Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008
HelgarblaB PV
FORSETAKOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM:)
STALIN ST1NN
S '&L
John McCain Hefur átt i
erfiðleikum í forkosningunum.
HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON
bhiðamodui ikiifar hafstemn^dv.is
Nú sér loks fyrir endann á forkosn-
ingiím stóru flokkanna tveggja í
Bandaríkjunum um hver hreppi
tilnefningu sem forsetaefni þeirra
í kosningunum í nóvember. Þykir
flestum sérfræðingum ljóst að Bar-
ack Obama verði forsetaefni demó-
krata en öldungadeildarþingmað-
urinn John McCain verði fulltrúi
repúblikana í slagnum. Líklegt
þykir að barátta þeirra verði hörð
enda njóta þeir báðir ómældra vin-
sælda í landinu. Samkvæmt könn-
unum er munur á fylgi þeirra afar
lítill og ljóst að spennandi kosning-
ar eru fram undan vestanhafs.
McCain pyntaður í Víetnam
Barack Obama hefur setið sem
þingmaður í öldungadeild banda-
ríska þingsins síðan 2004. Hann er
menntaður lögfræðingur ffá Harv-
ard og tókst meðal annars að verða
fyrsti þeldökki forseti Harvard Law
Review, tímarits skólans. í þinginu
hefur hann beitt sér fyrir gagnsæi í
opinberum fjármálum, í málefnum
innflytjenda og lagt fram frumvörp
sem miða að því að binda enda á
hersetu Bandaríkjanna í írak. Þau
mál eru í takt við kosningaloforð
Baracks, en hann leggur til dæmis
mikla áherslu á að ljúka Íraksstríð-
inu og sker sig þar með úr fram-
bjóðendahópnum.
Stjórnmálaspekingar
telja víst að fjendurn-
ir Barack Obama og
John McCain komi til
með að heyja blóðuga
baráttu um forsetastól
Bandaríkjanna.
John McCain á skrautlegan feril
að baki, bæði í bandarískum stjórn-
málum og í hernum. Hann tók þátt
í Víetnamstríðinu og sat meðal ann-
ars flmm og hálft ár í fangabúðum
Víetnama við bágan kost og pynt-
ingar. Hann hefur gegnt opinber-
um embættum síðan 1982 og set-
ið bæði í fulltrúa- og öldungadeild
þingsins. McCain bauð sig fram í
forkosningunum árið 2000 en tap-
aði þá fyrir George W. Bush. Hann
hefur þó fengið uppreist æru því allt
útlit er fyrir að hann verði frambjóð-
andi repúblikana í ár.
Þyrnum stráðar forkosningar
Forkosningarnar hafa verið erf-
iðar fyrir báða ffambjóðendur enda
áttu þeir við ramman reip að draga.
Andstæðingar þeirra, Hillary CUn-
ton úr Demókrataflokknum og Mitt
Romney og Rudy Guiliani úr Rep-
úblikanaflokknum, voru öU taUn lflc-
legri til sigurs í upphafi. John McCain
hafði auk þess bakað sér nokkr-
ar óvinsældir meðal flokksbræðra
Barack Obama Þarf
að sækja I sig veðrið.
sinna vegna smðnings við umdeUd
innflytjendalög og ekki batnaði
ástancúð þegar samstarfsmenn hans
í kosningabaráttunni tóku að segja
upp í hrönnum síðasta sumar.
Það var ekki fyrr en á ofurþriðju-
daginn 5. febrúar sem gæfan sner-
ist McCain endanlega í hag og hann
náði umtalsverðu forskotí, en þá
hafði meðal annarra rfldsstjóri KaUf-
orm'u, Amold Schwarzenegger, lýst
yfir stuðningi við framboð hans.
Mótffambjóðendur McCains tóku
í kjölfarið að draga framboð sín til
baka og margir þeirra smddu fram-
boð hans.
Leið Baracks hefur ekki verið
jafn þymum stráð, þó barátta hans
við Hillary Clinton sé öUu jafnari en
McCains og andstæðinga hans. Eins
og nú stendur hefur Barack 1.485
kjörmenn gegn 1.421 kjörmanni
HiUary. Barack býst við því að inn-
sigla sigurinn í næsm viku.
