Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 7
DV Frittir ÞRIÐJUDAGUR l.APRlL 2008 7 „Flestallar vörur í okkar samfélagi eru fjármagnaðar með lánum." - •. ,. íslenska ríkið tekur um 72 krónur af hverjum seldum bensín- og olíulítra. Tekjur rík- isins af eldsneytiskaupum almennings nema nærri 24 milljörðum króna árlega. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Nl, visar þvi á bug að fyrirtækið selji bensin úr birgðum sínum á óeðlilega háu verði. fslendingar dæla að lágmarki i 320 milljónum lítra af eldsneyti árlega Tekjur rlkisins af eldsneytissölu nema um 24 milljörðum króna. RIKIÐTEKUR72 KRÓNURAF LÍTRA - BALDUR GUÐMUNDSSON blodamadur iknfar baldutMiv.u Þótt bensínlítrinn kosti um 150 krónur, kostar hann aðeins 78 krónur áður en ríkið leggur álögur sínar á hann. Ríkið leggur 32,95 krónur á hvern seldan bensínlítra vegna vegamála. Annað vörugjald, sem óháð er vegamálum, nemur 9,28 krónum á lítra að viðbættu flutn- ingsjöfnunargjaldi sem nemur 0,36 aurum á hvern lítra. að sögn Loks innheimtir ríkið 24,5 pró- senta virðisaukaskatt af heildar- gjaldinu. Að viðbættu innkaups- verði og álagningu olíufélaganna fæst það gjald sem íslendingar greiða fyrir lítra af bensíni. Með- alverð á bensíni er núna um 150 krónur. Af þeirri upphæð tekur ríkið því um 72 krónur. Tæpir 15 milljarðar FÍB sagði árið 2006 að gróflega mætti gera ráð fyrir að um 200 milljónir lítra af bensíni seljist ár- lega á íslandi. Samkvæmt útreikn- ingunum hér að ofan fær ríkið því um 14,6 milljarða íslenskra króna af bensínviðskipmm íslendinga. Þó ber að hafa í huga að bílaeign íslendinga hefur aukist töluvert frá því í hitteðfyrra. Þessari skatt- lagningu ríkisins hafa vörubíl- stjórar mótmælt harðlega und- anfarna daga, en klukkan 16 í dag hafa vörubílstjórar efnt til fjölda- mótmæla við Austurvöll, þar sem álögum ríkisins á bensín verður mótmælt áfram. VERÐÞRÓUN A SJÁLFSAFGREIÐLUBENSÍNI FRÁ JANÚAR 2005 TIL 1. APRlL 2008 MEÐALVERÐ í MÁNUÐI Bensínverð hefur hækkað um rúmar 50 krónur á rúmum þremur árum. Verðið er f sögulegu hámarki. HEIMILD: FfB 149 kr. 139 kr. 129 kr. 119kr. 109 kr. 99 kr. 2005 2006 2007 2008 9 milljarðar fyrir dísilolíu Ríkið tekur einnig sinn skerf af sölu á dísilolíu hér á landi. Sér- stakt olíugjald er 41 króna á lítra. Flutningsjöfnunargjald er 0,72 aurar á hvern lítra auk þess sem 24,5 prósenta virðisaukaskattur leggst á dísilolíuverðið. Algengt verð á dísilolíulítranum er nú 156 krónur. Ríkið tekur af þeirri upp- hæð um 72,4 krónur. FÍB sagði í hitteðfyrra að íslendingar keyptu um 120 milljónir lítra af dísilol- íu. Sú tala hefur líklega hækkað töluvert, en miðað við hana hef- ur íslenska ríkið tæpa 9 milljarða í tekjur af dísilolíusölu. Varlega áætíað nema tekjur ríkisins af sölu á dísilolíu og bensíni því um 24 milljörðum. Meira fyrirvaskinn Samkvæmt upplýsingum frá FÍB hafa föst gjöld á bensín og olíu haldist óbreytt undanfarin þrjú ár. Tekjur ríkisins af bensín- sölu hafa þó aukist vegna þess að bensínlítrinn hefur hækkað hratt undanfarin misseri. Fyrir ári var kostnaðarverð hvers bensínlítra um 31 króna. Nú kostar lítrinn hins vegar um 48 krónur og því hafa tekjur ríkisins af virðisauka- skatti á bensíni aukist, þó önnur gjöld hafl