Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 30. MA( 2008
Ferðir DV
A ferðinni
UMSJÓN: ÁSGEIR JÓNSSON asgeir@dv.is
BUNAÐARLISTINN GOÐI
Ef þú ert á leiðinni í bakpokaferðalag i sumar er
ýmislegt sem gott er að luma á i bakpokanum.
Það geturalltaf verið gott að búa sértil einn góðan
tossalista til að gleyma örugglega engu áður en
pakkað er í bakpokann. Inni á heimasíðu Ferðafé-
lags Islands, fi.is, er að finna einstaklega nytsamlega
búnaðarlista fyrir fólk á leið í bakpokaferðir sem
byggjast á reynslu reyndra fjalla- og göngumanna.
EGILL ÓLAFSSON Ásamt Ze
Manel, slagverksmanni (Super
Mama Djombo. Ze Manel samdi
nýlega fyrstu afdsku óperuna.
^2 * \ Söngvarinn Egill Ólafsson kemur fram á tvennum tónleikum með vestur-afrísku hljóm-
Eu > sveitinni Super Mama Djombo á Listahátíð um helgina. Hljómsveitin kemur frá Gíneu-
Bissá en þangað hélt Egill í heimsókn í vor og deildi upplifun sinni af landi og þjóð með
blaðamanni. _
Valur Gunnarsson
skrifarfrá Eistlandi
Líklegabesti
bjóríheimi
Það er erfitt að vera Eisti, og þurfa
að eiga við skapgerð sem er nánast
finnsk, en velferðarkerfi sem minnir
mest á Rússland. Og það er erfitt að
búa I Eistlandi, þar sem maður er
rændur á götum úti jafnt sem í
búðunum og neytendalög eru
nánast ekki til. Því er eins gott að
bjórinn sé góður. Og hinn eistneski
Saku er einhver besti bjór í heimi.
Eistar drekka mikið, eins og gefur að
skilja. Að meðaltali drekka Eistar 97
lítra á mann á ári, hver Lithái 85 en
hver Letti ekki nema 65 lítra.
Saku er nefndur eftir bænum Saku,
sem er úthverfi rétt fyrir utan Tallinn,
og er hann vinsælasti bjórinn í
Norður-Eistlandi. [ Suður-Eistlandi
kjósa menn hins vegar A. Le Coq,
sem er framleiddur I bænumTartu
og er hið versta sull. Á Norðurlönd-
unum almennt séð er lítill munur á
bjór, og ég er ekki viss um að hinn
dæmigerði íslenski bargesturgæti
tekiö pepsiprófið og fundið mun á
Gull, Vlking eða Thule. En hér í landi
er staðan sú að Saku rennur ávallt
Ijúflega niður, meðan A. Le Coq er
nánast ódrekkandi hvernig sem
viörar. Fæstir staðir bjóða þó upp á
báðar tegundir. Flestir eru með aðra
hvora og svo óheppilega vill til að
ég bý ÍTartu.
[flestum sjoppum og matvörubúð-
um er þó hægt að finna báðar
gerðir. Hálfs Ktra dósin kostar um 10
eistneskar krónur (um 70 íslenskar)
fyrir eistneskan bjór, en erlendur er
örlítið dýrari, feryfir 100 kall
íslenskar. Finnskar bjórtegundir frá
þv( hinum megin við sundið eru
áberandi, einnig frá gömlu
nýlenduherrunum Þjóðverjum.
Jafnvel er hægt að fá bjór frá
erkifjendunum Rússum, en þó
aðeins hinn ágæta Baltika og ekki
Björgólfsbjórinn fyrrverandi
Botskarov. Þrátt fyrir allt tal um
samvinnu Eystrasaltslandanna, er
bjór frá hinum löndunum með öllu
ófáanlegur. Fyrir þessu er þó, ólikt
svo mörgu öðru (Eistlandi, rökrétt
ástæða.
Saku er (eigu fyrirtækisins BBH (Balt-
ic Beverages Holding, sem er í eigu
Carlsberg), sem framleiðir einnig
Aldaris í Lettlandi og Svyturys í
Litháen, ásamt Baltika (Rússlandi.
