Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Qupperneq 37
PV HelgarblaB
FÖSTUDAGUR 30. MAf 2008 37
„ÉG ER SKILGREIND
IVIEÐ BIPOLAR EÐA
MANIC DEPRESS-
IVE, GEÐHVARFA-
SÝKIÁ ÍSLENSKU.
ÉGFERNIÐURÍ
ÞUNGLYNDIOG
UPPÍÖRLÆTI.
FLESTIR SEM ERU
MEÐÞETTAFARA
MIKIÐ NIÐUR í
ÞUNGLYNDIOG
LÍTIÐ UPRÍ'
Og svo man ég að fyrir innlögn
svaf ég varla, át varla og koksaði á
öllu. Eg var í strætó og ailt í einu
panikeraði ég, því ég mundi ekki
hver ég var eða hvað strætó var eða
hvert ég var að fara. Þá reyndi ég að
anda rólega og ná áttum í þessu al-
gjöra minnisleysi. Þetta var rétt áður
en ég var lögð inn. Kærastinn minn
kom að mér heima þar sem ég rugg-
aði mér og það var ekkert hægt að ná
sambandi við mig.
Spítaladvölin gerði mér gott og
kannski vegna lyfjanna fór ég hægt
og rólega að jafna mig. Og svo eina
vikuna fór að grynnka til í hausnum
á mér og ég fór aftur að geta hugsað
skýrt. Þó að ég hafi strax aftur byrj-
að að tala og tjá mig og funkerað að
einhverju leyti inni á deildinni fór
þokunni að létta og ég varð tilbúin að
fara út í lífið aftur og var því ótrúlega
fljót að jafna mig miðað við hvað ég
var orðin mikið veik. Það er skrítið að
hugsa um þetta núna.
Finnur núna þegar köstin koma
„í dag finn ég fyrir einkennum
áður en geðhvörfin skella á. Þá fer ég
að eiga erfitt með að anda, verð tæp
og á erfitt með að horfa á hluti og
fólk, augun fara að villast. Og ég fer
undan þegar einhver snertir mig. Svo
verð ég hrædd þegar síminn hring-
ir. Nú þekki ég einkennin og veit að
þetta er að bresta á. Maður fer þá líka
að sofa meira eða minna. En þetta
er orðið svo stór hluti af lífinu að ég
hef vanist þessu og dreg mig í hlé í
stað þess að hafa áhyggjur. Og vinir
mínir þekkja núorðið að þetta líður
hjá á innan við viku. En manneskja
með geðhvarfásýld þarf að passa að
sofna á svipuðum tíma, borða rétt,
drekka ekki áfengi og drekka lítið
kaffi því það hjálpar til við að halda
sjúkdómnum niðrj. Ég er eins og litlu
börnin og þarf að hafa reglu á öllu."
Sigrún Gréta hlær og fær sér meira
te, hellir kaffi í minn bolla, gefúr
hundunum meira að borða og setur
teppi yfir ástargaukana svo þeir fari
nú að hvíla sig.
Bjarmi kom til bjargar
„Ég hef verið spurð hvort það hafi
verið skipbrot að lenda á Kleppi tví-
tug. Já og nei. Ég hefði ekki getað lif-
að svona áfram. Kleppur er yndis-
legur staður sem bjargaði mér. Og í
framhaldi af því - lífið er svo skrýtið
- eignaðist ég Bjarma, son minn, og
án hans hefði ég ekki haft þetta af.
Þannig var að ég kom út af Kleppi í
febrúar og varð ófrísk í maí. Ég var
ekki orðin neitt rosalega góð, en
samt, þá er það umhugsunarefni
að allir litu svo á að ég ætti að fara í
fóstureyðingu. Það var varla rætt en
þótti sjálfsagt, ég fann þau viðhorf
mjög sterkt hjá fólki. En svo einn ör-
lagadag sagði læknir við mig: „Sigrún
lífslöngunin er farin úr augunum.
