Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Fréttir DV Fjöldamorðum mótmælt Útifundur til að mótmæla stríðsátökum á Gaza-strönd verður á Lækjartorgi í hádeginu í dag. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, heldur þar tölu ásamt Katrínu Fjeldsted lækni. Ögmundur mæltist til þess á Alþingi í fyrradag að ríkisstjórnin íhugaði að slíta stjórnmálasam- bandi við ísraela. Yfirskrift fund- arins er: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins ísland-Palestína. Grímulaus hernaðarhyggja „Kjarni þess er hernaðar- hyggja - grímulausari en sést hefur í íslenskri löggjöf til þessa," segir í umsögn Samtaka hernað- arandstæð- inga sem utanríkis- málanefnd Aiþingis óskaði eftir um frumvarp Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til varnarmála- laga. SHA leggja til að frumvarp- inu verði vísað frá í heild sinni þar sem samtökin telja tilgang þess að mynda lagalegan ramma utan um aðild fsiands að NATO. Nær væri að beita sér fyrir úr- sögn íslands úr NATO. Enn fjölgar fbúum fslands fjölgaði um 1,9 prósent árið 2008 frá árinu 2007. Hlutfallsleg fjölg- un var þó minni en árin tvö þar á undan þegar fólksfjölg- un var með því mesta sem mælst hefúr. Mest fjölgun var á Suðurnesjum eða um rúm átta prósent. Mesta fækkunin var á Austurlandi eða rúm níu prósent og á Vestfjörðum 2,2 prósent. Þetta kemur fram á vefHagstofunnar. Fólksfjölgunin hefur ekki verið meiri frá árinu 1961, fvrir utan árin 2005 og 2006. A sjötta áratugnum fjölgaði um 1,6 prósent á ári. Nokkuð dró úr því á sjöunda áratugn- um og hélst nokkuð jafnt allt til ársins 2004. Árið 2006 náði hún hámarki en þá fjölgaði íbúum um 2,6 prósent. í flest- um Evrópuríkjum nær fjölg- unin ekki einu prósenti. Til styrktar stríðs- hrjáðum konum Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi, Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík, og söngkonan Lay Low eru meðal þeirra tólfkyndil- bera sem fara fyrir Fiðr- ildagöngu UNIFEM sem leggur af stað frá húsakynn- um samtakanna annað kvöld. í Fiðrildaviku UNIFEM er sjónum beint að ofbeldi gegn konum og stúlkum á stríðshrjáðum svæðum í Afríku. Fjármunir sem safnast í verkefninu renna til þeirra. Með göngunni lýsir þjóðþekkt fólkyfir stuðningi við verkefiiið. Langri baráttu Þorsteins Birgissonar við að fá innréttingu sem hann hafði greitt fyrirfram en fékk ekki afhenta fer senn að ljúka. Innréttingin er komin til landsins og Þorsteinn fær hana í hendurnar innan skamms. „Þetta er búið að taka mikið á en ég treysti nýjum eigendum til að klára málið,“ segir Þorsteinn. Tengibraut í gegnum Álafosskvos verður tilbúin í vor: Framkvæmdir komnar á fullt „Framkvæmdir eru komnar á fullt í samræmi við gildandi deiliskipu- lag," segir Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Helgafellsbygg- ingar hf. Framkvæmdir við Helgafells- braut, veginn umdeilda í gegnum Alafosskvos, eru hafnar af fúllum krafti en mikill styr hefur staðið um þær. fbúar í Álafosskvos og nágrenni kærðu lagningu vinnuvegar vegna brautarinnar til úrskurðarnefnd- ar skipulags- og byggingarmála síð- asta vor en niðurstöðu þess efnis er ekki að vænta fyrr en í apríl eða maí. Kæran hefur þó engin áhrif á lagn- ingu brautarinnar en búist er við að hún verði að fullu tilbúin fyrir vorið. „Ég held að nefndin hafi farið fram á verkstöðvun strax ef grunur léki á að menn væru að gera eitthvað ólög- legt. Það hefur ekki verið gert enda Alafosskvos Framkvæmdir við lagningu Helgafellsbrautar í gegnum Álafosskvos eru komnaráfullt. er búið að fara með málið eins og lög gera ráð fyrir." Framkvæmdirvið lagningubraut- arinnar hófust upphaflega í haust en þær hafa tafist nokkuð og kenn- ir Hannes veðrinu þar um. „Þetta er allt í samræmi við lög og reglugerð- ir og við höfum reynt að gera þetta eins vel og varlega og hægt er," seg- ir Hannes. Málið hefur tafist nokk- uð í