Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1.APRÍL 2008 Fréttir ÐV ■A. . DV FRÉTTIR Áþriðja tugvara- þingmanna Alma Lísa Jóhannsdóttir tók sæti á Alþingi í gær og leysir af hólmi Atla Gíslason. Þetta er í fýrsta skipti sem Alma Lísa tek- ur sæti á Alþingi og undirritaði hún því drengskapareið sinn að stjómarskránni við upphaf þing- fundar. Nú þegar tæpt ár er liðið frá því kosið var til Alþingis hafa 24 varaþingmenn tekið sæti á Al- þingi í lengri eða skemmri tíma. Þingmenn em 63 talsins og því fer nærri að hátt í fjörutíu prósent þingmanna hafi kallað inn vara- mann fyrir sig síðan þing kom fyrst saman efdr síðustu þing- kosningar. Til að hægt sé að kalla inn varamann verða þingmenn að vera frá störfum í tvær vikur. Geirhlaut að vita Ákvörðunin um starfslok Magnúsar Péturssonar sem forstjóra Landspítalans getur ekki hafa verið tekin án vitn- eskju Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Þetta sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Valgerður vildi ræða starfslok Magnúsar og spurði forsætis- ráðherra út í málið. Geir sagði Valgerði vita vel að málið heyrði ekki undir sig þegar hún spurði hann út í starfslokin. Þá sagði hann það dylgjur hjá Valgerði að hann hefði eitthvað haft með brotthvarfið að gera. Veikirvinstrimenn Tveir þingmenn úr Norðvest- urkjördæmi urðu að kalla inn varaþingmenn sína á Alþingi í gær vegna heilsubrests. Jón Bjarnason, þingmaður vinstri-grænna, á við veikindi að stríða og getur því ekki verið við þingstörf á næstunni. Hann kallaði því Ingibjörgu Ingu Guð- mundsdóttur, varaþingmann sinn, til starfa í sinn stað. Annar þing- maður sem varð að kalla inn varamann er Karl V. Matthías- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar. Hann þarf að gangast undir aðgerð og kall- aðiþvíönnu Kristínu Gunnars- dótturá þing fyrir sig. LEIÐRÉTTING I frétt sem birtist í gær og sagði frá húsleit lögregiunn- ar í hesthúsi á Selfossi var ranghermt að búfjáreftirlits- maður hefði verið með íiför u i t lögreglu við leitina. Hann tengdist ekki málinu á annan hátt en að hann óskaði einu sinni eftir því að fá að skoða hesta í umsjá Óla Péturs. Fyrir tilviljun var héraðsdýralæknir staddur með honum á áama tíma. Hann kom ekki nálægt húsleitinni að neinu leyti. Það leiðréttist hér með. Ekkjan Vilborg Reynisdóttir fékk dæmdar tæpar sex milljónir í skaðabætur vegna andláts eiginmanns sins, Gísla Viðars Harðarsonar slökkviliðsmanns. Hann lést á hlaupabretti en starfið dró hann til dauða. Gisli var einn reyndasti og best menntaði sjúkraflutningamaður íslands. SLÖKKVILIÐSEKKJA FÆR SKAÐABÆTUR VALUR GRETTISSON blaðamadur skrifat valuravdyjs „Þetta er tímamótadómur," seg- ir Guðni Á. Haraldsson, lögmaður ekkjunnar Vilborgar Reynisdótt- ur, en henni og bömum hennar voru dæmdar tæpar sex milljónir í skaðabætur vegna fráfalls Gísla Viðars Harðarsonar slökkviliðs- manns. Hann lét lífið í septem- ber árið 2005 eftir að ósæðin hafði rifnað við hjartað sem leiddi til innvortis blæðinga. Héraðsdóm- ur Reykjaness telur Bmnavarnir Suðurnesja bera ábyrgð á andláti Gísla þar sem trúnaðarlæknir vissi að mörk blóðþrýstings væm of há hjá honum. Engu að síður stund- aði hann reykköfun og útköll sem reyndu gríðarlega á líkamlegt og andlegt atgervi. Dó á brettinu Það var í september árið 2005 sem Gísli var við þjálfún á hlaupa- bretti á Suðurnesjum. Eftir að hann hafði hlaupið í dálitla stund hné hann niður. Tveimur tímum síðar var hann úrskurðaður látinn. í ljós kom að ósæðin hafði rifnað við hjarta sem leiddi til innvort- is blæðinga. Slíkt mun vera afar sjaldgæft samkvæmt dómskvödd- um læknum en þeir mátu ástand Gísla. Tryggingafélagið neitaði að borga fjölskyldu Gísla bætur vegna þess að ekki var um eiginlegt slys að ræða. I kjölfarið ákvað ekkja Gísla, Vilborg Reynisdóttir, að leita réttar síns fyrir dómstólum en hún var sannfærð um að starfið hefði dregið Gísla til dauða. Veikur í reykköfun í dómsorði kemur fram að trún- aðarlæknir hafi verið meðvitað- ur um háan blóðþrýsting Gísla. Engu að síður stundaði Gísli starf sem er mjög streituvaldandi, bæði á líkama og sál. Hann tók þátt í reykköfunarnámskeiði í Svíþjóð stuttu áður en hann lét lífið og þá fór hann einnig í fjölmörg útköll ásamt öðrum slökkviliðsmönnum. Hann gegndi þá starfi varðstjóra slökkviliðs