Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1. APRlL 2008 17 Snæfell er komið í undanúrslit eftir 80-66 sigur á Njarðvíkingum í Fjárhúsinu í Stykk- ishólmi. Sigurinn var aldrei í hættu því Njarðvíkingar gerðu of mikið af byrjendamis- tökum og komust aldrei í takt við leikinn. Snæfell vann einvígið sannfærandi 2-0 Kampakátir Snæfellingar fögnuðu sigri á Njarðvlk vel í eftir leik liðanna. í KAUPOir BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaöamadur skrifar: benni@dv.is Snæfellingar eru komnir í undanúr- slit úrslitakeppninar eftir sannfær- andi 14 stiga sigur á Njarðvíkingum 80-66. Hólmarar unnu því einvígið 2-0 nokkuð sannfærandi. Njarðvíkingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir einvígið því Friðrik Stef- ánsson gat ekki leikið með. Friðrik byrjaði alla leiki Njarðvíkur liðsins og skildi einfaldlega eftir sig of stórt skarð sem aðrir leikmenn náðu eng- an veginn ekki að fylla. Snæfellingar léku grimma vörn í gær sem skilaði sér í því að Njarðvík skoraði aðeins 66 stig, sem er ekki mjög mikið á skala Njarðvíkur. Snæfellingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, rifu hvert frákastið niður á fætur öðru og kafsigldu gest- ina til að byrja með. Komust í 14-6 en þá kom smá kraftur í gestina. Náðu að minnkamuninn ogvarstaðan 18- 12 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar söknuðu Friðriks Stefánssonar mikið í ffáköstunum en þeir hófu annan leikhluta af fít- ónskrafti með troðslu Damons Ba- ily. Skömmu síðar kom risinn Egill Jónasson með einhverja óvæntustu körfu leiksins, hann vippaði sér fyr- ir utan þriggja stiga línuna og negldi einu stykki þriggja stiga niður. Sann- arlega ekki á hverjum degi sem Egill tekur upp á slíkri iðju en skotið var fallegt og leit vel út allan tímann. Snæfellingar höfðu þó alltaf frum- kvæðið og voru ávallt á undan. Þegar menn gengu til búningsherbergja að hlusta á hálfleiksræður þjálfara sinna var staðan 37-30 fyrir heimamenn. Stóru mennirnir Hlynur Bærings- son og Sigurður Þorvaldsson voru sterkir í fyrri hálfleik og voru með átta stig hvor og slatta af ffáköstum. Hjá gestunum var Brenton Birm- ingham mikið í boltanum og leitaði uppi samherja sína. Hins vegar var nýtnin ekkert til að hrópa húrra fyr- ir og nokkrir leikmenn að gera byrj- endamistök. Mistök á mistök ofan Og mistökin héldu áffam í þriðja og fjórða leikhluta. Skot gestanna litu hreinlega illa út, voru tekin á erfiðum stöðum og í erfiðum færum. Njarð- víkingar hreyfðu sig lítið án boítans og stundum hentu þeir boltanum bara út af. Það var helst Guðmundur Jónsson sem gladdi augað en hann setti nokkur falleg stig niður. Snæ- fell var þó alltaf með undirtökin með Justin Shouse í broddi fylkingar sem besta mann. Shouse leiddi sóknarlín- una af miklum myndarskap og fann félaga sína ótt og títt. Anders Katholm setti tvo þrista niður í upphafi fjórða leikhluta og gaf tóninn sem koma skyldi. Þegar svo Magni Hafsteinsson stal boltanum og Hörður Vilhjálmsson fékk á sig ásetn- ingsvillu í kjölfarið var allur vindur úr gesmnum. Þeir vissu að þeir væru komnir í sumarffí. Sverrir Sverrisson tók síðasta skot gestanna nánast frá miðju, gjörsam- lega glórulaust skot, heimamenn brunuðu í sókn og Shouse sendi glæsilega sendingu, trúlega falleg- ustu sendingu kvöldsins, á Sigurð Þorvaldsson sem tróð viðstöðulaust. Glæsileg karfa sem lengi verður í minnum höfð. Minnti á NBA og á vel heima í topp 10 tilþrifúm næturinnar á NBA-sjónvarpsstöðinni. 