Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 11
DV Frittir ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 11 s % ■ps.; 1 í ' „Dýryrði ekki látið ganga T gegnum það sem ég hefþolað" sagði Sebire. Dó í trássi við dómsúrskurð Tveimur dögum eftir úrskurð fransks dómstóls fannst Chantal Sebire látin á heimili sínu. Eftir að úrskurðurinn hafði verið kveð- inn upp sagðist Sebire ekki ætla að áfrýja. Hún gaf aftur á móti í skyn að hún færi hugsanlega til Sviss eða annars lands þar sem heimilt er að aðstoða við sjálfsmorð. „Ég veit hvernig ég get komið höndum yfir þá hluti sem ég þarf, og ef ég fæ þá ekki í Frakklandi, fæ ég þá ann- ars staðar," sagði hún. Krufning leiddi í ljós að hún hafði innbyrt banvænan skammt svefnlyfja. Mál Chantal Sebire vakti mikla samúð í Þýskalandi og varð upp- spretta mikillar umræðu, ekki síst fýrir þær sakir að hún hafði of- næmi fyrir sterkum verkjalyfjum eins og morh'ni. Þýska tímaritið Die Welt sagði meðal annars að þeim rökum andstæðinga líknar- dráps, að verkjalyf og nýjar aðferð- ir við umönnun þjáðra einstakl- inga gerðu líknardráp óþarft, hefði verið hnekkt. „Mál Sebire sýndi að þau eru takmörkunum háð," sagði Die Welt. Líknardráp og kristin trú Die Welt velti einnig upp spum- ingunni um sjálfsvíg og kristna trú. Samkvæmt kristinni trú og siðfræði hafa sjálfsvíg lengi verið fordæmd. Kaþólska kirkjan fordæmir undan- tekningarlaust sjálfsvíg, en lúther- strú sýnir meira umburðarlyndi og sldlning þar á. Lúthersk trú viður- kennir að kringumstæðum kunni að vera þannig háttað að skiljanlegt sé að fólk velji þann kost að binda enda á eigið líf. Nægir í því sam- bandi að horfa til vígvalla á styxj- aldartímum og þeirra þjáninga sem hermenn margir hveijir hafa Chantal Sebire Var með sjaldgæfan sjúkdóm og svipti sig lífi í trássi við dómsúrskurð. þurft að þola, og einnig ef um er það að ræða að menn fómi sjálfum sér til bjargar mörgum. En í meginatriðum lítur krist- in kirkja þeim augum á málið að sá sem meðvitað eyðir lífi sínu sé strangt til tekið liðhlaupi sem neit- ar að horfast í augu við þær hörðu prófraunir sem fyrir hann em lagð- ar. Þar er horft til vegferðar manns- ins sem pílagrímsgöngu sem eigi skuli skerast undan. Á fyrri tímum var afstaða kirkj- unnar gegn sjálfsvígum svo ein- dregin að sá sem sekur gerðist um slíkt var grafinn utan kirkjugarðs í óvígðri mold og talið að viðkom- andi hefði að steypt sál sinni í glöt- un. Að vera grafinn utan ldrkju- garðs hafði ekki aðeins afleiðingar gagnvart þeim sem hlaut það hlut- skipti aukinheldur bjuggu eftirlif- andi venslamenn í mikilli angist vegna þess. 1 Die Welt segir: „í augun trú- aðra kristinna manna er sjálfs- ákvörðun um eigin dauða brot, til- raun til að hafa áhrif á sköpunina sem einungis heyrir undir Guð, en geta trúaðir raunverulega krafist þess að trúlausir tileinki sér sjónar- mið þeirra?" Múslímar fleiri en kaþólikkar í fyrsta skipti í sögunni: Krístin trú fjölmennust íslamstrúarmenn eru í fyrsta skipti í sögu mannkyns orðnir fjölmennari en rómversk-kaþólskir. Þetta kem- ur fram í L'Osservatore, fréttablaði Vatikansins. í viðtali við blaðið segir Vittorio Formenti, sem sér um árbók Vatikansins, að samkvæmt tölum frá árinu 2006 væru múslímar 19,2 pró- sent mannkyns, en kaþólikkar 17,4 prósent. „í fyrsta skipti í sögunni erum við ekld lengur í fyrsta sæti; múslímar hafa skotið okkur ref fyrir rass," sagði Formenti. Spurður um hugsanleg- ar ástæður fyrir þessu forskoti sem múslímar hafa náð sagði Formenti að orsakirnar væri að finna í samfé- lagsgerð múslíma. „Á sama tíma og múslímsk hjón, eins og er alkunna, halda áfram að eignast mörg börn, eignast