Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. APR(L2008 Sport DV ICE EXPRESS KK 8-LIÐA Snæfell - Njarðvfk 80-66 Stig Snæfells: Justin Shouse 18,Slobodan Subaslc 14,Hlynur E Bæringsson 12, Sig- urður Þorvaldsson 10, Anders Katholm 8 Jón Ólafur Jónsson 7, Ingvaldur M Haf- steinsson 6 Stig Njarðvlkur: Damon Baily 21,Brenton Birmingham 12,Guðmundur Jónsson 11 Egill Jónasson 11.Sverrir Sverrisson 4, Jóhann Ólafsson 4, Hörður Vilhjálmsson 3 Snæfell sigraði einvlgiö 2-0 (R - KR 86-80 Stig (R: Nate Brown 25,Tahirou Sani 18, Sveinbjörn Claessen 16, Hreggviður Magnússon 15, Ólafur Sigurðsson 3, Ómar Sævarsson 3. Stig KR: Avl Fogel 22, Josuah Helm 15, FannarÓlafsson 12, Pálmi Sigurgeirs- son 9. Jafnterleinvlginu 1-1 SÆNSKI Sundsvall - Helsingborg 0-3 Hannes Þ. Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason og Sverrir Garðarsson léku alllr með Sundsvall. Ólafur Ingi Skúlason sat á vara- mannabekknum I hjá Helsingborg. Ljungskille - Hammarby 0-1 Örebro-Trelleborg 1-0 Malmö-IFKGautaborg 1-1 Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar. L U J T Mörk Stig 1. Helsingb 1 1 0 0 3:0 3 2. Djurgard 1 1 0 0 2:1 3 3. Örebro 1 1 0 0 1:0 3 4. Hammar 1 1 0 0 1:0 3 5. Halmsta 1 1 0 0 1:0 3 6. Gautab 1 0 1 0 1:1 1 7. Malmö 1 0 1 0 1:1 1 8. GAIS 1 0 1 0 1:1 1 9. Elfsborg 1 0 1 0 1:1 1 10.AIK 1 0 1 0 0:0 1 II.Kalmar 1 0 1 0 0:0 1 12. Norrkö 1 0 0 1 1:2 0 13.Trelleb 1 0 0 1 0:1 0 14. Gefle 1 0 0 1 0:1 0 15. Ljungs 1 0 0 1 0:1 0 16. Sundsv 1 0 0 1 0:3 0 NORSKI Rosenborg - Lyn 2-1 Indriði Sigurðsson og Thedór Elmar Bjar- nason voru báðlr í byrjunarliði Lyn. L u J T Mörk Stig I.Brann 1 1 0 0 4:2 3 2. Bodo/GI 1 1 0 0 2:0 3 3. Rosenb 1 1 0 0 2:1 3 4Válereng 1 1 0 0 1:0 3 5. Viking 1 1 0 0 1:0 3 6. Lilleström 1 0 1 0 1:1 1 7.Tromsö 1 0 1 0 1:1 1 8. Molde 1 0 1 0 0:0 1 9. Stabæk 1 0 1 0 0:0 1 10. Álasund 1 0 0 1 0:1 0 11. Strömsg 1 0 0 1 0:1 0 12. Lyn 1 0 0 0 1:2 0 13. Fredriks 1 0 0 1 2:4 0 14. Hamark 1 0 0 1 0:2 0 DANSKI Viborg - FC Köbenhavn 2-3 Rúrik Gislason kom inn á f lið Viborg á 76. minútu. L u J T Mörk Stig 1. AaB 22 14 4 4 42:29 46 2. FCK 22 12 7 3 32:16 43 3. Midtjylla 22 11 5 6 31:25 38 4. Horsens 22 9 7 6 29:27 34 5.0B 21 7 11 3 30:17 32 6. Nordsjæl 22 8 8 6 32:28 32 7. Esbjerg 22 9 4 9 42:35 31 8. Randers 22 8 6 8 27:19 30 9. Brondby 22 7 6 9 28:30 27 10.AGF 22 5 5 12 20:31 20 11. Viborg 22 4 2 16 19:48 14 12. Lyngby 21 2 5 14 20:47 11 NÚGETURÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Islandsmeistarar KR tryggðu sér oddaleik í einvígi sínu gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deild- ar karla með 86-80 sigri í Seljaskóla í gær. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslitin. - Á fulla ferð í oddaleik “ Joshua Helm sækir að körfunni. REYKJAVÍKURISARNIR BERJAST í ODDALEIK TOMAS ÞOR ÞORÐARSON bladamadai sLrifar tomas("'(1v is Oddaleik þarf til að útídjá rimmu KR og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Ex- press-deildar karla í körfubolta. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum nokkuð örugglega á heimavelli í leik 1 unnu íslandsmeistarar KR 86-80 sigur á ÍR eftir íramlengingu í gær. KR byrjaði mun betur og sigldi lygnan sjó framan af fyrri hálfleik. Gestimir virtust lítið þurfa að hafa fyr- ir forystunni en þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta með fjórum stigum, 19-23. Undir niðri hjá ÍR blundaði þó alltaf hinn gríðarlegi góði sóknarleik- ur sem tryggði þeim sigurinn í Vest- urbænum og þegar nær dró hálf- leiksflautunni fóru ÍR-ingar að síga á. Nate Brown fór fyrir ÍR-liðinu en leik- stjómandinn snjalli var stórkostíegur í leiknum. Hann ásamt Hreggviði Magnús- syni var einnig frábær hjá ÍR leiddu Breiðholtspilta til baka eftir að hafa verið undir með átta stigum, 22-30, sném ÍR-ingar blaðinu við og leiddu í hálfleik með einu stigi, 39-38. ÍR tók völdin Þriðji leikhluti var ÍR-inga en heimamenn spiluðu hreint frábær- lega í