umferð en það var vegna þess að ný lög um umhverfismat áædana sem tóku gildi um leið og verkið var auglýst. Var verkið því auglýst upp á nýtt. Sigrún Pálsdóttir, stjórnarmaður í Varmársamtökunum, er óhress með ffekarináttúruspjöllíMosfellsbænum og nefnir í því samhengi lagningu göngustígs með fram Varmá og Álafossi. „Það er í rauninni búið að skemma bakka Varmár á einu fallegasta svæðinu. Það er búið að skipta út öllum jarðvegi fýrir grjót á stóru svæði. Það stóð úl að friðlýsa Álafoss samkvæmt deiluskipulagi en núna á að leggja malbik skammt frá fossinum sem rýrir verndargildi hans verulega," segir Sigrún. einar@dv.is JKE Design Opnar brátt undir nýju nafni. Þorsteinn Birgisson Löng bið er loks á enda. Innréttingin verðurfljótlega komin upp á heimili Þorsteins og fjölskyldu. Þá geta þau flutt inn. FÆR L0KSINS INNRÉTTINGUNA Þorsteinn Birgisson og fleiri við- skiptavinir JKE Design sem voru löngu búnir að borga fyrir innrétt- ingar sjá nú loksins fram á að fá þær afhentar fyrir iok vikunnar. Verslun- in var komin í þrot en nú hefur JKE í Danmörku skorist í leikinn og nýr eigandi búðarinnar á íslandi ædar að sjá til þess að allir fái sitt. Löng bið Þorsteinn borgaði 1,2 milljónir fyr- irfram til JKE Design í október 2007. Honum var sagt að innréttíngin kæmi í desember. f janúar fór hann að athuga málið en kom þá að lokuðum dyrum. Eigandann, Svandísi Eddu Halldórs- dóttur, náði hann ekki í. DV birtí grein um málið og í lq'ölfarið stígu fleiri fóm- arlömb ffarn. Svandís lét þá í sér heyra og gaf Þorsteini loforð um afhendingu, sem hún stóð svo ekld við. Þorsteinn hélt áfram og náði sambandi við yfirmann markaðs- deildar JKE Design í Danmörku, sem gekk í málið til að vemda heiður fyrir- tækisins. Svandís óskaði eftír gjald- þrotaskiptum undir lok janúar en næsta dag var beiðnin dregin til baka. Þorsteinn Birgisson, Björn Sverrisson og Jóhann Örn Bjarnason Nýir eigendur JKE Design og Claus Nielsen, yfirmaður markaðsdeildar JKE í Danmörku. Innréttingarnar tilbúnar „Verksmiðjan í Danmörku hefur tapað 20 milljónum vegna gjörða Svandísar. Vömrnar voru tilbúnar hjá okkur í haust en við gátum ekki afhent þær þar sem við fengum enga greiðslu frá henni," segir Claus Nielsen, yfirmaður markaðsdeildar JKE í Danmörku. Claus segir að forsvarsmenn fýrirtækisins hafi reynt að finna kaupanda að fyrirtæki Svan- dísar um nokkurn tíma en framan af án árangurs. „Við emm að sjálfsögðu afar leið yfir hversu margir JÍafa verið í óvissu. Við viljum bæta fyrir það," segir Claus. Nýr eigandi „Ég hef hringt í alla og látið þá vita að þeir fái vömrnar sínar afhent- ar" segir Björn Sverrisson, nýr eig- andi JKE Design. Bjöm tók að sér að afhenda þeim 25 manns, sem beð- ið hafa í óvissu, vömr sem borgað- ar vom fyrirffam.,, Svandís er búin að búa til fallegt fyrirtæki. Það getur komið til halla í rekstri. Maður get- ur þó aldrei vitað fyrirffam hvernig „Þetta verður í síðasta skiptisem ég kaupi eldhúsinnréttingu á ævinni" maður bregst við. Ég óska henni alls hins besta þrátt fyrir hegðun henn- ar í málinu," segir Björn. Hann seg- ir að hafi einhver ekki fengið símtal ff á sér vilji hann endilega heyra í við- komandi. Síminn hjá honum er 544 2136. Þorsteinn sáttur Þorsteinn fagnar því að fá loks- ins skýr svör um innréttinguna sem hann borgaði fyrir á síðasta ári og fær nú afhenta. „Ég er mjög sáttur við að fá trausta eigendur og hef góða tíl- finningu fyrir því að þeir muni standa við skilin." Hann segist hafa verið svekktur yfir ástandinu og það valdið honum miklum ama. Því hef- ur seinkað að fjölskyldan flytji í nýja húsið. Nú horfi hins vegar til betri vegar. Aðspurður hvort Svandís hafi hringt og beðið hann afsökunar neit- ar haim því. „Þetta verður í síðasta skipti sem ég kaupi eldhúsinnréttíngu á æv- inni," segir Þorsteinn að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.