Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Noröurland OV Um- hverfis- vandi 4. ♦ Þingmenn segja iðu- lega að skemmtilegasti hlutinn af starfinu sé að heimsækja kjördæmin. Það er örugglega satt. Og stundum segja þingmenn að sú vinna sé tímafrek og erfið. Það er kannski satt. Iöllu falli eru ennþá byggð- ir á Norðurlandi sem eru til þess að gera afskekkt- ar eða í það minnsta ekki í alfaraleið. Það þarf með- vitaða ákvörðun til þess að leggja leið sina til Siglufjarð- ar eða Ólafsfjarðar, Hofsóss eða Skagastrandar. Svona mætti áfram telja. En kannksi verður meira úr skipulagðri heimsókn til Ólafsfjarðar en átta mínútna langri heimsókn á bensínstöð á Blönduósi. Þó er vel þess virði að slappa af á Blönduósi. Iöllum landshlutum er nú að finna þjóðgarða. Eða friðlönd hið minnsta. Á Norðurlandi er nú þeg- ar þjóðgarðurinn í Jökul- sárgljúfrum, auk þess sem hluti afVatnajökulsþjóðgarði mun óhjákvæmilega tilheyra Norðurlandinu. í samræð- um við fólkið sem býr næst þessum þjóðgöðum og hef- ur hvað mestra hagsmuna að gæta þegar land er tekið undir þjóðgarð má auðveld- lega greina bæði efasemdir og áhyggjutón. Um langt árabil hefur vegurinn að Detti- fossi og Jökulsárgljúfr- um verið óbreyttur, örmjór malarvegur. Mývetningar og fleiri hafa barist fyrir því að sæmilegur vegur verði lagður þannig að flytja megi ferða- menn í þjóðgarðinn með sómasamlegum hætti. Það virðist hins veg- ar eins og umhverfis- verndarhyggjan hafi komið öllum svona umbótum fyrir kattarnef," sagði vinur minn fyrir norðan. Sá held- ur því fram að í þjóðgörðum verði að vera skipulag í gildi. Þar verði að vera þjóðgarðs- verðir sem aðstoði og sinni gestum, og tryggi að þeir fari sér ekki að voða í vegleysum. „En þessi mál eru á könnu Umhverfisstofnunar," sagði vinur minn með vonleysistón. Umhverfisstofnun sé þannig úr garði gerð að hún ráði ekki við að bæta eigið skipulag á skrif- stofu fyrir sunnan. Þar skipt- ist vinkonur ráðherrans á for- stjórastöðunni á níu mánaða fresti. Rosie Swale-Pope er nú á gönguferð um norðanvert landið. Gönguferðin hefur stað- ið í á fimmta ár og leið Rosie liggur hring- inn í kringum jörðina. Hún hefur lagt 32 þúsund kílómetra að baki og er næstum komin aftur að heimili sínu í Lundúnum. DV ræddi við Rosie. Rosie Swale-Pope Rosie gengur með sérstakan léttan vagn I beisli. Hún heldur blrgöum (lágmarki og gistir um borð I vagninum. Gönguferð hennar hringinn í kringum hnöttinn lýkursenn. Rosie Swale-Pope lagði af stað í gönguferð 2. október árið 2003, á 57 ára afmælisdaginn. Síðla á miðviku- deginum 27. febrúar 2008 var Rosie ennþá í sömu gönguferð, þá á leið- inni niður af Holtavörðuheiðinni í átt að Staðarskála, þar sem hún hugðist á um nóttina. Engin venjuleg göngu- ferð. „Þú verður að afsaka, andlitið á mér er svart af sóti af því að lampinn minn fór að sóta í vagninum síðustu nótt," sagði Rosie við blaðamann, rétt við vatnaskil á Holtavörðuheið- inni. Gönguferð Rosie iiggur um- hverfis jörðina. Hún er um það bil að komast á áfangastað. Þegar göng- unni um ísland er lokið á hún eftir að ganga frá nyrsta odda Skotlands í átt að heimili sínu í Lundúnum. Sem sagt, meirihlutinn er að baki. Safnar áheitum „Ég er að gera þetta til minning- „ÉG ÞARF AÐ KOMAST NIÐUR AF HEIÐINNI ÁÐUREN ÞAÐTEKUR AÐHVESSA." ar um eiginmann minn, sem lést af völdum blöðruhálskrabbameins. Hugmyndin er að auka vitund fólks um krabbamein og safna áheitum til