Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008
Neytendur DV
■ Lofið fær Olís I Norðlingaholti
fyrir nýja markaðsherferð. Þeir
selja stóra kaffikrús á 1.990
krónur og svo getur fólk komið
með krúsina til þeirra og fengið
frítt kaffi. Það er þó skilyrðum
bundið að maður komi með
þessa sömu krús. Öðruvísi og
skemmtilegt framtak.
Treysta má að fá ávallt nýja og
ferska ýsu í fiskbúðum bæjarins.
Tvö hundruð króna munur er á
kílóverði í nokkrum fiskbúðum.
Miðað er við að ýsan sé roð- og
beinlaus. Fylgifiskar eru
ódýrastir.
L/VSTIÐ
■ Lastið fá Krónan, Bónus og 10-
11 fýrir vitlausar hilluverðmerk-
ingar f verslunum sínum. Þrír
blaðamenn DV urðu allirfyrir því
á mánudag að rukkað var meira
á kassa en hilluverð sagði til um.
Erfitt er að vinna sér traust
viðskiptavina þegar svona
uppákomur eiga sér oft stað. ■
mj
KÍLÓVERÐ Á ÝSU
Fylgifiskar
Fiskbúð Einars
Fiskbúðin Hófgerði
Fisklsaga
Fiskbúðin Lækjargötu
Fiskbúðin Hafberg
Gallerý Fiskur
1.150 kr
1.170 kr
1.180 kr
1.290kr
1.290kr
1.310kr
1.350kr
EKKIVAR LAGT MAT A MAGN EÐA GÆÐI.
í árslok 2007 skulduöu íslendingar 76 milljaröa i yfirdrátt. Sá sem er meö eina milljón
í yfirdrátt borgar 250.000 krónur á ári eingöngu í vextina. Ásta Sigrún Helgadóttir,
forstööumaöur Ráðgjafarstofu heimilanna, segir yfirdráttinn hugsaðan sem skamm-
tímalausn og geti valdið miklum fjárhagsvandræðum til lengri tírna.
YFIRDRÁTTURINN
YFIRÞYRMANDI
Góðir hót-
elstjórar
„Við í Næturvaktinni fengum
alveg afskaplega góða þjónustu
hjá honum Árna, hótelstjóra á
Hótel Bjarkarlundi I Reykhóla-
sveit, síðustu helgi," segir Ragnar
Bragason, kvikmyndagerðar-
maður sem var þar við tökur á
Vesturlandi.„Við þurftum Hka að
gista eina nótt á gistiheimilinu
Bjarg f Búðardal vegna
veðurofsa. Villi hótelstjórinn þar
var farinn að sofa þegar við
birtumst upp úr miðnætti. Gerði
mjög vel við okkur þvælda
ferðalangana." segir Ragnar og
bætir þvf við að mikinn mun sé
að finna á þjónustulund úti á
landi og í bænum.
ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR
bladamadur skrifar: asdisbjorg^dv.is f ■■
Þegar góðæri er á íslandi eykur fólk
skuldir sínar. Þegar það minnkar fer
fólk fyrst að vinna í sínum málum.
Yfirdráttur er skammtímalausn sem
margir fslendingar hafa nýtt sér.
Þegar komið er að skuldadögum
getur staðan orðið afar þungbær.
Eins og staða fjármálamarkaðsins
er í dag er enn erfiðara að gera
ráðstafanir. Erfitt getur orðið að
fá láni skuldbreytt.
Vaxtakostnaður mikill
„Fólk er kannski að koma
og gera áætlun um að borga
yfirdráttinn niður. Tveimur
mánuðum seinna hefur ekk-
ert gerst," segir Sigurjón Gunn-
arsson, sérfræðingur í fjár-
hagsdeild Landsbanka fslands.
Manneskja sem er með 700.000
krónur í yfirdrátt, greiðir 13.358
krónur á mánuði í vexti miðað við
að þeir séu 22,90 prósent. Það ger-
ir 178.242 krónur á ári með 25,46
prósenta ársávöxtum. Eftir tvö ár
er vaxtakostnaðurinn einn orðinn
574.102 þúsund sé yfirdrátturinn
ekki unninn niður.
Ef manneskjan ákveð-
ur hins vegar að greiða
niður 52.184 á mán-
uði getur hún borg-
að upp yfirdráttinn á
tveimur árum. „Það
er sjálfsaginn sem
er dýrastur," segir
Sigurjón.
