Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR5. MARS2008 Norðurland DV Pencho og Alex Þeir Pencho og Alex segja að íslenskt heilbrigðiskerfi ali á leynd um alnæmi. Leyndin verði til þess að sjúklingar bæði einangrist og þjáist af afneitun. Þessu fylgi mögulega aukin útbreiðsla sjúkdómsins. Alexander Björn Gíslason og Pencho Penchev búa á Akureyri Þeir eru báðir HlV-smitaðir og þurfa að sækja alla þjónustu vegna sjúkdómsins til Reykjavíkur. Þeir telja að umræða um HlV-veiruna hafi lognast út af á íslandi. Heilbirgðiskerfið ýti undir að fólk haldi sjúkdómnum leyndum og þannig sé stuðlað að fáfræði, fordómum og aukinni útbreiðslu. BANNAÐ AÐ TALA „íslenska heilbrigðiskerflð hjálpar HlV-smituðum einstaklingum að leyna sjúkdómnum. Umræða um sjúkdóminn hefur lognast út af og allt virðist ieggjast á eitt um að sjúklingurinn afneiti sjúkdómnum. Þetta stuðlar að frekari útbreiðslu sjúkdóms sem auðvelt er að forðast. Sjúkdóms sem dregur fólktil dauða," segir Alexander Björn Gíslason. Alexander og Pencho Penchev eru báðir HlV-smitaðir. Þeir búa saman í lítilli huggulegri blokkar- íbúð á Akureyri. A síðustu árum hafa þeir búið á nokkrum stöðum í Evrópu. Þeir fluttu svo til Reykjavíkur og loks lá leiðin til Akureyrar. Við öðrum þeirra blasir sá veruleiki að lyfjameðferð við HIV þarf brátt að hefjast. Alnæmi, eða eyðni, er lokastig sjúkdómsins. Lyfin lækna ekki en í flestum tilfelium geta þau lengt líf sjúklingins. Alexander býður upp á kaffibolla og kveikir í sígarettu. Skrípaleikur hefst við greiningu „Þegar einstaklingur greinist með HlV-smit hefst einhvers konar skrípaleikur í heilbrigðiskerfinu, sem ég vil kalla tabú," segir Alexander. Eftir greininguna fer viðkomandi í viðtal hjá smitsjúkdómalækni. f kjölfarið kemur svo viðtal við félagsráðgjafa. „Hugmyndin er líkast til sú að fólk þurfi tíma til þess að átta sig á staðreyndum málsins og losna undan afneituninni, sem er óhjákvæmileg," segir hann. „Það sem hins vegar gerist strax þarna í ferlinu er það að sjúklingurinn er nánast hvattur til þess að tala ekki opinberlega um sjúkdóminn. Þetta segir okkur aðeins eitt. í samfélaginu þrífast fordómar og vanþekking gagnvart HIV-smituðum einstaklingum og eðli sjúkdómsins. Það er engu að síður alveg gríðarlega mikilvægt fyrir fóik að fá stuðning til þess að ræða um sinn sjúkdóm, hvort sem hann heitir HIV eða eitthvað annað. Það er mun mikilvægara en að leggjast í felur með staðreyndir málsins. Með því að fara í felur einangrast sjúklingurinn og það tel ég að stuðli beinlínis að frekari útbreiðslu HlV-veirunnar. Þessi leið ýtir undir afneitun hjá fólki og hún er stórhættuleg." Umræðan er dáin Alexander segir að umræðan um HIV og alnæmi á íslandi hafi farið nokkuð bratt af stað þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist á níunda áratugnum. Þessi umræða og vakning hafi hins vegar lognast út af og dáið, rétt um það leyti sem lyf gegn sjúkdómnum komu fram á sjónarsviðið, árið 1996. „Skilaboðin um að nú væru til lyf sem virkuðu á sjúkdominn voru stórhættuleg og eru það enn þann dag í dag. Það er að sjálfsögðu frá- bært að það skuli vera tíl lyf sem halda sjúkdómnum niðri í ein- hvern tíma í mörgum tilvikum. En þarna stoppaði líka umræðan, alveg fram til ársins 2003, þegar farið var í fræðsluátak í skólum," segir Alex. Hann bendir á aukna tíðni klamid- íusmita í seinni tíð, sem bendi að- eins til þess eins að fólk sé hætt að passa sig. „Við bendum á þá ein- földu staðreynd að það er aldrei hamrað of mikið á þessum málum við fólk. Aukning á klamidíusmitum er þjóðinni hreinlega til skammar, ekki síst vegna þess að smitleiðin er ósköp svipuð smitleið HlV-veirunn- ar,“ segir hann. Fáfræði á íslandi Getur það verið að á Islandi ríki fáfræði um jafnalvarlegan og útbreiddan sjúkdóm og alnæmi? Pencho segir það vissulega vera svo. „Við upplifðum það í Reykjavík að ofsahræðsla greip um sig á gistihúsi sem við bjuggum á. Það var kona að vinna þarna sem fékk nánast áfall þegar hún fféttí að við værum smitaðir. Hún fór að öskra og öskra og á endanum greip allsherjar ringulreið um sig á gistiheimilinu. Þetta er fáfræði," segir Pencho. Hann