Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Noröurland DV LENGRIFLUGBRAUT KOSTAR MILUARÐ Úboð vegna lengingar flugbrautar á Akureyri eru hafin. Verkið mun kosta 1,3 milljarða í heild sinni. Flugbrautin lengist um tæpan hálfan kílómetra og gefur því þunghlöðnum fraktvélum og farþegaþotum færi á að hefja sig á loft frá höf- uðstað Norðurlands. Sigurður Hermannsson flugvallarstjóri segir miklar vonir bundnár við framkvæmdina. Flugbrautin lengd Flugbrautin á Akureyri verður lengd um 460 metra til suðurs. „í KRINGUM HELGARNAR ER FLOGIÐ ALLT AÐ FJÓRTÁN SINNUM YFIR DAGINN TIL AKUREYRAR." Rflciskaup auglýstu á dögunum útboð á jarðvinnu við lengingu flug- brautarinnar á Akureyri. Flugbrautin verður lengd um 460 metra til suðurs, inn í botn Eyjaíjarðar og er áætlað að framkvæmdin í heild sinni komi til með að kosta 1,3 milljarða króna. „Mesta breytingin við þessa ieng- ingu liggur í því að þyngri og stærri flugvélar koma til með að geta tekið á loft frá Akureyri. Brautarlengdin hef- ur minna að segja þegar kemur að lendingum, þótt hún skipti vissulega máli," segir Sigurður Hermannsson, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Ný tækifæri „Menn gera sér vonir um að með þessari lengingu á flugbrautinni skapist ný sóknarfæri, bæði í útflutningi og ferðaþjónustu," heldur Sigurðuráffam.Hannbendirásífellda aukningu á ferðamannastraumnum til Akureyrar, einnig yfir vetrarmánuðina. „1 kringum helgarn- ar er flogið allt að fjórtán sinnum yfir daginn til Akureyrar frá Reykjavík. Þetta eru því hæglega í kringum eitt þúsund manns sem fara um Akureyrarflugvöll á einum slíkum degi," segir Sigurður. Sigurður segir að í þessum hópi sé að finna alla flóruna að ferðalöng- um, fólk í viðskiptaerindum, ferða- menn, erlenda og innlenda, fólk á leið í leikhús og á skíði. 750 metra lenging Gert er ráð fýrir að framkvæmdir við lengingu brautarinnar hefjist þegar á miðju sumri og þeim verði lokið um mitt næsta ár. Oryggissvæði við báða brautarendana verða stækkuð og gert verður við eldri hiuta brautarinnar. „Fyrir utan þetta verður aðflugsbúnaðurinn endurnýjaður" segir Sigurður. f jarð- vinnu við lengingu brautarinnar þarf að afla 180 þúsund rúmmetra af jarðvegi í undirbyggingu og fyllingar. Grafa þarf um hundrað þúsund rúmmetra af efni og útbúa hátt í sjö kílómetra af lagnaskurðum. Að meðtöldum öryggissvæðunum við brautarendana lengist flugbrautin því um sex hundruð metra til suðurs og 150 metra til norðurs. Þurfa stærri flugstöð „Það næsta sem blasir við okkur er að stækka flugstöðina, til þess að anna þessari auknu umferð," segir Sigurður. Þegar hafa verið útbúin ný bílastæði sem jafnan eru nánast full. „Tilboð í framkvæmdir við jarð- vinnu verða opnuð 8. apríl næst- komandi. Malbikunarframkvæmdir verða svo boðnar út sérstaklega. Þær eru að fara í útboð núna alveg á næstu dögum," segr Sigurður. „Ef allt þetta gengur upp verður nýja flugbrautin tekin í notkun í lok júlí á næsta ári." Nýtt ferjulægi smíðað í Dalvíkurhöfn Nýtt ferjulægi verður útbúið í Dalvík- urhöfn til þess að þjóna Grímseyjar- ferjunni Sæfara. „Þetta ferjulægi verð- ur útbúið þannig að hægt verði að aka bílum um borð í ferjuna. Þetta verður til þess að ferjan mun eiga sinn fasta samastað á Dalvík, en gamla Sæfara hefur verið lagt á ýmsum stöðum við höfhina," segir Sigurður Áss Grétars- son, forstöðumaður hafnasviðs hjá Siglingastofnun. „Það er verið að undirbúa útboð fyrir efni til þess að gera nýja ferju- lægið. Það mun reyndar taka hátt í sex mánuði að afla efnisins. Við eigum svo von á því að bjóða út sjálft verkið í sumar og að því verði lokið fljótlega á haustmánuðum," segir Sigurður. Um miðjan janúar var nýju ferjunni siglt á hálfu afli frá Hafnarfirði til Ak- ureyrar til áffamhaldandi viðgerða í slippnum. Um miðjan febrúar var ferj- an sjósett á nýjan leik, en unnið er að lokafrágangi innanborðs. Slippurinn á Akureyri átti lægsta tilboðið í þessar síðustu endurbætur á ferjunni, rétt um þrettán milljónir króna. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu varahluta til Akureyrar Nýi Sæfari liggur nú í Akureyrar- höfn á slippsvæðinu. Ferjan er nán- ast tilbúin til notkunar og verður send í tilraunasiglingar á allra næstu dög- um. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Vegagerðinni, segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær ferjan verð- ur endanlega tekin í notkun á siglinga- leiðinni milli Dalvíkur og Grímseyjar. Á meðan beðið er eftir nýrri ferju sigl- ir gamli Sæfari á sinni venjubundnu áædun. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fýr- ir því að ferjan yrði tilbúin vorið 2006. Verkinu seinkaði um tvö ár og fór kostnaöur hundruð milljóna fram úr áætlun. Nýi Sæfari Nýja ferjan liggur i höfn á Akureyri þar sem lokahönd er lögð á endurbætur. ifeBBBB/ S/EFARI ta ■I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.