Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 llmræöa DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Nokkurrar spennu gætir vegna könnunar Fréttablaðs- ins sem leiðir í ljós að Arnald- ur Indriða- son sé besti rithöfund- ur landsins. Niðurstaðan er auðvitað furðuleg og getur ekki verið neinn sérstakur mælikvarði á gæði þótt sjálfur taki höfundurinn henni fagn- andi og sem sannindum. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að Fréttablaðið kanni hver sé besti rithöfundur allra tíma. Þar hlýtur alþýðuskáldið Guð- rún frá Lundi að koma sterk inn en hún má teljast einn af fyrstu metsöluhöfundum fs- lands. ■ Reiknað 10 milljarða tap nokkurra lífeyrissjóða af bréf- um í Exista sem DV sagði frá hefur vakið mikla athygli. Svo er að sjá sem Árni Gunnars- son og aðrir þeir sem stjórna sjóðunum hafi sofið á verð- inum á meðan fjárfestingin fuðrar upp. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri og bloggari, dreg- ur ekkert af sér í umsögn um lífeyriskóngana. „Spurning er, hvort þessir sjóðir hafi burði til að standa í fjárhættuspili. Stjórnendur þeirra léku sér með fé annarra í djúpu laug- inni. Þar sem aðeins eiga að vera þeir, sem eru vel syndir." ■ Ekki blæs byrlega fyrir Ex- ista í þeirri lægð sem nú ríkir. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa verið sannkölluð óskabörn lífeyr- issjóða og sparisjóða sem lagt hafa gífurlegar fjárhæðir ífyrirtæk- ið. Skuldir V Exista-sam- „ stæðunn- ¥ ar nema hundruðum i milljarða i jSH en Þar eru I auðvitað á ■ móti ágætar eignir svo sem í Símanum, VÍS og Bakkavör. En áhyggjur af framtíð Exista fara vaxandi og þá ekki síst eftir að mistókst að kaupa helmingshlut í stærsta fjarskiptafélagi Slóveníu. ■ ítrekuð málssókn Jóns Ólafs- sonar, þess umdeilda athafna- manns, á hendur Hanncsi Hólmsteini Gissurarsyni í því skyni að kreista út úr honum milljónir króna þykir sumum jaðra við einelti. Prófessorinn er venjulegur launamaður sem trúlega verð- ur á barmi gjaldþrots ef hann verður sekur fundinn um meiðyrði en hann blogg- aði um að Jón hefði auðgast á eiturlyfjamisferli. Þótt Hannes hafi haft stór orð um Jón Bæjó, eins og hann kallaðist, er það vart tilefni til þess að steypa honum í fjárhagslega glötun. M Mannlegt umhverfi JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Umhverfíd var ekki búidtil jfvrir okkur. en menninein er tilhanda fólki LEIÐARI Umhverfid var elcid búid tilfyrir okkur, eu mcnningin er til liancla fólkinn. Menningarverðlaun DV eiga mikla sögu að baki. Upphaf- lega, árið 1978, voru verðlaun- in aðeins veitt fyrir leiklist og bókmenntir, en í takt við tímann hefur sjón- arsviðið víkkað. Nú er einnig verðlaunað fyr- ir tónlist, kvilanyndalist, myndlist, hönnun og byggingarlist. Síðastnefndi flokkurinn á sífellt meira erindi við almenning eftir því sem fleiri bætast inn í þjóðfélagsumræðuna um ásýnd höfuðborgarinnar. Byggingarlist er umhverfismál. Hún varðar okkur í rauninni meira heldur en liin hefðbundnu umhverfsimál, því öll verjum við meirihluta ævinnar í mannlegu umhverfl. Byggingarlist, ásamt skipulagsmálum, er algerlega á mannlegu valdi. Hún er okkar heimur og með örlítilli víðsýni sést að sá heimur er samofinn náttúrunni á sinn hátt, rétt eins og maurabú er náttúrulegt. í þessari list erum við hins vegar ekki bundin sömu takmörkunum og önnur lífsform í náttúrunni. Við getum leyft okkur að skapa. Og þar liggur vandinn, þess vegna er byggingarlistin endalaust viðfangsefni rökræðna og tilflnningalegra skoðanaskipta. Þannig á það að vera. Við eigum öll að láta okkur umhverflð varða. Bókmenntir, tónlist og kvikmyndalist móta sameiginlegan hugarheim okkar. í raun mætti segja að það móti hugrænt umhverfi okkar, þótt þar sé ekki um að ræða efnislegt umhverfl. Á síðustu árum hefur meira og meira af menningu okkar farið yflr á netið. Það tengir okkur saman, líkt og sameiginleg reynsla okkar af umhverflnu og menningunni. Þess vegna er viðeigandi að nú verði í fyrsta skiptið veitt netverðlaun DV, þar sem sigurvegarinn er valinn úr öllum tilnefningum á dv.is. Þar liggur munurinn á umhverfi og menningu, að umhverfið var ekki búið til fyrir okkur, en menningin er til handa fólkinu. Menningin er alltaf í hugskotssjónum okkar, en við gefum henni ekki alltaf gaum. í dag klukkan 17 verða Menningarverðlaun