Mýr-
dal annars vegar og hins vegar
í Auratúni. Þá veitti Umhverf-
isstofnun einnig Hlaðbæ Colas
hf. áframhaldandi starfsleyfi en
fyrirtækið er við Gullhellu 1 í
Hafnarfirði.
Aðgát
á vegum
Vegagerðin varar við
framkvæmdum á Hringvegi
1 í Borgarnesi. Þar er umferð
beint um hjáleið og vegfar-
endur beðnir að sýna aðgát.
Þá eru ennyfirstandandi
framkvæmdir við tvöföld-
un Reykjanesbrautar. Sér-
stakrar varúðar þarf að gæta
við ffamhjáhlaup við Voga,
Grindavíkurveg og Njarðvík.
í ljósi aðstæðna og breyti-
legs veðurs eru vegfarendur
beðnir að tryggja að þeir virði
hraðatakmarkanir á þessum
leiðum.
Fíkniefnaheimurinn er orðinn firrtari en áður. Eldri systkini i neyslu útvega þeim yngri
fíkniefni til að selja i skólanum. Táningar selja dóp og vitað er um börn niður í ellefu ára
aldur sem fikta við neyslu. Erfitt er að vinna með þeim yngstu.
KRAKKARNIRSELJA
HVER ÖÐRUM DÓP
ERLA HLYNSDÓTTIR
blcidcimadur skrifar: erlam'dv.is
„Oft eru það eldri systkini sem eru
að selja ffkniefni og síðan fara krakk-
arnir með þau í skólann," segir Guð-
mundur lýr Þórisson, betur þekkt-
ur sem Mummi í Götusmiðjunni.
„Þessi gamla mýta um BMW-inn og
illa dópsalann er einmitt bara það,
mýta. Það eru krakkarnir sjálfir sem
selja hver öðrum," segir hann.
DV sagði frá því í gær að 15 ára
fíkniefnasali væri vistaður á með-
ferðarheimilinu Stuðlum. Lögregl-
an hefur staðfestan grun um að
hann hafi selt skólafélögum sínum
í Víkurskóla í Grafarvogi fíkniefni.
Sá piltur er talinn afburðagreindur
og vaknaði grunur um eiturlyfjasölu
eftir að hundruð þúsunda króna
fundust á honum.
Mummi þekkir dæmi þess að
börn allt niður í 13 ára selji fíkni-
efni á skólalóðum. Hann hefur ekki
tilfinningu fyrir því að aldurinn hafi
færst neðar á síðustu árum heldur
hafi fjölgað í þessum yngsta hópi
fíkniefnasala. „Hluti grunnskóla-
krakka notar vímuefni. Það er göm-
ul staðreynd. Heimurinn er hins
vegar orðinn miklu firrtari og ég er
hræddur við það."
Því yngri, því erfiðari
Sveinn Allan Morthens, for-
stöðumaður meðferðarheimilis-
ins að Háholti í Skagafirði,
álítur ekki að al-
Stjórnvöld áhugalaus Mummi í Götusmiðjunni er hræddur við hversu firrtur
heimurinn er orðinn. Hann þekkir dæmi þess að 13 ára börn selji fíkniefni á skólalóöum.
menn neysla ungmenna sé að auk-
ast. „Hins vegar er sá hópur sem á
í erfiðleikum í mun meiri neyslu
en áður og neyslan miklu hættu-
legri. Þau börn sem missa stjórnina
á annað borð missa hana mjög fljótt
og því fylgir oft ofbeldi og önnur af-
brot," segir hann. Á Háholti eru um
fimm ungmenni að jafnaði sem eiga
við fjölbreytilega erfiðleika að etja,
þar á meðal fíkniefnavanda. „Þetta
eru krakkar sem hafa brotið allar
brýr að baki sér og reynt flest önnur
meðferðarúrræði."