Ef við sendum þig í þessa aðgerð,
þessa fóstureyðingu getum við eins
sett kúlu í hausinn á þér - þá verður
þetta búið." Ég var tekin af lyfjum og
meðgangan hélt áfram. Hún var ekk-
ert æðisleg en ég stóð uppi. Og það
var meira að segja búið að ganga frá
því að ef ég gæti ekki séð um barn-
ið ein kæmi ég bara með það á stofu
á Kleppi. Og ég fór þangað inn í fjór-
ar vikur á meðgöngu því ég var orð-
in svo stressuð yfir að ég gæti ekki
séð um barnið, ég efaðist um að ég
gæti séð um sjálfa mig hvað þá meir.
Og ég var á Kleppi um tíma. Strákur-
inn minn kom svo í heiminn og ég er
mjög góð móðir þótt ég segi sjálf frá!
Allt gekk vel og framar björtustu von-
um. Hann varð ástæða mín til að lifa.
Ég varð meira að segja dagmamma
um tíma, hver hefði trúað því hérna
áður fyrr?"
Mikil ást
„Þegar hann var tveggja ára kom
tímabil þar sem ég þurfti að muna
að lifa líka fyrir mig en ekki bara fyrir
hann. Hann var ekki heilsuhraustur
til að byrja með og ég fór mikið með
hann í sjúkraþjálfun og allur tím-
inn fór í að hugsa um hann og hans
heilsu. Hann gat ekki farið til dag-
mömmu því það þurfti að hugsa svo
mikið um hann. Þá gerðist ég dag-
mamma sjálf og það var yndislegur
tími og gefandi að starfa með böm-
um og allt gekk vel. En ég þurfti að
minna mig á að hugsa líka um sjálfa
mig. Já, þetta gekk allt upp," segir Sig-
rún Gréta og brosir sínu bjartasta
brosi eins og alltaf þegar hún talar
um Bjarma sinn.
„En fordómarnir - þetta má ég til
með að segja þér. I fjölskyldu minni
var spurt hvort ég gæti eignast bam
og séð um barn. Getur hún eitthvað
lært? var líka spurt. Samt vissi þetta
fólk að ég var ágætíega klár áður en
ég varð veik. Ég fór í kvöldskóia og
kláraði hann. Svo þegar Bjarmi var
tveggja ára kynntist ég honum Tóta
mínum og við eigum ótrúlega góða
samleið. Hugsaðu þér, hann tók við
ekki alveg heilbrigðu barni og geð-
sjúkri konu - en hann var ástfanginn
svo hann tók þessu bara eins og það
var."
Lífið er upp og niður
„2001 lagðist ég aftur inn. Bjarmi
var þá fjögurra ára. Og ég var inni á
deild í 3 mánuði. Það tók mig tvö ár
að komast upp úr lægðinni, ég fór á
dagdeildir, í iðjuþjálfun og tók þátt í
Hugarafli og annarri uppbyggingu.
Og sem betur fer er félagsskapurinn
Hugarafl starfandi því það er starf-
semi sem hjálpar mörgum að kom-
ast aftur út í samfélagið.
Tóti, maðurinri minn, lenti þarna
í því að sjá mig svona veika í fyrsta
sinn og þótt ég hafi verið búin að
segja honum frá þessu kom þetta
honum á óvart. Hann hefur sagt mér
að það sé ekld hægt að undirbúa
neinn fyrir svona. Hann skildi þetta
ekki til fulls fyrr en hann sá sjúkdóm-
inn sem aðstandandi."
Dýrin stuðla að bata
„Þáttur dýranna hefur verið mik-
ill í bataferlinu mínu. Og dýrin virka
aldrei sem áreiti, það er svo merki-
legt. Að hafa dýrin í kringum sig er
svo gott, ég er aldrei ein og ánægjan af
lífinu er svo miklu meiri. Þau skynja
mig og skilja. Þegar ég fer í þunglyndi
skynja þau það og vilja ekld fara út í
göngutúra. Ein tíkin mín sleikir mig í
framan þegar ég græt. Litlu hlutirnir
eins og að henda bolta fyrir hundinn
og hlæja, þvo hundana með strákn-
um og öll þessi litíu atriði eru lækn-
andi og gefa lífinu gildi.