góðgerðarmála í leiðinni," segir Rosie. „Mér reiknast til að ég sé búin að leggja hátt í 32 þúsund kílómetra að baki. Ég valdi mér að fara ódýru leiðina. Ég hef tekið ferjur yfir sjóinn og að sjálfsögðu gengið alls staðar þar sem því verður við komið," seg- ir hún. „Þannig hef ég gengið yfir Evr- ópu, í gegnum Síberíu, alveg þar til ég neyddist til þess að fara í ör- stutt flug yfir til Alaska. Þaðan gekk ég til Nova Scotia, en nú er ég eig- inlega of þreytt til þess að tala mik- ið meira," sagði Rosie á Holtavörðu- heiðinni. Hún þáði boð um að hlýja sér um stund í volgri bifreiðinni og fékk snarl í leiðinni. Hún vildi þó ekki stansa lengi. „Þá er hætt við að ég missi móðinn. Ég þarf að komast niður af heiðinni áður en það tekur að hvessa." Lífið er verðmætt Rosie segir að dauði eiginmanns hennar hafi kennt henni hversu viðkvæmt og verðmætt lífið er. Það geti verið átakanlega stutt og nauð- synlegt sé að lifa lífinu til hins ítr- asta og reyna að gefa eitthvað af sér á sama tíma. Öll áheit sem Rosie safnar fara til góðgerðarmála vítt og breitt um heiminn. Gógerðarsamtök á borð við The Prostate Cancer Charity, The Kitezh Community for Orphan Chiidren Orphanage og Nepal-sjóðurinn njóta góðs af styrkjum sem safnast með áheitum á þessa fimm ára löngu, þrotlausu gönguferð. Og ísland er sérstakt „Ég má til með að segja að ís- land skipar alveg sérstakan sess í huga mér. Fyrir nokkrum árum gekk ég yfir hálendið hérna og einu sinni hef ég tekið þátt í Reykjavík- urmaraþoninu. Ég hafði alltaf æd- að mér að koma hingað að vetr- arlagi til þess að virða landið fyrir mér, alþakið snjó," segir Rosie. En er ísland ekki erfiðara viður- eignar að vetri til? „Þetta er yndis- legt land, hvenær sem er. íslending- ar eru vinalegir og gestrisnir og það veitir mér innblástur að sjá hvern- ig þið þolið við í erfiðum kringum- stæðum. Vindurinn hefur samt ver- ið erfiður fyrir rnig." sigtryggur@dv.is Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki hefur verið óbreytt frá árinu 1930: Samgöngumiðstöð við Aðalgötu Bjami Haraldsson stend- ur vaktina í Verslun H. Júlíus- sonar við Aðalgötu á Sauðár- króki. Búðin er ekki alveg ný af nálinni, því hún var stofnsett af Haraldi föður Bjarna árið 1919. „Ég byrjaði nú reyndar ekki strax að vinna í verslun- inni," segir Bjarni. „Það kom til af því að það heltók mig ægileg bíladella og ég gerðist atvinnu- bílstjóri. Pabbi átti bíla og var alltaf heillaður af þeim," segir hann. Verslunin hefur verið hart- nær óbreytt í gegn um áratug- ina, frá því að núverandi hús- næði var reist á fæðingarári Bjarna, 1930. Þar er hægt að kaupa flestar svokaliaðar ný- lenduvörur ásamt því sem þar má nálgast varahluti í ýmiss konar vélar og bifreiðar. Á árum áður var Kaupfélagið rekið hin- um megin götunnar. Þá gætti bæði samkeppni og samvinnu sem var óhjákvæmileg á tímum þegar vörur voru ekki endilega auðfengnar. „Ég hef unnið hérna jafnt og þétt í gegnum tíðina, með ein- hverjum hléum. Ég tók svo við rekstrinum af pabba árið 1959." Hann segir hluta af rekstri búð- arinnar hafa falist í því að taka við pöntunum og flytja vörur til bænda og annarra bæjarfé- laga. Litla búðin var að því leyti miðstöð fyrir vöruflutningabíla og rútur, nokkurs konar sam- göngumiðstöð á besta stað á Sauðárkróki. Þar hefur ævin- lega verið olíu- og bensínsala. Bjarni fagnar 78 ára afmæli sínu um miðjan mánuðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.