Sveinn Allan veit um allt niður
í ellefu ára börn sem byrjuð eru að
fikta við fíkniefni. „Því yngri sem
þau eru, því erfiðara er að fá þau til
samstarfs. Bæði hafa þau ekki
þroska
þeirra eldri og skynja ekki alvarleika
málsins. Oft er erfiðara að vinna
með 14 ára unglingi en 17 ára ein-
mitt vegna þessa," segir hann.
Mikið hefur verið rætt um það að
undanförnu að færa þjónustu við
ungmenni í erfiðleikum meira inn
á heimilin. Sveinn Allan hefur mikla
trú á þeirri leið en segir þó að eftir
sem áður verði alltaf þörf fyrir lok-
aðarstofn- anir sem neyðarúr-
ræði.
„Því yngri sem þau eru,
því erfiðara er að fá
þau til samstarfs"
Tólf ára í læknadópi
Mummi rifjar upp að nýverið var
16 ára drengur, Stefán Blackburn,
dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir
fíknieftia- og ofbeldisbrot. Fangels-
isvist er engin lausn á vanda þess-
ara ungmenna að mati Mumma. „Ég
held að kerfið þurfi að hrista af sér
slenið. Það er alltaf verið að horfa
í peningana. Ég held að stjórnvöld
ættu að skoða hvað einstaklingar
sem snemma feta glapstigu kosta
samfélagið," segir hann og nefnir
í því sambandi kostnað við fanga-
vist, sjúkrakostnað, greiðslur til lög-
manna og löggæslu. Frekar ætti að
grípa fyrr inn í, efla forvarnir og reka
öflugt meðferðarstarf. „Stjórnvöld
hafa engan áhuga á þessum mála-
flokki. Ef þessu fólki er svona annt
um peningana ætti að hugsa betur
um hvernig þeim er varið."
Fyrir nokkrum viknm greindi DV
frá tólf ára síbrotamánni sem réðst á
lögreglumann með nnífi og stal síð-
ar bíl. Sá drengur var kominn djúpt
á kaf í fíkniefnaneyslu auk þess að
neyta svokallaðs læknadóps og var
um tíma á vergangi á götum Reykja-
víkur.
Nemendur á innflytjendabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti stóðu fyrir þjóðakynningu:
Nemarfrá sautján löndum
„Nemendumir sýndu sig og sönn-
uðu því þetta var mjög skemmtileg
uppákoma. Það var leikin tónlist frá
uppmnalöndum þeirra og þjóðbún-
ingar sýndir," segir Gunnar M. Gunn-
arsson, fagstjóri fjölmiðlagreina við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Nem-
endur á innflytjendabraut í skólan-
um stóðu í gær fyrir þjóðakynningu
þar sem þeir kynntu meðal annars
menningu, siði og matarhefðir upp-
mnalanda sinna.
Innflytjendabrautin er nýjung og
var fyrst boðið upp á hana síðasta
haust. Markmiðið með henni er að
styðja betur þá nemendur af erlend-
um uppruna sem vilja leggja fram-
haldsskólanám fyrir sig. Þar eru nú
einstaklingar frá sautján löndum,
þeirra á meðal Taílandi, Malasíu, Fil-
ippseyjum, Nepal og Pakistan. Þeir fá
hvort tveggja kennslu í áföngum sem
em sérstaklega sniðnir að brautinni
og eins áföngum sem allir nemendur
skólans taka. Nemendur við braut-
ina fá margvíslegan stuðning, svo
sem íslenskukennslu, fræðslu um
íslenskt samfélag og stuðning við að
aðlagast íslensku samfélagi. Gunn-
ar segir reynsluna mjög góða. „Þetta
hefur gengið afskaplega vel og fram-
ar vonum." Hann telur að ekki verði
staðar numið hér. „Við lítum þannig
á að þetta sé upphafið að einhverju
meira." Hingað til hafa hlutfallslega
færri innflytjendur en innfædd-
ir hafið nám í framhaldsskólum og
brottfall þeirra úr námi verið meira.
Innflytjendabrautin f Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti er tilraun til að
bæta úr þessu með auknum stuðn-
ingi við nemendurna. brynjolfur@dv.is