Fyrstí hundurinn minn kom til
mín fýrir 4 árum. Þá var ég að hugsa
um að byrja í háskólanum og það
var erfitt skref en Doffi, hundurinn
minn, kom með mér. Hann var úti
í bíl á meðan ég var í skólanum. Og
það hjálpaði mér. Ég fór aldrei ein í
skólann og ef mér leið illa fór ég út í
bíl og knúsaði Dofra. Hann er ástæð-
an fyrir því að ég er í líffræði í háskól-
anum í dag, hann var hækjan mín
fýrstu mánuðina. En svo fór þetta að
ganga betur. Og síðan hefur hundun-
um næstum fjölgað um einn á ári.
Þó að það þurfi að hafa fýrir líf-
inu og ég fari stundum niður vil ég
lifa í dag og ég væri ekki sú sem ég er
nema af því að ég er með geðhvarf-
asýki. Þannig er ég farin að sjá þetta
í dag og ég vil ekki láta taka af mér
þessa lífsreynslu, en ég vil auðvitað
vera heilbrigð í dag. En ég veit að nýr
bíll eða eitthvað slíkt er ekki lífið. Ég
á eldgamlari bíl og vil ekki nýjan bíl
á lánum því ég fæ ekki gleðina út úr
því heldur út úr dýrunum mínum. Ég
nýt lífsins. Og á svo góða menn hérna
heima. Ég tel að við Bjarmi sonur
minn höfúm verið send til hvort ann-
ars. Við pössum svo vel saman. Minn
sjúkdómur gerir hann víðsýnni. Þetta
er vissulega aukið álag fýrir menn-
ina mína tvo en við vinnum saman
og vitum af þessu og þannig er þetta
hægt."
Fordómarnir minnka
„Maðurinn minn finnur fyrir for-
dómum þegar fólk vorkennir hon-
um að eiga konu með geðhvarfasýki.
En hann segir: „Þetta er ekkert erfitt
fyrir mig, heldur fyrir hana." En for-
dómar hafa breyst gríðarlega á síð-
ustu 13 árum. Þá vorum við geðsjúka
fólkið ekki hluti af samfélaginu. Ég
finn að það er annað viðmót í dag.
Menn sjá að ég er eins og allir hinir
- en verð svolítið skrftin stundum!"
Sigrún Gréta skellihlær enda kann
hún að sjá það spaugilega við þetta
allt saman.
„Varðandi maníuna mína má
kannski segja að hún birtist helst í því
að ég sanka stundum allt of mörgum
dýrum að mér og þá hef ég átt í vand-
ræðum með að sinna þeim öllum. En
í dag er þetta allt að verða auðveld-
ara, því ég geri mér grein fyrir þessu
og veit að ég fæ maníur og í einni
slíkri kom ég til dæmis heim með of-
boðslega sætan kött - þrátt fyrir að
vera með gríðarlegt kattaofnæmi. Og
það kom ekki annað til greina en að
halda þessum sæta ketti. En maður-
inn minn vissi að ég mundi koma aft-
ur niður á jörðina og átta mig á því að
það gengi ekki. „Það erhollt að langa,
Sigrún, en maður verður ekki að eiga
öll dýr" segir maðurinn minn. Hann
heldur í spotta og dregur mann niður
úr skýjunum þegar með þarf."
Dýrin og óhreinindi
„Annars er Tóti jafnmikill dýra-
vinur og ég. Og í sannleika sagt á ég
engan vin sem ekki á gæludýr. Líkur
sækir líkan heim er sagt og það pass-
ar því flestír vinir mínir eiga ekki bara
eitt, tvö eða þrjú dýr heldur mörg. Og
Bjarmi sonur minn er sannur dýra-
vinur.
Fuglinn hún Día elskar hann og
fer að sofa með honum á kvöldin,
einn hundurinn sefur hjá honum á
koddanum. Þetta dýrastúss gefur líf-
inu lit. Eitt sinn hafði ég þó áhyggjur
af því að heimilið væri ekki nógu rosa
hreint og fínpússað, því dýrum fylgja
óþrif og það er meiri skítur í kringum
dýr - en ég vildi ekki vera án dýranna
- og þeir sem vilja hafa allt stífbón-
að og fínt og kunna ekki við dýr koma
hvort sem er ekki til mín svo þetta
skiptir ekki máli."