kristið fólk sífellt færri böm," sagði Formenti. Kristnir enn fleiri Enn eiga múslímar langt í land með að jafna samanlagðan fjölda kristinna í heiminum, en þeir em um þrjátíu og þrjú prósent mann- kyns. Vittorio Fermonti sagði að Suður-Ameríka væri helsta vígi kaþólsku kirkjunnar í dag og sagði að á meginlandi Ameríku byggi hátt í helmingur mannkyns. Ferm- onti impraði á fækkun í stétt kaþ- ólskra presta, og sagði að stétt nunna stæði frammi fyrir hrikalegri fækkun. Að mati Vatikansins er fjöldi kaþólikka í heiminum um 1,13 milljarðar, en samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið frá múslímskum löndum er fjöldi múslíma um 1,3 milljarðar. 1 Róm er stærsta moska í Evr- ópu. Hún var opnuð 1995 og reist fyrir fé frá múslímskum löndum, mestmegnis Sádí-Arabíu. Það skýt- ur skökku við í ljósi þess að yfirvöld í Sádí-Arabíu banna iðkun kristinn- ar trúar, en íhuga að leyfa byggingu kirkju sem hluta af samningaum- leitunum sem miða að því að koma á stjórnmálasambandi. Starfsmenn Arkar Zoe náðaðir af forseta Tsjad: Stuttur þrælkunardómur Forseti Afríkuríkisins Tsjad hefur náðað sex hjálparstarfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Örk Zoe sem dæmdir voru til átta ára þrælkunar- vinnu 26. desember síðastliðinn. Þeim var gefið að sök að hafa 25. október gert tilraun til að ræna eitt hundrað og þremur tsjadneskum bömum sem ætiunin var að flytja til Evrópu með flugvél. Upp komst um málið þegar verið var að flytja bömin um borð í flugvélina. Hestum bamanna átti að koma í hendur fósturforeldra í Evr- ópu. Hjálparstarfsmennimir sögðu á sínum tfrna að um væri að ræða mun- aðarlaus böm frá átakasvæðum í Darf- úr-héraði í Súdan og ætlunin hefði ver- ið að bjarga þeim frá illum örlögum. Rannsókn málsins leiddi hins vegar í ljós að stærstur hluti bamanna var frá tsjadneskum þorpum við iandamæri TækninstríðirBretum Nýjasta álma Heathrow-flugvallar var opnuð síðastíiðinn fimmtudag. Þessi skrautfjöður átti að vera tákn um tæknilega fullkomnun og hafði verið beðið af mikilli eftirvænt- ingu, en óhætt er að segja að tækn- in hafi strítt Bretum þar á bæ. Hátt í þrjú hundruð flugferðum hefur verið aflýst og á milli fimmtán og tuttugu þúsund töskum hefur verið hrúgað upp í flugstöð 5. Að sögn starfsmanna var það far- angurskerfið sem orsakaði vanda- málið sem hefur valdið breska flugfélaginu British Airways mikl- um álitshnekki. Afköst í nýju álm- unni eru einungis um áttatíu og sjö prósent af því sem eðlilegt ætti að vera og var í gær varað við frekari truflun á starfseminni. Starfsmenn Arkar Zoe Þegar dómur- inn var kveðinn upp (desember. landsins og áttu flest í það minnsta annað foreldrið á lífi. Afplánun í Frakklandi í desember komust frönsk og tsjad- nesk stjómvöld að samkomulagi um að hjálparstarfsmennimir myndu af- plána dóminn í Frakklandi. Áður hafði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti samið um lausn flugáhafiiaminnar og tveggja franskra ljósmyndara sem vom á vegum hjáiparsamtakanna. Hogið var með þau í fylgd Frakklands- forseta til Frakklands. Lítill vafi var talinn leika á því að for- seti Tsjads myndi náða sexmenning- ana eftir að Frakklandsforseti bland- aði sér í málið. Idriss Déby ku eiga Frökkum að þakka að hann heldur um stjómartauma Tsjad, því franska rflds- stjómin studdi Déby þegar skæruliðar létu til skarar skríða í N'Djamena, höf- uðborg Chad í febrúar. Lögfræðingar sexmenninganna segja að þeir verði látnir lausir um leið og búið er að ganga frá pappírum þar að lútandi. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is ö BETUSAN Minnistöflur FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.