80-66 urðu lolcatölur og Njarðvíkingar komnir í frí. Snæfells hins vegar bíða undanúr- slit en gegn hverjum er ekki vitað. Áfram rokk og ról „Þeir komast inn í leikinn á for- sendum sem við ætluðum að koma í veg fyrir, að láta þá skjóta úr horn- inu og ef þeir hefðu hitt þar myndu þeir vinna okkur. En fyrir utan smá kafla var þetta alltaf öruggt hjá okk- ur," sagði Hlynur Bæringsson, fyrir- liði Snæfells. „Þeir eru miklu veikari inni í teig en við þótt Jói hafi staðið sig vel en Frikki er það mikilvægur að það skildi eftir sig of stórt skarð. Frildd er góður vinur minn og ég óska honum góðs bata. Hins vegar var ég voðalega feginn að losna við hann. Hann er stór og mikill og það er þreytandi að berjast við hann.Ég væri alveg til í ef eitthvað léleg lið væri eftir en það er víst ekki svo. En við ætíum að vinna rest," bætti Hlynur við. „Það er alltaf hundleiðinlegt að detta út," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíldnga, súr í bragði. „Það má alveg segja að við höfum mætt ofjörlum okkar en við erum með haug af mistökum í olckar leik og þessi mistök eru nokkuð sem við þurfum að laga. Það voru allt of margar feilsend- ingar sem þurfti ekki. Þegar það er svona er ómögulegt að vinna þetta lið. Það er það sterkt," sagði Teitur og bætti við að hann væri ekki viss um hvort hann yrði áfram með liðið. Sigurður Þorvaldsson fékk smá gulrót í lok leiks en hann var út- nefndur íþróttamaður Stykldshólms. „Það er gaman að þessu, alltaf gam- an að fá viðurkenningu og ekki verra að það sé eftir sigurleik. Það hefði verið ömurlegt að taka við þessu ef við hefðum tapað og það kom í raun aldrei til greina. Þeir komu aðeins til baka í síð- ari hálfleik sem við vissum að þeir myndu gera. En ég var aldrei mjög hræddur. Þeir minnkuðu muninn í 56-53 en þá fékk ég einhverja tilfinn- ingu um að slæmi kaflinn væri búinn og það gekk eftir. Við spiluðum mjög fína vörn og þetta var kannski ljótur leikur á að horfa en við gerðum okkar í vörn- inni. Við byrjum næstu viðureign á útivelli en við fáum fleiri sénsa til að stela útileik en í þessari seríu þannig að þetta verður áfram rokk og ról." Nítján ára Serbi heillar stórliðin í Evrópu: NÝSTJARNA í FÆÐINGU „Hann er kannski 10 milljóna evra (1,2 milljarðar lcróna) virði í dag en það er elcki langt í að hann verði 25 milljóna evra (3 milljarðar króna) virði." Þetta voru orð Gertjans Ver- beek, þjálfara Heerenveen, um nítj- án ára serbneska ungstirnið Miralem Sulejmani í samtali við blaðamenn eftir tapleik liðsins gegn Ajax um helgina. Þessi nítján ára piltur skor- aði annað mark Heerenveen, lagði upp hitt, skaut tvisvar í tréverkið og kom sér í þrjú önnur færi í 4-2 tapi sinna manna. Þessi marksækni stráksins hefur heillað marga en ekld einungis hef- ur hann leikið alla þrjátíu og fimm leiki Heerenveen á tímabilinu held- ur hefur hann einnig skorað fimmt- án mörk. „Ég er að hætta í sumar og vonandi fær félagið góðan þjálfara sem getur hjálpað Mickey [Miralem] að þróast sem leikmaður. Þeir reyna eflaust að halda honum en það verð- ur erfitt," sagði Gertjan einnig og bætti við. „Ef ég væri í Ajax myndi ég vita allt um strákinn." Þessi orð um Ajax voru ekki úr lausu lofti gripin en í stúkunni á leiknum var verðandi þjálfari Ajax, Marco Van Basten, að fylgjast með stráknum. Gertjan bætti við að það væru ekki einungis Ajax og PSV sem hefðu efni á pilti en útsendari frá Chelsea var einnig í stúkunni. Talið er að Chelsea ætli að kaupa Miralem í sumar og lána hann strax til PSV Eindhoven lílct og það gerði við Bras- ilíumanninn Alex árið 2004. Ajax er einnig talið mjög líldegt að næla í strákinn en Marco Van Bast- en hefur lofað