Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Side 28
28 MÁNUDAGUR 14. APR(L 2008 Fókus DV HVAÐ VEISTU? 1. Hvaða fSLENSKA HLJÓMSVEIT vann í lagakeppni (Bandarlkjunum nýverið þar sem fimmtán þúsund lög kepptu? 2. Hvað heitir leikritið sem frumsýnt var f HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU um helgina? 3. Hvað heitir forsvarsmaður GRÆNA LJÓSSINS sem nú stendur fýrir kvikmyndahátíð- inni Bíódögum? PARTIÁOLLUM HÆÐUM HÚSSINS SAGA UR SfÐKAP- ÍTALISMANUM Hæðin byrjaði ekki vel. Fyrsti þátt- urinn var heldur rólegur og í raun fannst manni engu bætt við ástr- alska útgáfu þáttarins. Hins vegar komst þátturinn á skemmtilegt flug strax í öðrum þætti. Um leið og keppnisskapið kviknaði í kepp- endum og æsingur varð meiri varð þetta töluvert betra sjónvarpsefni. Keppendurnir hafa líka skemmti- lega ólíka nálgun á hvert herbergi, þannig að fjölbreytnin fær að njóta sín. HÆÐIN ★★★* Stöð 2, fimmtudaga kl. 20.20 SJÓNVARPSDÓMUR Menn eru líka ófeimnir við að taka áhættu sem skiptir öllu máli. Best væri þó ef sigurvegarinn fengi að eiga húsið sem hann hannaði, en þegar krónan er í frjálsu falli eru slíkir lottóvinningar kannski aðeins of mikið. Það er enginn að deyja úr spenningi yfir því að sjá næsta þátt, enda er Hæðin ekki þannig sjón- varpsefni að maður þurfi að sitja límdur yfir því. En þannig eiga líka svona raunveruleikaþættir að vera. Hæðin er fyrsta flokks léttmeti, dag- skrárlegt ígildi snakks með ídýfu, svo það er um að gera að opna eina jökulkalda gos og njóta með. DóriDNA BATNANDI SVALBARÐI Eftir að hafa horft á fyrsta þátt Sval- barða á SkjáEinum fyrir rúmri ’/iku verð ég að viðurkenna að ég hef litla skoðun á þættinum. Fyndinn? Jú, á köflum. Góðir við- mælendur? Þokkalegir. Góður þátt- ur? Hef séð þá betri. Þrátt fyrir þessa upplifun mín af þættinum var eitthvað sem togaði mig að skjánum síðastliðinn föstu- dag. Ég er forvitin að eðlisfari og er ’alltaf tilbúin til að gefa hlutunum tækifæri. SVALBARÐI ★★★ SkjárEinn, föstudaga kl. 21.00 SJÓNVARPSDÓMUR Kannski var það stress sem setti strik sitt í reikninginn þennan fyrsta þátt því að mínu mati var ailt annað uppi á teningnum að þessu sinni. Leiknu atriðin voru mun betri að mínu mati. Ég hafði gaman af því að heyra viðtalið við Helga Seljan, sér- staklega þar sem hann starfaði lengi við blaðamennsku. Hann var feim- inn og einlægur en það er ekki sá Helgi sem við þekkjum í Kastljósinu. Innslag samstarfsmanna hans á Rúv fékk mig til að skella upp úr. Alltaf gaman þegar fjölmiðlafólkið tekur þátt í góðu gríni. Að lokum vil ég hrósa Ágústu Evu, er eitthvað sem þessi stelpa er ekki góð í? Kolbrún Pálina Helgadóttir Kapítalisminn er ægileg ófreskja, það vitum við og höfum lengi vitað. Og þá alveg sérstaklega „síðkapítalism- inn" sem sumir hafa miklar áhyggj- ur af, jafnvel mun meiri áhyggjur en af „síðkommúnismanum" sem þeir tala af einhverjum sökum minna um. Kapítalisminn breytir þrælum sínum í litlar ófreskjur, villidýr, fág- uð á ytra borði, en undir niðri eig- ingjörn og ófyrirleitin, gráðug og grimm. Villidýr sem hugsa um það eitt að græða sem mest og hafa það sjálfbest. í heimi þessara villidýra eru peningar og kynlíf það sem mestu skiptir. Peningar veita völd, kynlífið ánægju; í raun og