Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008
Helgarblað DV
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: trau.
Snakk úr fiskroði, kattamatur,
parkett, skeifur, víkingaskip, stíg-
vélaþurrkarar og minjagripir sem
byggja á hugmyndafræði Snorra-
Eddu eru meðal nýsköpunarverk-
efna sem Byggðgstofnun ákvað að
styrkja á dögunum. Flest fyrirtækin
sem hlutu styrk einblína á þróun í
fiskvinnslu ýmiss konar, seiðaeldi
og sjóstangaveiði.
Byggðastofnun hefur geng-
ið frá styrkveitingum og hlutafjár-
framlögum til eflingar atvinnuþró-
unar og nýsköpunar árin 2008 og
2009. Styrkirnir eru hluti mótvæg-
isaðgerða ríkisstjórnarinnar eftir að
þorskkvóti var skorinn niður í 130
þúsund tonn. Nærri 200 milljón-
ir króna voru veittar til tæplega 70
fýrirtækja víða um landið, flestra á
Norðurlandi. Ekki var hægt að veita
styrk til allra þeirra sem sóttu um því
alls bárust 253 umsóknir þar sem
óskað var eftir nærri 1,6 milljörðum
króna samtals. Rúmur fjórðungur
umsókna var samþykktur og veittir
voru styrkir að verðmæti rúmlega 12
prósent af heildarfjárhæðinni sem
óskað var eftir.
Mikil þörf
Hæstu styrkina, 5 milljónir hver,
hlutu Þóroddur ehf. á Tálknafirði
vegna uppbyggingar seiðaeldis-
stöðvar, JE-Vélaverkstæði ehf. á
Siglufirði vegna þróunar á nýrri
gerð af snekkju og Vélfag ehf. Ól-
afsfirði fyrir þróun og smíði roðvél-
ar. Við mat á umsóknum var eink-
um tekið tillit til hlutfalls starfa í
veiðum og vinnslu á viðkomandi
svæði, nýsköpunargildis, gæða og
mögulegs árangurs verkefna auk
fjölda starfa sem þeim er ætlað að
skapa. Byggðastofnun gerir á næst-
unni samninga við styrkþega um
framvindu og árangursmat verkefn-
anna en styrkirnir verða greiddir út
í tvennu lagi.
Sigríður Þorgrímsdóttir, sérfræð-
ingur á þróunarsviði Byggðastofn-
unar, er ánægð með hvernig til tókst
í úthlutuninni. Hún viðurkennir að
„í þeim efnum hefur
ríkisstjórnin svikið sín
loforð og aðgerð-
irnareru hennitil
skammar. Verið er
að setja tiltölulegan
smápening í þetta,
aðeins brotabrot, í
samanburði við hinn
mikla skaða sem orð-
ið hefur í sjávarútveg-
inum."
helst hefði hún viljað styrkja flest af
þeim verkefnum sem bárust. „Við
höfðum það að leiðarljósi að efla
atvinnusköpun á svæðum sem
urðu sem verst úti í þessum
kvótaniðurskurði. Ég myndi
segja að þörfin sé mjög mik-
il og að sjálfsögðu vonum
við að þessir fjármunir
komi fyrirtækjunum til
góða," segir Sigríður.
Dugarskammt
„Okkur barst
mikill fjöldi
umsókna og
það gefur
augaleið að
við gátum
ekki veitt
öllum styrk
því fjöld-
inn var
langt
fram það
sem við
höfðum
til reiðu.
Auðvitað
hefði ég al-
veg viljað
styrkja
fleiri,
kannski
ekki al-
veg alla því
sumir voru fyrir utan gefinn
ramma en að minnsta kosti
alla þá sem skoruðu hátt
í matinu hjá okkur. Þó
að við höfum ekki getað
styrkt alla umsækjendur
þýðir það alls ekki að þeir
sem fengu ekki úthlut-
að hafi verið ómöguleg-
ir. Okkur bárust margar.
mjög fínar og frumleg-
ar umsóknir og mjög
leitt að geta ekki sinnt
fleirum," segir Sigríður.
Halldór Halldórs-
son, bæjarstjóri fsa-
fjarðarbæjar og for-
maður Sambands
íslenskra sveitarfé-
laga, fagnar úthlutun-
inni þó vissulega hefði
mátt veita hærri fjár-
hæðir að hans mati.
Hann segist jákvæður
gagnvart því að mót-
vægisaðgerðirnar skapi
ný verkefni og hlakkar
til að sjá hvað kemur út úr
þessari úthlutun. „Við getum
að minnsta kosti kallað þessa
úthlutun ágætis viðleitni sem
verði vonandi til þess að
koma einhverjum góðum
verkefnum af stað. Það
hins vegar alltaf
þörf fyrir meiri pen-
inga og allir geta
verið sammála
því að meiri
peningar
geri meira
gagn,"
segir
Hall-
dór.
er
Brotabrot Guðni lýsir vonbrigðum
sínum með svikin loforð ríkisstjórnar
innar og segir mótvægisaðgerðirnar
eins og hvert annað grín.
SKIPTING STYRKJA MILLILANDSHLUTA
NORÐURLAND
31 styrkur
78,5 milljónir króna
VESTFIRÐIR
14 styrkir
33,1 milljón króna
AUSTURLAND
9 styrkir
31,5 milljónir króna
VESTURLAND
9 styrkir
23,8 milljónir króna
Umdeild akvörðun Ríkisstjórnin
ákvað að skera niður þorskkvóta í 130
þúsund tonn og boðaði viðamiklar
mótvægisaðgerðir í kjðlfarið.
Brotabrot af skaðanum
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður vinstri grænna, segir vissu-
lega gott að fyrirtækjum sé komið til
aðstoðar og vill ekki gera lítið úr því
framtaki. Hann gagnrýnir hins veg-
ar hversu seint og hversu takmark-
að ríkisstjórnin hefur brugðist við
kvótaniðurskurðinum. „Þessi nýj-
asta úthlutun er hluti af mótvægis-
aðgerðamambói ríkisstjórnarinn-
ar. Ég stend harður á því að standa
hefði átt mikið betur að þessum að-
gerðum og gera þær skilvirkari, fyrir
utan hversu drjúgan tíma þetta hef-
ur tekið ríldsstjórnina. Fjárhæðirn-
ar eru ekld stórar og þær draga ekki
langt. Því miður óttast ég að þess-
ir fjármunir nú vegi ósköp lítið því
þetta er bara smá brot af því sem
þörf er á," segir Steingrímur.
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, telur óþarft
hversu harkalega kvótinn var skor-
inn á síðasta ári og hefði frekar vilj-
að fara vægar í hlutina. Hann
brosir að aðgerð-
um rrkis-
SUÐURNES
3 styrkir
9,6milljónirkróna
SUÐURLAND
3 styrkir
11,5 milljónir króna
SAMTALS
69 styrkir
188 milljónirkróna