lækkað hlutfallslega. Gjöld á dísilolíu hafa einnig verið óbreytt undanfarin ár. Olían hefur hins vegar hækkað úr 29 krónum í 61 á einu ári. Auknar virðisauka- tekjur ríkisins á lítra vegna þessa eru um 7 krónur. Ekki meiri hagnaður Oh'ufélögin hafa legið undir ámæli vegna þess hve hratt elds- neytisverð hækki, þrátt fyrir að engin oh'uskip séu sjáanleg við hafnir landsins. Þau græði á því að selja íslendingum eldsneyti á há- marksverði, jafnvel þótt þau hafi fyrir löngu keypt eldsneytið, þegar verðið var lægra. Magnús Asgeirs- son, innkaupastjóri eldsneytis hjá Nl, segir tekjur fyrirtækisins ekíd hafa aukist þrátt fyrir að bensín- verð hafi hækkað. „Flestallar vör- ur í okkar samfélagi eru fjármagn- aðar með lánum. Sama gildir um eldsneytið. Það er mjög sérstakt ef menn geta staðgreitt farm af olíu • sí svona. Eins og allir aðrir borg- um við því hærri upphæð af lán- um okkar, þegar króna veikist. Oftast er olía keypt inn á svoköll- uðu mánaðarmeðaltali, þannig að við högnumst ekki á því þó heims- markaðsverð á eldsneýií breytist ' hratt. Þótt olían sé til í birgðum er lán á móti olíunni," segir Magnús. Ófrágengið dánarbú „Það er ekkert að frétta," segir Arni Vilhjálmsson, lögfræðingur Miyoko Watai, japanskrar ekkju Bobbys Fischer. Ami bíður enn afgreiðslu embættis sýslumanns í Reykjavík um einkaskipti dán- arbús skákmeistarans til handa skjólstæðingi sínum. Skiptaleyf- ið hefur enn ekki verið gefið út og telur Arni líklegt að það sé á meðan beðið er gagna frá lög- manni meintrar dóttur Fischers. „Það er enn beðið eftir frekari gögnum frá filippseyska lögfræð- ingnum. Þau hafa ekki verið lögð fram enda tel ég hann ekki hafa nein slík gögn," segir Arni. Dýrara að hringja úr landi Landsmenn mega eiga von á því að greiða meira fýrir ut- anlandssímtölin sín hér eftir en hingað til. Síminn tilkynnti í gær um hækkun millilanda- símatala og er ástæðan sú hversu mjög gengi krónunnar hefur fallið að undanförnu. Stjórnendur Símans ákváðu jafnhliða verðhækk- uninni að verðið skyldi endur- skoðað í hverjum mánuði. Því getur verðið breyst eftir því sem aðstæður breytast. FLGrouptapar á Finnair FL Group, sem áttí fyrir ári nær fjórðung hlutabréfa í finnska flugfélaginu Finnair seldi í gær síðustu hlutabréf sín í félag- inu. Fyrir viðskiptin í gær átti FL Group 12,69 prósent hlutafjár í Finnair en seldi þau fýrir 13,6 milljarða króna. Bréfin eru seld á lægra verði en þau voru keypt og nemur tap FL Group á viðsldpt- unum með bréfin 1,7 milljörðum króna. Salan er til að styrkja stöðu fýrirtækisins og minnka vægi eignarhluta í skráðum félögum sem ekki eru fjármála-, trygg- inga- og fasteignafélög. Umhverfisdagar íHáskólanum Umhverfisdagar Háskóla ís- lands hefjast í dag og standa fram á fimmtudag. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka dagskrá í Háskólanum. Tilgangur daganna er að auka umhverfisvitund meðal stúd- enta og starfsfólks skólans og verður áherslan á þessum fýrstu umhverfisdögum lögð á endur- vinnslu og neyslu. Aðstandendur umhverfisdaga eru Gaia - félag meistaranémá í umhverfis- og auðlindafræðum, Stúdentaráð Háskóla fslands og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Hí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.