Hið finnska fyrirtæki Olvi á hins
vegar A. Le Coq, Cesu f Lettlandi og
Ragutis í Litháen. Mikil samkeppni
ríkir milli þessara tveggja fyrirtækja
innan hvers lands. Á hinn bóginn
hafa þau ekki áhuga á að færa
samkeppnina á milli landamæra,
þannig að til dæmis Saku og Aldaris
ættu (samkeppni innan Eistlands.
Illar tungur segja þó ástæðuna helst
vera þá að sama uppskriftin sé
notuö (öllum löndum og benda á
að flöskurnar séu nauöallkar. Þannig
séu Saku, Aldaris og Svyturys (raun
sami bjórinn. Fyrirtækin tvö sverja
sKkar kenningar þó af sér. Ljóst er þó
að þau reyna að hagræöa og var
sama auglýsingin notuö I löndunum
þremur fyrir mismunandi bjór, þar
sem frasinn„Scheisse" kom mikiö
fyrir.
Næst þegar ég fer til Lettlands mun
ég drekka Aldaris frekar en Cesu, að
minnsta kosti sé eitthvað til (
þessum samsæriskenningum um
að Saku-uppskriftin sé notuð i
hann.
„Ég kynntist í rauninni Gíneu-
Bissá íyrir mörgum árum, þegar
kunningi minn og skólafélagi, Geir
Gunniaugsson læknir, var búsett-
ur þar ásamt eiginkonu sinni, Jón-
ínu Einarsdóttir mannfræðingi. Það
voru aðrir tímar þá og við í góðu
sambandi bréfleiðis. Á þeim tíma
var Super Mama Djombo heldur
betur leiðandi í Vestur-Afríku og
hafði tekið virkan þátt í baráttu fyrir
sjálfstæði Gíneu-Bissá frá Portúgal.
Maður komst ekki hjá því að heyra
af þessari hljómsveit enda í miklu
uppáhaldi hjá þeim Geir og Jón-
ínu. Mörgum árum síðar, að frum-
kvæði Geirs og Hreins Loftsson-
ar, var ákveðið að fá þessa sveit til
landsins. Hún hafði reyndar á þeim
tíma hætt störfúm og margir liðs-
menn lagst í sjálfskipaða útiegð frá
sínu landi enda á tímabili ekki vært í
landinu," segir Egill um tildrög sam-
vinnu sinnar við þessa merku vest-
ur-afnsku hljómsveit.
„Þeir Geir og Hreinn fengu þá
hugmynd, að samtvinna uppvakn-
ingu hljómsveitarinnar við einstakt
framtak Jóhannesar í Baugi; sem var
að gefa hundrað og mttugu skóla-
hús til Gíneu-Bissá ásamt annarri
hjálp. Það er nú einu sinni þannig
að í músíkinni kúlminerast nefni-
lega dálítíð merkilegur hlutur sem
mannkynið er alltaf að reyna að leita
að og gera að sínu leiðarljósi við
myndun þjóðabandalaga, en það er
harmóní, þar sem áfangastaðurinn
er alltaf skýr og ljós. Hann er sem
sagt að menn nái saman, sameinist
í tónlistinni þar sem engin landa-
mæri fyrirfinnast og með því vekja
tilfinningar okkar og löngun til að
halda lífinu áfram," segir Egill.
Táknræn sameining
í tónlistinni
„Þetta heppnaðist vel, það var
eftir þessu tekið í samfélaginu og
auðvitað voru Gíneamir þakklát-
ir fyrir þessa gjöf ogþar sakaði ekld
að gömul ástsæl hljómsveit þeirra
hafði verið endurvakin í kjölfarið,
hljómsveit sem var svo mikilvæg
fyrir sjálstæðisbaráttu þeirra. Það
var einn vettvangurinn en það voru
fleiri með í ferð, eins og iðnaðarráð-
herra okkar, Björgvin, ásamt fylgd-
arliði, ég á von á að þar sé verið að
forma einhvers konar aðstoð á sviði
orkumála. Þá voru með í för fulltrú-
ar Háskólans í Reykjavík, sem hygg-
ur á væntanlegt samstarf við há-
skóla í Bissá. Þannig má vænta að
þessi heimsókn og ffamlag Geirs,
Jóhannesar og Hreins eigi eftir að
hafa margþætt og jákvæð áhrif á
uppbyggingu í landinu, til farsæld-
ar fyrir bæði ísland og Gíneu-Bissá."