segir að slík viðbrögð fólks við sjúkdómnum stuðli að félags- legri einangrun sjúklinganna og ýtí þannig enn frekar undir afneitun- ina, sem geri fátt annað en að auka útbreiðslu sjúkdómsins. Alex segir fordómana gagnvart HIV-smituðum strax gera vart við sig í því að fólk þori ekki að spyrja um sjúkdóminn. „Við komum alltaf aftur og aftur að því að HIV, og seinna stíg- ið, eyðni eða alnæmi, eru algjör tabú hér á þessu landi," segir hann. „Þetta er reyndar nokkuð sem enginn getur raunverulega brotíð upp nema sjúk- lingarnir sjálfir." Kommúnísk maskína Alexander og Pencho benda tíl samanburðar á þá opnu umræðu sem á sér stað um sjúkdóma á borð við krabbamein og alkóhólisma. „Þetta eru reyndar sjúkdómar sem ekki smitast, en fyrir nokkrum árum var aldrei rætt um þá opinberlega. í dagerkrabbameinvinsæltumíjöllun- arefni í fjölmiðlum og það þykir beinlínis frábært að vera alkóhólistí sem hættur er í neyslu," segir Alex. Þessa byltingu segja þeir að hafi enn ekki átt sér stað þegar kemur að HrV-veirunni. „fmyndið ykkur bara ef þessi hindrun væri úr veginum. Þeir smituðu gætu þá um frjálst höfuð strokið og myndi að sjálfsögðu líða alveg óendanlega mikið betur. Það yrði algjör bylting, bæði fýrir líðan sjúklinganna og ekki síður yrði það byltíng í að hindra útbreiðsluna," segir Alex. Hans niðurstaða er sú að á meðan heilbrigðiskerfiðstuðli aðþví aðhjúpa sjúkdóminn leynd sé verkið erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta lítur út eins og einhver gamaldags kommúnísk maskína þar sem umræðunni er stýrt af embættismönnum. Það þýðir lítíð að standa einhvers staðar með kröfuspjald. Upplýsingarnar þurfa að síast inn í samfélagið og það gera þær með fræðslu og umræðu en ekki með afneitun." í kassa í Reykjavík Miðstýring umræðunnar um HIV- veiruna fer fer fram í Reykjavík, að matí Alexanders. „Hérna á Akureyri er ákaflega góð heilbrigðisþjónusta. Hér starfar fært fólk sem veitir persónulega og góða þjónusm. Sá galli er á göf Njarðar að öll þjónusta við HIV-smitaða er í Reykjavík. Ég fæ það á tílfinninguna eftír nokkurra ára reynslu að heilbrigðisyfirvöld viljihafa þjónusm við HlV-smitaða í lokuðum kassa í Reykjavík," segir hann. Hann bendir á að á Akureyri sé að finna færan sérfræðing í smitsjúkdómum. Þar sé auk þess öll aðstaða fýrir hendi eins og rannsóknarstofúr. „Samt sem áður verðum við að fara tíl Reykjavíkur. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að brjóta þetta ferli upp. Það má vel taka upp módel frá Danmörku eða Þýskalandi, því að jafnvel þótt við séum kannski bara tvö hundmð sem emm smituð á íslandi emm við fjömtíu milljónir í heiminum, og fer stöðugt fjölgandi. Við erum eina Norðurlandaþjóðin þar sem þjónusta við HlV-smitaða er eingöngu í höfuðborginni." Fólk í öllum stéttum En skyldu þá vera stuðningshóp- ar af einhverju tagi á Akureyri fýrir þá sem smitaðir em af HlV-veirunni? Alex segir að slíka hópa sé aðeins að finna í Reykjavík. Slíkir hópar séu góðra gjalda verðir en þá einkenni sama leynimakk og ríki í heilbrigðis- kerfinu um sjúkdóminn. „Ég hef farið í svona grúppur. Það vom allar gardínur dregnar fyrir og fólkið laumaðist inn og út af fundinum. Svona var þetta í öllu falli árið 2002. Það er frábært að hafa allan þann stuðning sem boðið er upp á, en að hvetja sjúklinginn tíl þess að vera í lokuðum hópi í dimmu herbergi hjálpar ekki við það að opna umræðuna. Slíkar aðferðir smðla að fáfræði og fordómum," segir Alexander. Hann segir ábyrgðina á leynimakkinu liggja að miklu leytí hjá heilbrigðis- og vísindasamfélaginu. „Fólk þarf að kynnast HIV-smituðu fólki og átta sig á því að það er hægt að faðma þetta fólk og knúsa án þess að nokkur hætta stafi af. Ég er þess fullviss að í mörgum fjöslkyldum em HFV-smitaðir einstaklingar sem em án stuðnings og aðstoðar, án þess að nokkur vití af þeim. Það er fólk úr öllum stéttum og störfúm sem er smitað og ekki einu sinni fjölskyldur þessa fólks vita um það. Þetta er svo vel falið." sigtryggur@dv.is „HÚN FÓR AÐ ÖSKRA OG ÖSKRA OG Á ENDANUM GREIP ALLSHERJ AR RINGULREIÐ UM SIG Á GISTI- HEIMILINU. ÞETTA ER FÁFRÆÐI"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.