DV veitt í sjö flokkum, auk netverðlauna og heiðursverðlaunanna, sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhendir einum listamanni fyrir framlag hans til menningar okkar. Listamenn eiga þakkir skildar fyrir að móta heim okkar og vonandi reynast Menningarverðlaun DV þáttur í okkar þakklæti til þeirra. RISAR G N DVERGUM Meiðyrðamál er helsta tískubóla íslensks samtíma og eldcert lát er á því að mönnum er stefnt fyrir ummæli hvers konar. En það er eftirtektarvert að undanfarið hefur það verið algengt að risar hafa stefnt dvergum. Rétt eins og í þeirri þekktu bók Gúllíver í Risalandi er málstaður risans illa seljanlegur og almenningur fær samúð með málstað hins smáa. Þannig hefur það verið lengi eins og sjá má af sögunni um Davíð og Golíat. Auðmaðurinn Jón Ólafsson er risinn sem reið á vaðið og stefndi dr. Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni sem hélt því fram á ensku að auður Jóns hafi komið til með sölu fíkniefna. Nú er kannski ekld sanngjarnt með öllu að kalla Hannes Hólmstein dverg þar sem hann er einn helsti hugmyndafræðingur Sjálf- stæðisflokksins og mikill andans jöfur. En fjárhagur hans þolir ekld samanburð við það sem gerist hjá Jóni Ólafssyni ef marka má stöð- ugar fréttir Stöðvar 2 af vatnsæv- intýri hans í útlöndum sem er um það bil að gera hann að enn meiri milljarðamæringi en áður. Það fór þó ekki á milli mála að þarna gætir mikils aflsmunar og allt eins líklegt að Jón leggi Hannes Hólm- stein að velli með tilstyrk peninga sinna. Annar risi sem hefur lagt út í málssókn er Björgólfur Guðmundsson auðmaður sem stefnt hefur Kristjáni Guðmundssyni, gömlum skipstjóra, fýrir þau meiðyrði að hafa haldið því fram að gull Björgólfs eigi sér uppruna hjá rússnesku mafíunni. Björgólfur er íslenski j ólasveinninn holdi klæddur. Hann er stöðugt að gefa milljónir og aftur milljónir til þurfandi og annarra. Manndómur hans er sá að krefja ekki lífeyrisþegann um bætur heldur vilja það eitt að gera hann að ómerkingi. Auðvitað vill Björgólfur ekki að það haldist á floti að hann og rússneska mafían séu í bandalagi um að kaupa banka og sldpafélag á íslandi. Og Björgólfur passar upp á sitt eins og sjá má af því að hann lét klippa út kafla úr bók um forfeður sína þar sem höfundur fór offari. riðja málsókn risa gegn dvergi er á byrjunarstigi. Þar er um að ræða stórfyrirtældð Impregilo sem vill ekki una því að Egill Helgason, í þessu tilviki dvergurinn, saki þá um þrælahald á bloggi sínu. í anda þess að Jón Ólafsson vill fá átta milljónir króna og afsökunarbeiðni frá Hannesi Hólmsteini er ekki ólíklegt að Egill verði krafinn um tífalda þá upphæð eða 80 milljónir króna. Svarthöfði, sem sjálfur er dvergur í þessu samhengi, fyllist óhug við tilhugsunina eina að risi fái áhuga á honum og leggi upp í málsókn. Hann mun hér eftir gæta þess vandlega hvað hann lætur frá sér fara í töluðu máli og prentuðu. Annars er viðbúið að risinn birtist með stefnu og rústi SVARTIIÖFDI „Ég hef nú ekkl mikla skoðun á þessum dómi en mér finnst fullhart að dæma menn til fangelsisvistar vegna niðurhals." Einar Bjartur Egilsson, 19 ára nemi „Mér finnst að það eigi að bjóða upp á þessa þjónustu, að skiptast á gögnum ( gegnum netið. Mér finnst að það eigi ekki að dæma menn fyrir það eitt. Það þarf hins vegar að finna einhverja leið til að taka á ólöglegu niðurhali, það er bara spurning hvaða ieið er farin. Það er hæpið að draga alla þá sem hafa hlaðið niður efni til ábyrgðar." Ólafur Páll Jónsson, 18 ára nemandi í Borgarholtsskóla „Mér finnst hann skiljanlegur, sér í lagi með rétthafa efnisins í huga. Mér finnst hins vegar óþarfi að taka af þessum drengjum tölvubúnað fyrir tvær milljónir. Það hefði verið nóg að gera hörðu diskana upptæka. Þetta voru ekki rétt vinnubrögð að mínu mati." Kristján Þór Gunnarsson. 26 ára iæknanemi á 6. ári ásamt dóttur sinni Karólínu Kolbrúnu, 1 árs Mér finnst dómurinn heldur harkaleg- ur en ég efast um að þetta verði til að stööva niðurhal. Það er vissulega ólöglegt að hlaða niður efni af netinu en ég held að þetta sé ekki leiðin til að ná árangri gegn ólöglegu niðurhali." Hafsteinn Birgir Einarsson, 18 ára nemandi i Borgarholtsskóla DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR MVAI) FINNST ÞÉR UM DC++ DÓMINN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.