Egill heimsótti Gíneu-Bissá síð-
astliðið vor þar sem hann dvaldist
í tvær vikur og kom fram á tvenn-
um tónleikum með Super Mama
Djombo, sem voru að mörgu leytí
ólíkir því sem við hér á Vesturlönd-
um þekkjum, meðal annars fyrir
þær sakir að rafmagn er af skom-
um skammti (ffamleitt með ljósa-
vélum) í Gíneu-Bissá. „Fólk er samt
við sig, en upprunalegir meðlimir
hljómsveitarinnar em nánast þjóð-
hetjur. Ég tók þátt í fáeinum lögum
á þeirra forsendum, þar sem mikið
er spunnið og leikið með hljóð og
tóna. Við komum ffam á tvennum
tónleikum, annars vegar á hóteli í
stómm sal þar sem vom sérstak-
ir boðsgestir og hins vegar útí. Við
spiluðum því bæði fyrir fólkið og
fýrir stjórnina og ráðamenn á öllum
mögulegum sviðum."
Ekki samur eftir dvöl í Afríku
Egill ferðaðist vítt og breitt um
landið í dvöl sinni í Gíneu-Bissá og
rakst á ýmislegt ff óðlegt.
„Ég heimsóttí meðal annars
sjúkrahús og skólabyggingar og þar
sem stjórnir hvers hérðas höfðu að-
setur og það var margt fróðlegt og
svo er það náttúrlega þessi saga sem
allir segja eftir að hafa komið til Afr-
íku. Það verður í rauninni enginn
samur eftir að sækja álfuna heim.
Ég kom þangað fyrst fyrir um tut-
tugu árum og það breytti í mörgu
viðhorfi mínu til þessa heimshluta.
Ástandið í mörgum Afríkulönd-
um kemur okkur við vegna þess að
við berum að hluta til ábyrgð á því
hvemig komið er.“
Gríðarlega gjöfult land
Gínea-Bissá er eitt af minnstu
löndum Afríku, rétt rúmir þrjátíu og
sex þúsund ferkílómetrar að stærð
á fjöru, en eins og í mörgum öðr-
um löndum heimsálfunnar er land-
ið einstaklega gjöfúlt. „Landið gefur
ótrúlega mikið af sér. Þar er mikið
af kasjúhnetum og allir hugsanlegir
ávextír vaxa á trjánum og eflaust væri
hægt að ná mörgum uppskerum
á ári. En vegna þess að hvíti mað-
urinn auðvitað skakkaði lífi þessa
fólks svo lengi og arðrændi það á
öllum sviðum hefur það haft mikil
áhrif á framþróunina og þar eigum
við þeim skuld að gjalda. Við hirt-
um allar þessar afúrðir og seldum á
réttu verði til hins vestræna heims á
meðan þjóðimar fengu smáaura ef
nokkuð fyrir sitt ffamlag. Það er þá
gaman að hugsa til þess að þetta er
í rauninni ekkert ólíkt því hlutsldpti
sem við bjuggum við hér áður. Á síð-
ari tímum seldum við hér besta fisk
í heimi sem fangafæðu tíl Ameríku
í mörg herrans ár. Svo felldu menn
bara gengið eftir því hvemig áraði
og hvemig gekk að selja okkar ann-
ars fínu afurðir. Við vorum, ekki fyrir
svo löngu, ein af fátækustu þjóðum
heims, sem er hlutskiptí Gíneanna í
dag."
Stoltið eftirminnilegast
Aðspurður að lokum hvað
standi upp úr eftir heimsóknina til
Gíneu-Bissá svarar Egill: „Það var
auðvitað margt eftirminnilegt, en
það sem í rauninni stendur upp úr
er aðvitna, þráttfyrir gífúrlegafá-
tækt, óstöðugleika í þjóðfélaginu,
langt yfir þeim mörkum sem við
setjum, er hið mikla stolt hjá fólk-
inu. Stoltið sem kemur fram þegar
þau flytja okkur tónlist sína, í hand-
verkinu, dansinum og frásögnun-
um. Þar sérðu stoltið, stoltið yfir því
að hafa tileinkað sér arfinn og miðla
honum til nýrra kynslóða. Þetta er
líka þekking og menntun, það má
ekki gleymast. Hljómsveitin Super
Mama Djombo heldur tónleika á
NASA í kvöld klukkan tíu og á sama
tíma annað kvöld. Miðasala á tón-
leikana fer fram á midi.is. krista@dv.is