Suðurnesja. Samkvæmt dómsorði var læknum Brunavama Suðurnesja skylt að grípa til viðeig- andi ráðstafana eftir að ljóst varð að hann væri með of háan blóð- þrýsting. Enginn nýgræðingur Engu að síður segir í dómi að Gísli hafi ekki verið neinn aukvisi „Þetta eru mjög við- unandi málalok" þegar að slökkvistörfum kom. Hann var einn þaulreyndasti og best menntaði sjúkraflutninga- maður fslands. Að mati Bruna- varna Suðurnesja var skilningur hans á eigin ástandi algjör og hann hefði getað vitað hvað gæti gerst. Hann hafi treyst sér til þess sem hann gat en enginn hafi búist við þeim afleiðingum sem ástand hans hafði. Þetta var slys sem lítið var hægt að gera í, að mati Bmna- vama. Dómur tekur mark á þessum rök- um og því fær ekkjan Vilborg tæpar sex millj- ónir í skaðabætur en ekki níu lfkt og krafist var í upphafi. segir dóminn langþráða viður- kenningu á sjónarmiðum ekkjunn- ar sem lengi hefur reynt að fá botn í málið, eða síðan 2005. Vilborg vildi ekki tjá sig um dóminn. Málskostnaður Vilborgar sem hljóðar upp á rúmar tvær milljón- ir fellur niður en um gjafsókn er að ræða í þessu máli. Viðunandi málalok „Þetta eru mjög viðun- andi málalok," segir Guðni Á. Haraldsson hæstaréttarlög- maður sem sótti málið fyrir Vilborgu. Hann -^^^fl ■ Gisli asamt fjölskyldu Eiglnkona Gísla, Vílborg Reynisdóttir, barðist í langan tima fyrir því að fá viðurkennt fyrir dómi að starf Gísla hafi dregið hann til dauða. Gisli viðar Harðarson Einn reyndasti sjúkraflutningsmaður íslands lést á hlaupabrettinu. Kaupþing veitir forgang og afslátt hjá Heilsuverndarstöðinni: Eins og „Þetta kom mér á óvart. Mér finnst þetta sorglegt dæmi um hvernig fer þegar heilsa fólks er gerð að versl- unarvöru," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna í heilbrigð- isnefiid Alþingis, um að meðlimir í vildarþjónustu Kaupþings fá tuttugu prósenta afslátt af Velferðarþjónustu Heilsuvemdarstöðvarinnar í Reykja- vík, auk þess að njóta forgangs. „Þetta er lýsandi fyrir hvað géfist þegar heil- brigðisþjónusta er undirorpin kaup- skap og menn fara að líta á hana sem hverja aðra vöm líkt og tyggjókúlur eða mjólkurpott," segir hún. Heilsuvemdarstöðin er fyrirtæki •. í einkarekstri. í heilbrigðisþjónustu, sem hét áður Inpro. Á vef Heilsu- vemdarstöðvarinnar segir að Kaup- þing hafi sýnt frábært frumkvæði með því aö veita félögum í Vexti, vild- hverönnurmarkaðsv arþjónustu bankans, auðvelt aðgengi að þjónustu og ráðgjöf á öllum stigum meðferðar. Auk þess segir: „Velferð- arþjónustan veitir einstakiingum og starfsfólki fyrirtækja forgang að stór- um hópi sérfræðinga," en í þjónust- unni felst meðal annars sálfræðiráð- gjöf, áfallahjálp, heilsufarsskoðun og ráðgjöf geðlæknis. Benedikt Sigurðssyni, upplýsinga- fulltrúa Kaupþings, þykir undarlegt að spyrða nafri bankans við hugmynd- ir um einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustu. Hann bendir á að það sé alsiða að bankar bjóði viðsldptavinum sín- um afsláttarkjör hjá ýmsum aðilum. „Þessi tenging við heilsuvernd er hins vegar nýmæli og því reka sumir upp stóraugu." Aðspurður hvort ekki sé eðlis- munur á því að veita viðskiptavinum afslátt af bensíni eða matvöm ann- ars vegar lfkt og hefúr lengi tt'ðkast hjá bönkunum, og heilbrigðisþjónustu hins vegar segist Benedikt ekki taka afstöðu til þess: „Þetta er bara hluti af því sem viðsldptavinum stendur til boða og þeim er algjörlega í sjálfs- vald sett hvort þeir nýta sér afsláttinn eða ekki. Þeir þurfa samt sem áður að greiða fyrir velferðarþjónustuna." Hann ítrekar að viðskiptavinir Kaupþings fái þama enga þjónustu umfram það sem aðrir geta keypt sér en öllum er ffjáls aðgangur að þjón- ustu Heilsuvemdarstöðvarinnar. Teitur Guðmundsson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Heilsuvemdarstöðv- arinnar, tekur fyrir að þarna sé verið að blanda saman bankaviðskiptum og heilbrigðisþjónustu: „Þetta er bara eins og hver önnur markaðsvara sem þeir bjóða viðskipta- vinumsín- um. Ég sé ekkert sið- ferðislega rangt við að koma við- skiptavin- um Kaup- þings í tengsl við góða heil- brigðisþjón- ustu." Hlynntur einkarekstri Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lítið gert nema dekrað við einkarekstur frá því hann tók við, að mati Álfheiðar Ingadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.