Vandamálinu ýtt frá
Ásta Sigrún Helgadóttir, for-
stöðumaður hjá Ráðgjafarstofu
heimilanna, segist finna mikið fyrir
því að fólk komi vegna yfirdráttar-
skulda. „Yfirdráttarlán eru dýrustu
lán sem fólk
getur
fengið sér og merki um það að fólk
er að velta vandamálinu á und-
an sér. Það er ekki hagstætt," segir
Ásta.
f nýjum tölum frá Seðlabankan-
um segir að íslendingar hafi skuld-
að ails 76 milljarða í yfirdrátt í lok
síðasta árs. Það er mildl upphæð að
sögn Ástu og því að kenna hversu
auðvelt hefur verið að fá yfir-
drátt. „Fólkþarf ekki veð í eign,
engan ábyrgðarmann og
honum fylgja engin stimp-
ilgjöld. Það gat hringt í
bankann og fengið hærri
heimild hvenær sem
er" segir Ásta.
Vankunnátta hjá
fólki
„Okkarfyrstaráð
til fólks er að skoða
lánasamsetningu
og athuga hverju
er hægt að breyta,"
segir Ásta. Best er
fyrir fólk, sem á í
vandræðum með
yfirdráttinn sinn, að
fá hann skuldfærð-
an. Hins vegar
gæti það orð-
ið erfitt
vegna
YFIRDRÁTTARKOSTNAÐUR
Upphæð yfirdráttar Kostnaður á mánuði*
100.000
200.000
300.000
400.000
500.000
600.000
700.000
800.000
900.000
1.000.000
1.100.000
1.200.000
1.300.000
1.400.000
1.500.000
1.600.000
1.700.000
1.800.000
1.900.000
2.000.000
I. 908
3.817
5.725
7.633
9.542
II. 450
13.358
15.267
17.175
19.083
20.992
22.900
24.808
26.717
28.628
30.533
32.442
34.350
36.258
38.167
*Koíinaíur ómánubi miðad viö 22,90 % vexti i króntim
stöðu á fjármálamarkaðnum í dag.
Ásta segir að það sé orðið ákveð-
ið vandamál lflca að bankarnir eru
orðnir tregir að lána.
„Við finnum líka fyrir því hvað er
mikil vankunnátta í kringum fjár-
málin hjá fólki. Sumir gera sér enga
grein fyrir því hvað það er að borga
með lánunum sínum. í hvað mesti
kostnaðurinn fer. Það er áhyggju-
efni," segir Ásta.
Ásta Sigrún Helgadóttir,
forstöðumaður Ráðgjafar-
stofu heimilanna Segir að fólk
veðsetji eignir sínar mikið.
HVAÐ ERUTRANSFITUSÝRUR?
Til eru tvær tegundir af fitu,
mettuð fita og ómettuð fita. Ómett-
aðar fitusýrur eru taldar hollar og
okkur lífsnauðsynlegar. Hægt er að
fá þær úr fiski, grænmeti og hnet-
um. Mettaðar fitusýrur eru þær
óhollu sem setjast innan á æðarnar.
Þær fást úr unninni matvöru eins
og snakki, kökum og kexi. Trans-
fitusýrur teljast í raun til ómett-
aðra fitusýra en hafa þó eiginleika
sem minna á mettaða fitu. Hún
hefur lágt bræðslumark sem veld-
ur því að fita sem inniheldur mik-
ið af transfitusýrum er í föstu formi
við 10 gráður en ekki fljótandi eins
og ómettaðar fitusýrur. Palmín er
mettuð fita með transfitusýrum og
ólífuolía ómettuð fita.
Transfitusýrurnar myndast þeg-
ar ómettaðri fitu er breytt í fasta fitu
við iðnaðarframleiðslu. Það er gert
með aðferð sem heitir herðing. Sú
aðferð er notuð í matvælaiðnaðin-
um til þess að vörur eins og snakk,
kökur og kex geymist betur. Einn-
ig geta þær myndast á náttúruleg-
an hátt í vömb dýra. Þær er þá helst
að finna í feitum mjólkurvörum og
lamba- og nautakjöti, en það er þó
ekki mikið.
Transfitusýran ógnar heilsunni
afar mikið og eykur líkurnar á
hjarta- og æðasjúkdómum vegna
þess að þær hækka siæma kólester-
ólið í blóðinu og lækka góða
kólesterólið.Samkvæmtráðlegging-
um Alþjóðaheilbrigðismálstofnun-
ar er æskilegt að magn transfitu fari
ekki yfir 2 grömm á dag.
ííNEYTENDUR
neytendur(ffldv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir
l.I.DSYliYI ISVl.ni) »5 OKTAY
—Á Bildslvjfö.i vitö/ililr.i 138,SO IUt.
138,30 fíR.D
■ Skotjcirhlii) vítö .1111ra 138,30 KB.
Fjaröarkaup veróálítra 138,1 OKR.
Stekkjarb. verðálítra 138,20 HR.
Skofjarseli veróálítra 138,30 KR.
DÍSII.OIIV
■ • 1M3.10KR.
BHiliq3.iOKR.l
'ið0liif.i m3,00 HB.
Tö áiiiM 103,00 KR.
m
verðálítra y L' p t
ii 103,10 80.