Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Noröurland ÍIV Nýr leikhússtjóri María Sigurðar- dóttir, nýráðinn leihússtjóri Leikfélags Akureyrar, segir að sitt stærsta verkefni verði að viðhalda velgengni Leikfélagsins. María Sigurðardóttir leikstjóri tók við starfi leikhússtjóra Leik- félags Akureyrar á laugardag. •Hún er lögst yfir áætlanir um leikskrá næsta vetrar en gefur ekkert uppi um innihaldið. María leikstýrði farsanum Fló á skinni sem nú er sýndur fyrir fullu húsi á Akureyri. DV mynd Sigtryggi María Sigurðardóttir, leikari og leikstjóri, tók við starfi leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar á laugardaginn. María er öllum hnút- um kunnug hjá Leikfélagi Akureyr- ar. í vetur leikstýrði hún farsanum FIó á skinni sem um þessar mund- ur er sýndur fyrir fullu húsi á öllum sýningum. „Mín fyrstu verk hérna í hús- inu verða að leggjast yfri leikskrá næsta vetrar. Ég er reyndar þeg- ar byrjuð að móta mér hugmynd- ir. Nei, ég get ekki sagt frá þeim í andránni. Það er of snemmt," seg- ir María. Hún segir að frétta af dag- skrá næsta vetrar verði þó að vænta innan skamms. „Ég þarf til dæmis að tryggja okkur leikstjóra áður en búið verður að ráða alla þá bestu í önnur verkefni." Full tilhlökkunar María er búsett á Laugum í Reykja- dal og hefur ekið yfir heiðar í fimmtíu mínútur fyrir hveija einustu æfingu á Fló á skiníú í vetur. „Ég hef alltaf verið full tilhlökkunar í bílnum. Kosturinn við þennan vinnustað er sá að héma er raunverulega gott andrúmsloft," segir María. „Það verður kannski mitt helsta viðfangsefhi að viðhalda þessari vel- gengni og góða starfsanda sem hér rík- ir.“ Hún segir það áberandi hve vel hafi gengiðhjá Leildélagi Akureyrar á síðustu missemm. Akureyringar séu virkilega stoltir af leikhúsinu, enda hafi þeir fulla ástæðu til þess. „Þetta hefur hins vegar ekki alltaf verið svona héma. Leikhús eiga það til að vera erfiðir vinnustaðir en það er mín stefiia að halda þessum létta og góða anda lifandi." Flytur til Akureyrar „Núna mun ég flytja til Akureyr- ar, en ég reikna með að halda húsinu á Laugum. Þar hef ég búið samfleytt síðustu tvö árin, og af og til í gegnum tíðina," segir hún. Það sé forsenda fýrir hana að vera nálægt leikhúsinu. „Ég kem til með að vinna náið með Magnúsi Geir Þórðarsyni fram til 1. júní." Magnús Geir er ffáfarandi leikhússtjóri á Akureyri og af mörg- um talinn vera driffjöðurin í upp- byggingu Leikfélags Akureyrar á síð- ustu árum. „Á sama tíma er Magnús að vinna með Guðjóni Pedersen í Borgarleihúsinu þar sem hann kem- ur til með að taka við stjórninni. Þetta verður svona einhvers konar þekkingar- og tengslanet hjá okkur," segir María. sigtryggur@dv.is Tilboðsdagar! Ekki láta þetta framhjá þér fara! i Ullarfatnaður í gífurlegu úrvali, á unga sem aldna! Ekki láta kuldann stoppa þig! Klæddu þig í Janus! *MnUS anusbúðin Barónssiíg 8, 101 Rcykjasik o Hafnarsmeti 99-101,600 Akureyri s. 552-7499, l'ax. 562-7499 ^ s. 461-3006, lax. 46I-3(K)7 www.janusbudin.is /Það er árleg hefð í Mývatnssveitinni að^N fara í svokallað Píslargöngu umhverfis Mývatn á föstudeginum langa. Píslargangan á sínum stað Píslargangan svokallaða er árlegur viðburður í Mývatns- sveitinni en ganga þessi fer alltaf fram á föstudeginum langa og verður engin breyting þar á í ár. Gangan leggur upp frá Hótel Reynihlíð klukkan níu um morguninn 21. mars og gengið rangsælis hring umhverfis Mý- vatn. Göngunni lýkur svo aftur á hótelinu seinnipart dags en alhr þátttakendur ganga gönguna á sínum forsendum og fer hvorki tímamæling né neins konar skráning fram. Sérstakur bíll fylgir göngunni en þar verður hægt að geyma skó, föt til skiptanna og nesti til að forðast það að dröslast með allan þungann á bakinu. í bíln- um verður einnig gestabók sem vel er þegið að göngufólk riti nafn sitt í sem og aðrar hugleið- ingar um viðburðinn. Upplagt er að gera smá hlé á göngunni og staldra við í Skútustaðakirkju þar sem séra Örnólfur mun lesa Passíu- sálmana. Um kvöldið hefst svo bænastund í Reykjahlíðar- kirkju ldukkan níu sem verður fylgt eftir með tónleikum tón- listarhópsins Músík í Mývatns- sveit undir forystu Laufeyjar Sigurðardóttur frá Höfða. Einn- ig er vert að benda þátttakend- um á að skella sér í jarðböðin að göngu lokinni og eiga síðan góða páskahelgi í Mý- vatnssveitinni. krista&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.