Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRlL 2008 Sport PV ÍÞRÓTTAMOLAR MARGTTIL LISTA LAGT Knattspyrnumaðurinn og dómarinn, Gunnar Jarl Jónsson, var ásamt félaga sínum, Herði Aðalsteinssyni, valinn besti dómari umferða 15-21 ÍNI-deild karla í handbolta. Gunnarsem leikið hefurallan sinn feril með Leikni í Breiðholti byrjaði snemma að dæma í knattspyrnu og var í sumar hækkaðuruppíC- flokk landsdómara og mun fá verkefni í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla. Gunnar og Hörður eru óreyndir handknattleiksdómararen fengu mikið lof fyrir dómgæslu sína í stórleik Fram og Hauka í síðasta mánuði og fengu verðlaunin fyrir besta dómaraparið í N1 - deildinni í gær. ÞRÓTTUR NES SÓPAÐI AÐ SÉR VERÐLAUNUM MasayukiTakahashi hjá Þrótti Reykjavík og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hjá Þrótti Neskaupstað voru valin bestu blakmenn- irnirá lokahófi Blaksambands fslands. Þá voru Árni Björnsson úr KA og Theódóra Þórarinsdóttirvalin efnilegust. Þróttur Nes var fyrirferðar- mikið f kvenna- flokki en hver einasta staða í úrvalsliði ársins hjá konunum var mönnuð með leikmanni Þrótti Nes. Besti dómari tímabilsins var Sævar Már Guðmundsson BERTIVOGTS Á LAUG ARDALSVELLI Hinn 61 árs þjálfari, Berti Vogts, verður á Laugardalsvelli 20. ágúst í sumar þegar (sland tekur á móti Aserbaídsjan. Sá gamli hefurverið ráðinn þjálfari Asera og verður eitt af fyrstu verkefnum kappans að leika gegn (slandi. Berti Vogts gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 1996oghefur einnig þjálfað lið Nígeríu. BOLTINNTÝNDUR (hálfleik á leikjum Hauka í handbolta tfðkast það á þessari leiktfð að leyfa fólki að reyna að hitta slá annars marksins frá miðju. Verðlaunin, skyldi einhver hitta, eru ávallt 100.000 króna úttekt í Parket og Gólf. Á leik Hauka og Vals var vallarþulur leiksins orðinn langþreyttur á að enginn skyldi vera nálægt því að hitta slána og kallaði þvf á atvinnumenn í verkið. Fyrstur steig fram Sigurður Eggertsson, leikmaðurVals, sem var meiddur og borgaralega klæddur á vellinum. Sig- urður skaut svo hátt yfir að boltinn fór upp f ijáfur og segja sögur að hann sé ófundinn enn þann dag (dag.Tólf ára strákur sem einnig reyndi fyrir sér var töluvert nær þvf að hitta en Siguröur. 4. AC/DC ÞEGAR ÉG ER EINN Sundmaðurinn Hrafnkell Björnsson úr ÍFR setti fimm íslandsmetá íslandsmóti íþróttasambandsfatlaðra í sundi sem fram fór um liðna helgi. Hrafnkell er hetja helgar- innar að þessu sinni og stefnir á ólympíuleikana í London árið 2012. ^ Hver er Hrafnkell Björnsson? „Fjölskyldumaður á Selfossi. Ég er gift- ur og á einn son." Helstu áhugamál utan sundsins? „Almennar íþróttir. Ég fylgist með fót- bolta og svo er maður fjölskyldumaður og ég er með lítinn peyja sem spilar fótbolta með Selfossi. Maður fylgist vel með hon- um." Átt þú þér vandræðalegt atvik tengt íþróttinr „Ég man eftir neinu í augnablikinu" Uppáhaldsbíómynd „Blood Diamond með Di Caprio vekur mann til umhugsunar. Einnig er Starwars vinsæl á heimilinu. Uppáhaldsleikari? „Harrison Ford, hann er svona töffari sem fylgdi