Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 14. APRlL 2008 Fréttir DV Keyrði á veitingastað Lögreglan handtók mann aðfaranótt sunnudags eftir að hann hafði keyrt á veitingastaðinn Asíu sem er til húsa á Laugaveginum. Maðurinn, sem er grunaður um ölvun við akstur, ók einnig á aðra bifreið. Bílstjóri þeirrar bifreiðar brást hinn versti við og brutust út átök á milli þeirra. Áverkar voru á mönnunum eftir slagsmálin. Skemmdir á húsnæðinu eru óverulegar en bíll ökuþórsins er talsvert skemmdur. Maðurinn fékk að gista fangageymslur lögreglunnar það sem eftir lifði nætur. Lést í eldsvoða Karlmaður á fimmtugsaldri, Björn Kristjánsson, lést eftir að eldur kviknaði í íbúð við Skúlabraut á Blönduósi í gærmorgun. Björn lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hann var einn í íbúðinni. Þegar slökkviðið kom á vettvang var mikill eldur og reykur í íbúðinni. Reykkafarar voru sendir inn í íbúöina og fundu þeir manninn. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir erv miklar skemmdir urðu á húsnæðinu. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn á brunanum. Góð nótt á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina en talsverð ölvun var í bæn- um. Mikill mannfjöldi var í bænum vegna söngvakeppni framhaldsskólanema og þá var einnig skíðamót í Hlíðarfjalli. Að sögn lögreglunnar voru þrír einstaklingar teknir vegna ölvunaraksturs og svo voru tveir handteknir vegna meints lyfjaaksturs undir áhrifum fflaiiefna. Þrátt fyrir gríðarlega mannmergð gekk nóttin vel að sögn lögreglunnar. Uðað á sendiráðið Kínverska sendiráðið til- kynnti lögreglu í gærmorgun að á húsnæði sendiráðsins hefði verið skrifað orðið „murderers", eða morðingjar, með rauðu úðalakki. Aðeins eru nokkrir dagar síðan rauðri málningu var hellt á tröppur sendiráðsins í mótmælaskyni vegna framkomu kínverskra stjórnvalda við íbúa Tíbet. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir voru að verki en við rannsókn málsins verður farið yfir myndir úr öryggismyndavélum við húsið. Með hass og vopn Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt Hörð Einar Einarsson, 25 ára, í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot. Á heimili Harðar fundust 52 kannabisplöntur, rúm 294 grömm af kannabisstöngl- um og 0,37 grömm af maríjúana. Jafnframt var honum gefið að sök að hafa um nokkurt skeið ræktað téðar plöntur í húsnæði sínu. Skotvopn án tilskilinna leyfa fundust á heimili hans. Hörður játaði brot sín en frá árinu 2001 hefur hann hlotið sex dóma og tvisvar gengist undir að greiða sektir. Aðallega vegna brota á umferðar- og fíknefnalöggjöf, en einnig vegna þjófnaðar. Réðust á Hákon Eydal refsifanga á Litla-Hrauni: Fangar dæmdir fyrir ársás HéraðsdómurSuðurlandsdæmdi á Jón Einar Randversson og Hákon rn Atlason í fangelsi fyrir líkams- árás innan veggja Litla-Hrauns 4. júlí í fyrra. Fórnarlamb árásarinnar var Hákon Eydal, en hann fékk 16 ára fangelsi árið 2005 fyrir að hafa banað Sri Rhamavati. Jón Einar fékk eins árs dóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, en Hákon Örn þrjá mánuði skilorðs- bundna. Hákon örn sló Hákon Ey- dal nokkrum hnefahöggum í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Þeir Hákon Örn og Jón Einar spörkuðu ítrekað í Hákon Eydal en hann fót- brotnaði meðal annars við árásina. Ástæða árásarinnar var sú að Hákon Ey- dal vildi ekki láta þá hafa meira brugg. Moröinginn Hákon Eydal varö fyrir hrottalegri árás samfanga sinna á Litla-Hrauni' DEILDU UM BRUGG 0G Sautján ára stúlku var nauðgað á salerni skemmtistaðarins Trix í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Jósep Þorbjörnsson. eigandi Trix, vill ekki svara fyrir hvers vegna stúlku undir lögaldri var hleypt inn á staðinn. Lögregla fer nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum staðarins. SAUTJAN ARA NAUÐGAÐA SKEMMTISTAÐ ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifar: Sautján ára stúlku var nauðgað á salerni skemmtistaðarins Trix í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Lögregla verst fregna og segir málið í rannsókn. Enginn hafði verið handtekinn þegar DV fór í prentun ígær. Samkvæmt traustum heimildum blaðsins hafði stúlkan verið á spjalli við ofbeldismanninn skömmu áður en hann nauðgaði henni. Því er búist við því að hún þekki hann aftur. Fjöldi öryggismyndavéla er einnig á skemmtistaðnum og vinnur lögregla í að fara yfir upptökurnar. Jósep Þorbjörnsson, eigandiTrbc, segist ekkert hafa heyrt af nauðgun- inni fyrr en lögreglan kom á staðinn eftir lokun í gærmorgun og hóf vettvangsrannsókn sem stóð yfir í fleiri klukkustundir. Árás á salerni Stúlku undir lögaldri var nauðgað á skemmti- staðnum Trix um helgina. Undir lögaldri áTrix Samkvæmdheimild- um DV yfirgaf stúlkan skemmtistaðinn eftir árásina ásamt vinkonu sinni. Þær leituðu til lög- reglunnar á Suð- urnesjum og var þaðan farið með þolandann á neyðarmót- töku fyrir fórn- arlömb nauðg- ina. Athygli vekur að stúlíamni var hleypt inn á skemmti- staðinn Trix þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára. Aðspurður hvort gæslu á staðnum hafi verið ábótavant þvertekur Jósep Þorbjömsson fyrir það og segir: „Hún hefur alltaf verið mjög góð." Að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um þá staðreynd að stúlkan var of ung til að vera inni á staðnum en aldurstakmarkið þar er átján ár. Þekktur fyrir splash-partí Lögum samkvæmt er ungmenn- um undir 18 ára aldri óheimilt að vera inni á skemmtistöðum með vínveitingaleyfi eftir klulckan tíu á kvöldin nema í fylgd með for- ráðamönnum. Dyraverðireðaaðrir sem bera ábyrgð á rekstri staðarins eru skyldugir til að fá staðfestingu á aldri gesta sinna. Sektargreiðsla liggur við því á hendur forsvars- mönnum skemmtistaðar sem heimildar ungmennum undir aldri að vera þar inni. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skemmtanastjóra á Trix, við vinnslu fréttarinnar. Hann er fyrrverandi herra fsland og vakti mikla athygli þegar hann var sviptur titlinum því að sögn keppnishaldara þótti hann ekki nógu góð fyrirmynd. Ólafi Geir fannst að sér vegið, kærði svipt- inguna og fékk titilinn til baka. Skemmtistaðurinn Trix hét áður Traffic. Fyrir nafnbreytinguna voru þó bæði Ólafur Geir og Jósep við stjórnvölinn. Hinn fyrrnefridi hefur reynt að höfða til yngri kynslóðarinnar, meðal annars með svokölluðum splash-partíum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.