Hundarnir eru að leik í stofunni.
Það eru: Dofri, Emma, Myssí og
Morris.
„Þessi hundategund er með þeim
erfiðari í feldhirðu. Kannski valdi
ég mér þessa tegund því ég á ekki
stelpu en ég fæ að greiða hundun-
um. Þeim fylgir heilmikið starf því
það eru þrjár til fjórar hundasýn-
ingar á ári. Og svo gerum við margt
saman, förum út að labba og sækjum
námskeið. Það er hægt að læra svo
margt í sambandi við þá, til dæmis
að fara í hundafimi eða að læra spor.
Og svo eru þeir góð hvatning til að
hreyfa sig. Ég segi að fólk sem nenn-
ir ekki í göngutúr eigi að fá sér hund.
En ég skil reyndar ekki fólk sem fær
sér dýr og nennir svo ekki að sinna
þörfum þeirra eins og til dæmis að
láta hunda hreyfa sig en hundarnir
mínir ýta alltaf á eftir mér til að fara
út að labba."
Líffræðin er málið
Sigrún Gréta fer á flug þegar hún
ræðir um dýr og hún geislar líka þeg-
ar hún ræðir um fagið sitt, líffræðina.
Hvað er svona heillandi við háskóla-
nám í líffræði?
„Það er allt svo heillandi við Iíf-
fræðina. Það ætti BARA að kenna
líffiæði, að mínu mati. Þetta er svo
gefandi nám. En maður þarf að vera
„stígvélamanneskja" til að hafa gam-
an af þessu því námið snertir náttúr-
una og dýrin í umhverfinu og ég hef
mikið farið í vettvangsferðir hing-
að og þangað um landið og skoðað
fuglana, fjöruna og fleira. Rosa gam-
an. Ég stefni að því að fara af þrusu-
krafti af stað næsta vetur og útskrifast
næsta vor. Kannski fer ég svo áffam
í masterinn. Það gæti komið sér vel
því ég veit að ef maður getur ekki
stundað 100 prósent vinnu, vegna til
dæmis geðhvarfasýkinnar, er gott að
vera vel menntaður. Ef maður er vel
menntaður getur maður meira ráð-
ið sínum vinnutíma og hefur fleiri
möguleika."
Sigrún Gréta segir geðhvarfasýk-
ina vera meðfædda röskun á heÚa-
starfsemi. Og þó lyf hafi mikið að
segja hefur margt áhrif á líðanina. Til
dæmis leið henni illa í vetur og tafðist
í náminu. „En fleirum leið illa í vet-
ur. Læknirinn minn sagði að síðasti
vetur hefði verið mjög erfiður fyrir
marga sjúklinga, það var svo mikið
myrkur, miklar lægðir og erfiður vet-
ur í þjóðfélaginu. Mér líður best síðla
sumars og á haustin, það er tíminn
minn. Þá er allt svo fallegt, uppsker-
an að koma og fallegt að horfa á lauf-
in. Líffræðingurinn í mér nýtur sín í
fallegu haustíitunum."
Stressmánuðurinn maí
„Á vorin skynja ég svo mikið
stress. Almennt er fólk svo stressað í
maí því þá á að gera svo margt. Vorg-
leðin snýst upp í andhverfu sína hjá
fólki því þá þarf að hreinsa út og gera
vorhreingerningu, mála pallinn...
Börnin eru þreytt á skólanum, það er
prófkvíði í loftínu og stress einkenn-
ir vorið sem ætti að vera svo ánægju-
legur tími.
En þá er ráð að horfa á litíu hlut-
ina og fara í boltaleik með hundinum
og passa að halda stressinu fyrir utan
sjálfan sig. Umhverfið og annað fólk
hefur auðvitað áhrif en maður þarf
samt að gæta þess að stjórna sínu
eigin lífi - og láta ekki stressið ná tök-
um á sér."