veru þarf maður ekkert annað tfi að eiga góða daga. Endalausa peninga, endalaust sex. Sannir síðkapítalistískir nútíma- menn hlusta ekki á gamaldags raus um að góð tengsl við aðra menn eða þekking á sjálfum sér séu einhver at- riði í lífinu. Nei, nei, sannir síðkap- ítalistar hlusta alls ekki á predikanir, þeir hugsa um það eitt að lifa lífinu í botn á meðan það endist. Útkoman verður að sjálfsögðu veröld á barmi brjálæðisins, ef ekki veröld sem er endanlega farin yfr- um. Fólk sem lfldst fremur geggj- uðum vampýrum en eðlilegum manneskjum. Fólk sem dýrkar feg- urð yfirborðsins, af því að það er sú fegurð ein sem selur. Og ef þú hætt- ir að geta selt, ertu búinn að vera. Rétt eins og Willy Loman í hinu fræga leikriti Millers um dauða sölu- mannsins. Það hjálpar manni eng- inn, ef maður gerir það ekki sjálfur. Samkeppnin er án minnstu misk- unnar; ef þú stendur þig ekki í henni ertu ósköp einfaldlega troðinn und- ir. Og þú mátt bóka að öllum stend- ur nákvæmlega á sama - á sama hátt og þér er sjálfum sama um hina sem troðast undir. Hvaða tækni getur skáldið beitt tfi að afhjúpa hið sanna eðli slíks veru- leika? Eitt er víst: venjulegur 19. ald- ar realismi dugir ekki tfi þess. Nei, þá er meira vit í að leita til þjóðsögunn- er Pygmalion lýtalæknir sem kann að gæða „ljótt" fólk, eða kurteis- legar orðað „óffítt" slflcri ægifeg- urð að heimurinn fellur því tfi fóta. En söguheimurinn stækkar og fyrr en varir erum við, ef mér missýnist ekki því meir, stödd í sögunni um lærisvein galdrakarlsins, sögu sem eins og sú um Pygmalion er komin til okkar úr klassík Grikkja og Róm- verja og hefur einnig gengið aft- ur á síðari tímum; frægasta útgáfa hennar nú er sjálfsagt sú í Fantasíu Disneys við tónaljóð Frakkans Paul Dukas sem aftur er byggt á kvæði Goethes. f lokin er Narldssos sjálfur mættur tfi leiks og ætti ekki að þurfa að kynna sérstaklega fyrir heimi sem snýst allur í kringum sjáifan sig. Er ekki skrímslið hans Franken- steins líka á sveimi þarna (með öf- ugum formerkjum, ef svo má segja)? Og jafhvel Oscar Wilde með Dorian sinn Grey og málverkið af honum, þetta göldrótta málverk sem tók á sig hinar holdlegu afleiðingar synd- arinnar á meðan Dorian hélt í alla sína unaðslegu æskufegurð og gat haldið áfram að sukka eins lengi og hann fysti? Á einhvern hátt leiddi andinn í verkinu þó hug minn einna sterkast að landa Maríusar, rómant- íska skáldinu E.T.A. Hoffmann, sem skilið hefur eftir sig merkan slóða í bókmenntunum, einnig óperu og ballett. Um sýningu Þjóðleikhússins og leikhóps, sem nefiiir sig Véf morð- ingjar, er sitthvað gott að segja. Leikið er á nánast auðu sviði í sömu leikmynd og við höfum haft tvisvar áður fyrir augum á Smíðaverkstæð- inu í vetur. Lýsingin er lítt eða ekki breytileg og hörð rafmagnsbirtan á hvítum flötum gólfs og veggja verð- ur býsna þreytandi, eins þótt leik- urinn standi í rétt rúman klukku- tíma; að minnsta kosti voru mín augu orðin svolítið þreytt. Ég efa að verkið hefði tapað nokfoið á því þó að leikstjóri og ljósameistari hefðu leyft sér aðeins meiri tfibreytni. En þetta er ákveðin ieið sem farin er og SÁUÓTI ★★★ eftir Marius von Mayenburg LEIKSTJÓRN: Kristín Eysteinsdóttir LEIKMYND OG BÚNINGAR: Stigur Steinþórsson TÓNLIST/HLJÓÐMYND: Hallur Inqólfsson LEIKHÚSDÓMUR ar, goðsagnanna, fornra ýkjusagna og síðari tíma afkomenda þeirra, eins og til dæmis hinnar rómantísku hrollvekju sem kennd hefur verið við gotíkina. Sagna sem klæða eilíf sannindi í symbólskklæði sem end- ast í aldir og árþúsund - einkum og sér í lagi ef snjöll skáld hressa stöku sinnum upp á þau. Þannig virðist að minnsta kosti þýska leikskáldið Marius von Mayenburg hugsa, því að það er einmitt í þennan sjóð sem hann leitar í leikriti sínu um Þann ljóta sem frumsýnt var á dögunum á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. Eitt af því sem gerir þetta kald- hæðna og grimma verk svo áhuga- vert er hvemig það vísar sífellt í hinn samevrópska sagnaarf, tekur upp úr honum tiltekin minni (án þess þó að nefna nein nöfn), leikur sér að þeim á sjálfstæðan hátt og vefur þau sam- an í einhvers konar absúrdískum hryllingsfarsa. Þetta er djörf tilraun, ég skal ekki segja hvort hún gengur algerlega upp hjá skáldinu, en mest- allan leiktímann heldur hún manni sannarlega föngnum. Ég ætla ekki að endursegja efni leiksins hér. Ef ég gerði það myndi ég skemma fyrir þeim sem eiga eft- ir að sjá sýninguna og það væri ljótt af mér. Önnur aðalpersónan á sér greinilega hliðstæðu í Pygmalion, myndhöggvaranum sem skapaði svo fagra styttu að hann varð ást- fanginn af henni og frá segir í Um- myndunum Óvíðs. Nema hvað hér hún samræmist svo sem ágætlega leikmátanum sem er í eins konar hröðu staccatoi: leikendur buna út úr sér stuttorðum tilsvörum, þannig að samtöl verða á köflum nánast eins og vélbyssuskothríð, jafnframt því sem hoppað er á milli karakt- era. Leikararnir fjórir hafa yfirleitt ágætt vald yfir þessum leikmáta, einkum þeir Stefán Hallur Stefáns- son og Vignir Rafn Valþórsson sem eru hér eins og fiskar í vatni. Dóra Jóhannsdóttir sldlaði sínu einnig vel, þetta er það besta sem ég hef séð hana gera. Jörundur Ragnars- son er í burðarhlutverki „hins ljóta" en er sem leikari tæpast tilbúinn í svo krefjandi hlutverk. Jörund- ur hefur fengið óvenju mörg tæki- færi eftir að hann útskrifaðist, enda er hann efnilegur leikari, en tækni hans er enn talsvert óslípuð. Hann var ágætlega trúverðugur framan af, lék af lipurð og krafti, en þegar á leið varð ffamsögnin of eintóna, ekki síst undir lokin, einmitt þar sem leikur- inn þarf að ná fullum styrk. Áð sjálfsögðu er mikilvægt og nauðsynlegt að gefa ungu leik- urunum tækifæri. En það er ekki sama hver þau tækifæri eru. Þetta er rétt eins og með söngvarana; það er enginn vandi að syngja úr sér röddina, ef menn fara í erfið hlut- verk áður en þeir hafa náð fullum raddþroska. Nema hvað í óperunni heyra ailir ef menn sprengja sig; í leiklistinni er matið ekki bundið eins klárum og óskeikulum stöðl- um og í músíkinni. 1 þessum efn- um þurfa forystumenn leikhússins, þeir sem kjósa leikendum hlutverk, að sýna bæði þekkingu, innsæi og vissa varfærni, því að sjálfsögðu taka langflestir leikarar því sem þeim býðst með þökkum. En allir listamenn, leikarar ekkert síður en aðrir, þurfa að fá að þroskast á þann hátt sem er þeim sjálfum eiginlegur. Við leysum engin vandamál í leik- húsinu með lýtaaðgerðum - ekki enn að minnsta kosti. Jón Viöar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.