honum. Nate Brown var óstöðv- andi og lét sér fátt um finnast að negla niðurþristum afmargra metra færi og þá var Hreggviður áfram góður und- ir körfunni. Fleiri heimamenn lögðu árar í ár eins og Sveinbjörn Claessen sem skoraði oft mikilvægar körfur. Fyrir lokaleikhlutann vom heima- menn úr Breiðholti fimm stigum yfir, 60-55, og gífurlegur uggur var í leik- mönnum KR sem létu allt fara í taug- arnar á sér og þá sérstaklega dómar- ana. Nate klúðraði flautukörfu Allt annað var að sjá til KR-liðsins í lokaleikhlutanum þar sem það spil- aði eins og sannir meistarar. Smátt og smátt söxuðu þeir niður forskot heimamanna og á endanum tókst þeim að jafna leikinn 70-70. ÍR-ingar enduðu með að fara í lokasókn þegar sex sekúndur eftir í stöðunni 72-72 og lögðu upp í eitt skot fyrir Nate Brown þar sem hann hefði getað fullkomnað leik sinn. Nate komst alia leið upp að körfunni á þessum sex sekúndum en klúðraði sniðskoti um leið og flautan gall og þurfti því að grípa til framleng- ingar. Meistararnir stóðust pressuna I framlengingunni var það KR sem bar sigur úr býtum með gríðar- lega mikilvægum körfum undir lokin. Hvorugt liðið hitti vel í framlenging- unni til að byrja með en Pálmi Sigur- geirsson setti niður gífurlega góðan þrist þegar lítið var eftir og í raun gerði út um leikinn. 86-80 stiga sigur KR en Hregg- viður Magnússon, leikmaður ÍR, var ekkert að svekkja sig eftir leik. ,,KR sýndi að það er mjög öflugt lið og af hverju þeir eru íslandsmeistarar þarna undir lokin. Við erum yfir all- an leikinn en þeir ná að setja saman gríðarlega góðar körfur undir lokin og kláruðu þetta þannig,” sagði stóri maðurinn en er hvergi banginn fyrir oddaleikinn. „Við erum nú búnir að vera yfir mestallan tímann í báðum leikjun- um og það er óþarfi að breyta því. Við munum halda því áfram og klára þetta einvígi í síðasta leikn- um,” sagði Hreggviður ákveðinn. Alex Ferguson er sigurviss fyrir leik gegn Roma í 8 liöa úrslitum Meistaradeildarinnar: VITUMVIÐ HVERJU Á AÐ BÚAST Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, er fullur sjálfstrausts fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. Lið- in mættust í sömu keppni á síðustu leiktíð og Manchester United fór illa með Roma þegar liðið vann Roma samanlagt 8-2 í tveimur leikjum. „Roma-liðið hefur bætt sig á þess- ari leiktíð en við höfum þegar leikið gegn því tvisvar og vitum við hverju við getum búist," segir Ferguson en liðin mættust tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót. „Þetta verður ekki auðvelt en við erum í góðu formi eins og stendur og ekkert því til fyrirstöðu að við höid- um því áfram," segir Ferguson en hans menn léku afar vel í 4-0 sigri á Aston Villa um helgina. I þeim leik skoraði Wayne Roon- ey tvö mörk en hann hefur ekki skor- að jafnmikið og væntingar stóðu til á leiktíðinni þótt hann hafi leikið vel. Rooney hefur aðeins skorað eitt mark í Meistaradeildinni það sem af er leiktíðar og hann iðar í skinninu að skora fleiri. „Þetta verður risaleik- ur fyrir okkur og við undirbjuggum okkur vel fyrir hann með sigrinum um helgina. Þetta er leikur sem all- ir knattspyrnumenn vilja taka þátt í," segir Rooney. Luciano Spalletti, þjálfari Róm- verja, er hvergi banginn þrátt fyr- ir að lið hans hafi tapað illa fýrir Manchester United í sömu keppni fyrir ári. „Líkt og ávallt munum við nálgast þennan leik með ró í huga. Vissulega eru þetta sérstakir leildr og við þurfum á einhverju sérstöku að halda frá leikmönnunum," segir Spalletti. í kvöld fer einnig fram leikur Barcelona og Schalke. Hvorugu lið- inu hefur gengið sem skyldi í deild- arkeppninni og góður árangur í Meistaradeildinni gæti bjargað starfi þeirra. FrankRijkaard, þjálfari Barce- lona, lýsti frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik gegn Betis sem „óút- skýranlegri", en liðið var tveimur mörkum yfir í leikhléi en tapaði svo 3-2. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.