Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. APR(L 2008 Slðast en ekki slst DV BÓKSTAFLega „Ég lagðist bara í hálfgert þunglyndi yfir páskana ogsáengabirtu fram undan." ValurKristins- son, yfirmaður fíkniefnadeildar tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, missti móðinn þegar Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, tilkynnti að hann hygðist hætta störfum vegna hugmynda Björns Bjarnasonar um breytingar á embætti hans. „Við viljum helst gleðja vinstri æna sem ra oftast." ■ Kristján L. Möller samgönguráð- herra (lok svars síns á Alþingi við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns vinstri grænna, um grænarsamgöngur 31.mars. „Vinnutími er glataður líftími." ■ Sigurður Harðarson hjúkrunarfræðingur, betur þekktur sem Siggi Pönk, um lífið og tilveruna ( 24 stundum 29. mars. „Kalli Bjarni er frábær strákur þegar hann er heill heilsu. Hann á mjög erfitt um þessar mund- ir og satt oest að segja t v óttast ég mjög V^> umlífhans. . Vonandi A nærhann 'fJr séruppúr þessu. ■ Góður félagi Kalla Bjarna, en Idol- stjarnan fyrrverandi var handtekin á föstudaginn með 70 grömm af amfetamíni (fórum sínum. ,JSJiðrí Skaftahlíð situr svo þögull þorlaus steinn og skrifar leiðara í boði Baugsfeðga, hafandi ný- svikið þá með orðhengils- hætti íþeirra eigin blaði." ■ Hallgrímur Helgason í pistli slnum Valdið er laust (Fréttablaðinu. En Hallgrímur er kominn í skotskóna. „Ekki ólíkir í útliti." ■ Eggert Þorleiffson leikari, (DV, en hann segist Kkjast persónu sinni, Haraldi í Stóra planinu, (útliti en ekki meira. „Ég er viss um að þetta takist núna, það er engin leið að þær nái mér emr þetta. Forskotið er það mikið." Ásdls Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta á visir.is. Ásdís mun að öllum líkindum komast í raunveru- leikaþátt í Ástralíu. „Margir hafa sopið hveljur þegar ég hef sagt þeim að Rod Stewart sé einn af mínum uppáhaldsrokk- tónlistarmönnum. Þeir þekkja þá ekki plöturnar sem við Daníel Ág- úst höfum hlust- aðá." ■ Egill Helgason á bloggi sínu en hann fann hauk í horni þegar upp komst að Daníel Ágúst væri aðdáandi Rods Stewart. GEIRAÐGERÐALAUS KÓNGUR í RÍKISÍNU Sturla Jónsson atvinnurek andi er í forsvari fýrir mótmæli vörubílstjóra sem eru óánægðir með vökulögin og álögur ríkisins á eldsneyti. Hver er maðurinn? „Sturla Jónsson, maður í þágu fólksins." Hvað drífur þig áfram? „Mikil réttlætiskennd og viljinn til þess að hafa ofan í mig og á. Ég er á því að menn eignist peninga á heiðarlegum hátt, án þess að það bitni á öðrum." Hvaðan ert þú? „Ég er úr Deildartunguætt í föð- urætt en úr móðurætt er ég af Hóls- fjöllum. Ég er frændi samherja- manna." Átt þú stóra fjölskyldu? „Já, gríðarlega stóra. Eitthvað á fimmta hundrað manns er skylt mér á einn eða annan hátt." Hver eru þín áhugamál? „Lífið sjálft." Hvert er draumastarfið þitt? „Það væri draumur að geta haft það jafnnáðugt og Geir H. Haarde forsætisráðherra sem situr aðgerða- laus eins og kóngur í ríki sínu og hugsar ekki um annað en sjálfan sig." Ætlar þú til útlanda í sumar? „Nei, maður þarf að reyna að láta vélarnar snúast á þeim krepputím- um sem nú ríkja. Skynsemin seg- ir mér að fara frekar út að vetri til, þegar skammdegið og kuldinn herja á landið. Ég reyni því oftast að fara út þegar dimmast er á landinu." Hvar myndir þú vilja búa, ef ekki á (slandi? „Bandaríkjunum. Þar er gott að vera enda hef ég margoft komið þangað." Hvernig finnst þér mótmælin hafa heppnast hingað til? „Hvað almenning varðar hafa þau tekist gríðarlega vel. Ég er hins vegar elcki jafnánægður með við- brögð ráðamanna." Hvað er viðunandi að olíuverð sé hátt? „Ef við miðum okkur við Banda- ríkin, sem eru umsvifamikil í olíu- viðskiptum, ætti lítrinn ekki að kosta meira en svona 75 krónur." m ■ ■ Eru kröfurnar raunhæfar? „Já, þær eru raunhæfar." Hversu lengi munuð þið mótmæla? „Fólk mun mótmæla þangað til ráðamenn framkvæma hlutina. Fólk vill ekki að þetta fari í nefnd.