manni í Indiana Jones-myndunum." Uppáhaldshljómsveit? „Þær eru margar, AC/DC kemur helst upp í hugann. Ég hlusta á alla músík en get samt sagt að ég sé rokk- ari, ég set það á þegar ég er einn heima." Fylgist þú með öðru íþróttum? „Fyrir utan að fylgjast með syninum, fylgist ég með enska boltanum. Eg er Liverpool- maður og er nokkuð sáttur við gengið." Hvarslakarþú á? „Það er nú bara í sveitasælunni. Heima við eða í sumarbústaðn- um. Ég á sumarbústað í Ölfusinu en þaðan er ég. Foreldrar mín- ir búa í Ölfusi og við förum oft þangað." f Eftirminnilegasta stund á íþróttaferlinum? „Ædi það sé ekki bara þessi helgi sem er að líða. En maður á nú mörg augnablik úr fótboltan- um á sínum tíma. Ég spiiaði með Selfossi og í Noregi og Mexíkó." Hver eru markmið þín í sundinu? „Ég stefni að því að kom- ast á ólympíuleikana árið 2012. Ég stefni á London." Hver er besti sundmað- ur heims? „Ég veit það ekki en ég á mér fyrirmynd í Andr- eas Olsson. Hann er fatl- aður sænskur sundmaður sem lenti í slysi og setti svo mörg heimsmet." Hvenær hófst þú að æfa sund? „Ég byrjaði markvisst að æfa í kringum 2005. 2004 byrj- aði ég að synda mér til endur- hæfingar. Síðan kom keppnishugur í þetta árið 2006." Hver er uppáhaldssundaðferðin þín „Það er 50 metra skriðsund." Hvernig tilfinning er að setja fjögur íslandsmet? „Hún er mjög góð. Ég vissi að ég átti góða möguleika í flestum greinum þótt ég hafi verið efins um að ná metinu í 100 metra skriðsundi." vidar@dv.is Átt þú þér uppáhaldsbók? „Nei enga sér- staka" s b Valur allsráðandi í úrvalsliði umferða 15-21: 22,7 ÁRA ÚRVALSLIÐ Það var ekki hár meðalaldurinn hjá úrvalsliðinu sem var valið fyr- ir umferðir 15-21 í Nl-deiid karla í handbolta. Valsmenn voru fyrirferð- armiklir í liðinu en alls fjórir leik- menn Vals voru í liðinu sem hefur aðeins meðalaldurinn 22,7 ár. Ólafur Haukur Gíslason, mark- vörður Vals sem er aðeins 26 ára, er langelstur í liðinu og án hans fer meðalaldurinn niður um eitt ár. Haukar fengu þó stærstu verðlaunin því Sigurbergur Sveinsson, leikmað- ur Hauka, var valinn bestur og þá var þjálfari hans, Aron Kristjánsson, kjörinn besti þjálfarinn. „Það er alltaf gaman að fá viður- kenningu fyrir störf sín," sagði Aron Kristjánsson við DV yfir laufléttum hádegisverði á Hótel Loftleiðum í gærdag. „Auðvitað hefði maður vilj- að sjá fleiri Haukamenn í liðinu en Sigurbergur var valinn bestur sem hann á vel skilið," sagði Aron. Verðlaun fyrir umgjörð á leikjum sínum fóm einnig í hendur Vals. „Við erum búnir að gera mikið úr umgjörð- inni hjá okkur þannig að ég hefði einn- ig getað séð þau verðlaun hjá okkur. Vonandi em bara fleiri lið að fylgja í kjöifarið til þess að bæta alla umgjörð í kringum deildina," sagði Aron að lok- um. ÚRVALSLIÐIÐ: Ólafur Haukur Gíslason (Valur) Ingvar Ámason (Valur) Amór Gunnarsson (Valur) RúnarKárason(Fram) Ólafúr B. Ragnarsson (HK) Sigurbergur Sveinsson (Haukar) Baldvin Þorsteinsson (Valur) tomas@dv.is Bestir Haukarnir Sigurbergur og Aron voru valdir bestir í umferðum 15-21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.