McCain á móti réttindum
samkynhneigðra
Það er deginum ljósara að
Obama og McCain koma tíl með
að höfða tíl mismunandi þjóðfé-
lagshópa í forsetakosningunum
5. nóvember. Almennt er taUð að
Barack hafi sterkt bakland hjá þel-
dökkum Bandaríkjamönnum og
hefur hann meðal annars tryggt sér
smðning Opruh Winfrey og Stevies
Wonder í forkosningunum. Hann
er að auki yfirlýstur andstæðingur
Iraksstríðsins og spUar þar með á
óánægju bandarískra borgara með
stríðsreksmr stjórnvalda erlendis.
McCain hefur hins vegar lýst því yfir
að hann vUji halda hermönnum í
landinu eins lengi og þörf krefur.
Frambjóðendurnir eru að sama
skapi ósammála um flest hinna
stóru átakamála. Obama styður
rétt lcvenna tíl fósmreyðinga og að-
gang að ókeypis getnaðarvörnum,
McCain ekki. Obama vill takmarka
rétt til byssueignar og vopnaburðar,
McCain ekki. Obama styður jafnan
rétt samkynhneigðra á við gagn-
kynhneigða, McCain ekki. McCain
er einnig andvígur því að samkyn-
hneigðum verði leyft að gegna her-
þjónustu og styður „ekki spyrja -
ekki segja frá"-stefnu stjórnvalda í
þeim eftium.
Áherslur frambjóðenda á öðr-
um sviðum eru jafnframt nokkuð
mislægar líkt og búast mátti við.
I menntamálum stendur styrinn
helst um ávísanakerfi svokallað sem
hvetur tíl einkareksturs, en Obama
telur að það muni grafa undan rík-
isskólum. John McCain er raun-
ar dyggur smðningsmaður frjáls-
ræðis og einkareksturs sem víðast
í þjóðfélaginu, ekki síst í heilbrigð-
isgeiranum. Obama leggur áherslu
á að öllum sé heilbrigðisþjónusta
aðgengileg meðan McCain vill tak-
marka flæði skattfjár til málaflokks-
ins og auka áhersíu á spamað með
einkarekstri.
Það er því lfldegt að niðurstöður
kosninganna muni ekki segja minna
um viðhorf bandarísku þjóðarinnar
en um frambjóðendurna sjálfa.
. j
■’.'.r :„l.. -r.
íli •*!
Lítill munurá
frambjóðendum
Fjölmiðlar vestanhafs keppast
nú við að bera saman mismun-
andi frambjóðendur í skoðana-
könnunum og sé John McCain
og Barack Obama stillt saman
er munurinn á fylgi þeirra hverf-
andi. John McCain hefur í síðustu
könnunum mælst með um þriggja
prósenta forystu á andstæðing
sinn með 47 prósenta fylgi gegn
44 prósenta fylgi Obama.
McCain bíður enda varla boð-
anna lengur og er þegar farinn að
láta skína í tennurnar. Hann bauð
Obama nýverið að fylgja honum
til íraks og sýna honum ástand-
ið þar í landi, en McCain hefur
gagnrýnt andstæðing sinn fyr-
ir reynsluleysi, ekki síst í hern-
aði. Líklegt þykir að McCain nýti
reynslu sína úr hernum sér til
framdráttar í kosningabarátt-
unni.
Ljóst er að báðir frambjóð-
endur eiga mildð verk fyrir
höndum næstu mánuði. McCain
glímir við lítið fylgi meðal frjáls-
lyndra Bandaríkjamanna og
sama vandamál stendur Barack
fyrir dyrum meðal íhaldssamra
hvítra. Samkvæmt stjómmála-
spekingum dugir ekld lengur að
bera í bakkafullan lækinn, held-
ur þurfa frambjóðendur að ein-
beita sér að því að ná til stuðn-
ingsmanna andstæðingsins. Því
eitt er víst; fátt er jafnfallvalt og
álit almennings.