“ Hafið þiðfengið mikinn stuðning? „Níutíu og fimm prósent þjóð- arinnar styðja við bakið á okkur í þess- um mótmælum. Þessi mótmæli eru í þeirra þágu og fólk styður sjálft sig gegn álögum ríkisins." Hvað er næst á dagskrá? „Við munum halda áfram að beijast við ríkið. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í mótmælunum á Austurvelli í dag og sýna sjálfum sér stuðning." SANDKORN ■ Geiri Ólafssyni stórsöngv- ara er fleira til lista lagt en að syngja. Geir reynir nú fyrir sér sem umboðsmaður og hans fyrsti skjól- stæðingur er Birg- ir Gunn- arsson, eða Biggi Gunn eins og hann er einnig kall- aður. Biggi sendi nýlega frá sér plötuna I Was Younger Than en á henni syngur Biggi gamla íslenska slagara með enskum texta og heftir vakið athygli vestanhafs. ■ Þeir sem fylgjast með Manna- veiðum á RUV vita nú að bank- inn Glitnir er flæktur inn í sögu- þráðinn. Eitt fórnarlambanna starfaði hjá bankanum og einn þeirra grunuðu er í brúnni. Glöggir hafa væptaniega tekið eftir því að Glitnir er einn styrkt- araðila þáttarins, en það er tek- ið fram í bæði byrjun og lokin. Ótrúleg tilviljun, kannski ekki. Spurt er, getur hver sem er keypt sig í söguþráðinn? ■ Þessu tengt; spennuþætt- ir í sjónvarpi eru mikið í um- ræðunni þessa dagana eftir að Pressan var sýnd á Stöð 2 fyrr í vetur og Mannaveiðar fylgdu svo í kjölfarið. Danir hafa stundað slíka þátta- gerð í fjölda ára eins og íslendingar hafa fengið að kynn- ast og látið afar vel af. Dönsku fræðimennirnir Gunhild Agg- er og Ib Bondebjerg halda fyrirlesturinn Dansldr sjón- varpsþættir, hver er galdurinn? í Háskóla íslands í dag klukkan 16.30. Þar fjalla þeir meðal annars um einkenni danskra sjónvarpsþátta og að hve miklu leyti þeir endurspegla danskan veruleika. Fyrirlestur- inn fer fram í stofu 222 í Aðal- byggingu skólans. Stóra planiö var aðsóknarmesta mynd helgarinnar sem leið: Tæplega 6.000 á Stóra planið „Þetta er bara prýðileg byrjun og gott að fólk tekur vel í þetta," seg- ir Ólafur Jóhannesson en myndin hans Stóra planið fékk góða að- sókn um helgina og var aðsókn- armesta myndin. Frá föstudegi til sunnudags lögðu 5.872 manns leið sína á myndina sem er fyrsta leikna myndin sem Ólafur leikstýr- ir. „Ég hef þá reglu í lífinu varðandi þetta eins og ástarsambönd. Það er ágætt að hafa væntingar nálægt núllinu," segir Ólafur glettinn þeg- ar hann er spurður hvort tölurnar hafi staðist væntingar hans. Tekjur myndarinnar á þessari ffumsýningarhelgi voru 5.983.200 krónur sem verður að teljast nokkuð gott. Myndin í öðru sæti um helgina var Vantage Point með þeim Dennis Quaid, Forest Whitaker og Matthew Fox úr Lost í aðalhlutverkum. Hún þénaði 1.619.900 krónur en 2.068 lögðu leið sína á hana. Þessar fyrstu aðsóknartölur Stóra plansins gefa góð fyrirheit en það er langt í land ef myndin ætlar að stjaka við Brúðguman- um sem er aðsóknarmesta mynd- in hér heima það sem af er árinu. Hún hefur þénað yfir 45 milljón- ir króna sem er meira en Astrópía gerði á síðasta ári en hún var tekju- hæst 2007. asgeir@dv.is Benedikt Erlingsson og Ólafur Jóhannesson Stóra planið þénaði tæpar sex milljónir á sinni fyrstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.