breytingum hjá Ajax í sumar. Basten vill bæta Miralem í sóknarlínu sína og styðja þar við Úr- úgvæann Luis Suárez og Klaas-Jan verið á förum og það einnig til Chels- Huntelaar en sá síðastnefndi gæti ea. tomas@dv.is MEISTARA- DFILDIN m k CHAMPIONS 'J 1 LEACUE ÖSKRAÐIAF GLEÐi „Þegarég heyrði að við myndum mæta Manchester United aftur (átta liða úrslitum steytti ég hnefum og öskraði af gleði," sagði fram- herji Roma, Mirko Vucinic, við Channel 4 fyrir leik Roma og Manchester United í meistara- deildinni í kvöld. Vucinic getur ekki beðið eftir því að koma fram hefndum eftir 7-1 tapið á sama stað í keppninni í fyrra. Serbneski framherjinn er þó í framlínunni á kostnað Frances- cosTotti sem missir af fyrri leiknum vegna meiðsla.„Það er hryllilegt að missa af þessum leik og ég hreinlega trúi ekki að ég þurfi að vera í stúkunni á meðan hann er spilaður," sagðiTotti á blaðamannafundi. Roma er í smá vandræðum í vörninni en Brasilíumaður- inn Juan glímir við meiðsli en hann missti af síðasta leik liðsins (deildinni. Gamli Everton-maðurinn Matteo Ferrari er þó í startholunum og mun byrja leikinn nái landi hans sér ekki af meiðslunum. MARGIRTÆPIR HJÁ UNITED Michael Carrick, Rlo Ferdinand, Patrice Evra og Ryan Giggs ferðuðust allir með Manchester United til Rómar þar sem þeir munu leika gegn Roma í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Fyrstu þrír voru allir (byrjunarliði United um helgina gegn Aston Villa en var öllum skipt út af á sama tíma. Sir Alex Ferguson hefur látið það í veðri vaka að þessir menn séu tæpirásamt markverðinum Edwin Van Der Saar sem lék ekki gegn Villa. Ferdinand og Van Der Saar voru einnig tæpir fyrir leik United gegn Liverpool um þar síðustu helgi en léku báðir. Enn fremur hefur sir Alex varað Roma-menn við Wayne Rooney.„Það má ekki gleymast hversu frábær markaskorari Rooney er. Flann komst á bragðið um helgina með tveimur mörkum og ég get alveg séð hann skora núna (sex til sjö leikjum í röð. Þetta verður svakalega erfiður leikur en (því formi sem við erum í núna getum við sigrað alla," segir Ferguson. RIIJKARD VERÐUR REKINN Barcelona-goðsögnin, Josep Guardiola, hefur verið settur í biðstöðu eftir því að taka við aðalliði félagsins. Joan Laporta, forseti Barcelona, og aðrirstjórnarmenn hafa verið bálreiðir yfir gengi liðsins á timabilinuogfór mælirinn ansi nálægt því að fyllast eftir 3-2 tapiðgegn Betis um helgina þar sem Barca leiddi 2-0. Það ertalið öruggtaðtakist Rijkaard ekki að koma Barcelona (undanúrslitin þar sem það mun mæta Roma eða Manchester United verði hann rekinn á staðnum. Laporta muni þá skipa Pep Guardiola sem þjálfara liðsins út tímabilið áður en nýr maður verði ráðinn. Rijkaard segist sjálfur engar áhyggjur hafa af sinni stöðu og segist engar útskýringar geta gefið á ótrúlegu tapi sinna manna gegn Betis um helgina. (leiknum sást í enn eitt skiptið hæfnisleysi Rijkaards sem þjálfara þar sem hann sat aðgerðalaus á meðan Real Betis hirti öll stigin af Barcelona á fimmtán mínútum. GETUM SLEGIÐ ÚT BARCELONA Mirfco Slomfca, þjálfari Schalke, hefur biðlað til sinna manna um að hamra vel járnið meðan það er heitt og nýta sér slæma frammistöðu Barcelona um helgina. Þjálfarinn trúir þv( að hans menn geti vel slegið Spánverjana út úr keppninni og tryggt sér þannig farseðilinn (undanúrslitin.„Þeir hafa fengið á sig tólf mörk í fimmtán sfðustu leikjum. Það er mikið ef maður miðar við önnur stórlið. Ef það er einhvern tíma tími til að slá út Barcelona er það núna," segir Slomka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.