Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 30. MAf 2008
Sport DV
Úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu hefst 9. júní. 16 lið komust á mótið og þurftu landsliðsþjálfarar
allra liðanna að kalla til 23 manna hóp fyrir mótið. Þegar ekki er hægt að velja alla sem þú vilt hljóta ein-
hverjir að þurfa sitja eftir heima, súrir og svekktir fyrir framan sjónvarpið. DV tekur hér saman 10 menn
sem eiga fyllilega skilið að spila í sumar en verða heima með popp og kók eins og hver annar áhorfandi.
PIPPO" INZAGHI
FÉLAGSLIÐ: AC MILAN ALDUR: 34
LANDSLEIKIR: 57 MÖRK: 25
„Pippo var fæddur rangstæður,"
sagði Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, um
þennan magnaða framherja.
Inzaghi er dæmdur rangstæður að
minnsta kosti lOsinnum (leiken í
þetta eina skipti sem hlaupið tekst
skorar hann alltaf. Hann kom seint
inn i lið Milan á árinu en auðvitað
skoraði maðurinn. 18 mörk í 28
leikjum, þar af 5 mörk í sex leikjum í
Meistaradeildinni. Þegar boðið er
upp á Marco Borriello og Fabio
Quagliarela i hópnum hlýtur að vera
pláss fyrir þennan náttúrulega
markaskorara. Þegar þig vantar
mark á ögurstundu mun Inzaghi
redda þér, það vita allir.
DAVIDTREZEGUET
FRAKKLAND
FÉLAGSLIÐ: JUVENTUS ALDUR: 30
LANDSLEIKIR: 70 MÖRK: 34
Ekki var pláss í franska hópnum fyrir
næstmarkahæsta leikmann
landsliðsins frá upphafi, David
Trezeguet. Raymond Domenech,
landsliðsþjálfara Frakka fannst
tuttugu mörkTrezeguetá
tímabilinu ekki nægileg ástæða fyrir
að velja hann. Nýliðinn Bafetimbi
Gomis mun spranga um á iðgrænu
grasinu í Austurríki og baða sig í
sviðsljósinu á meðanTrezeguet
situr heima með vínglasið sitt og
horfir á keppnina í sjónvarpinu.
Trezeguet þykir með eindæmum
vanmetinn leikmaðurog þótt hann
sjáist sjaldan í leikjum dúkkar hann
alltaf upp og setur eins og eitt mark
eða svo.
MATHIEU FLAMINI
FRAKKLAND
FÉLAGSLIÐ: AC MILAN ALDUR: 24
LANDSLEIKIR: 2 MÖRK: 0
Þrátt fyrir magnaða frammistöðu
með Arsenal á árinu, sem skilaði
honum sölu til AC Milan, komst
hann ekki með hinum í franska hóp-
inn. Flamini er einstaklega ofmetinn
leikmaður og mun Milan komast að
raun um það næsta vetur.
Domenech sér hins vegar í gegnum
alla vitleysuna og valdi Flamini ekki.
Sem betur fer fyrir Flamini þarf
hann ekki að spila fyrir nýjum
samningi eða nýjum atvinnuveit-
anda þar sem Milan hefur nú þegar
klófest Frakkann. Það má alveg
fastlega búast við því að Flamini
hafi brugðið i brún þegar hann sá
að hann var ekki valinn (franska
landsliðshópinn að þessu sinni.
FÉLAGSUÐ: REAL MADRID ALDUR: 31
LANDSLEIKIR: 102 MÖRK: 44
Það er ástæða fyrir að Raúl er kallað-
ur kóngurinn. Hann er kóngurinn.
205 mörk í 483 leikjum fyrir Real
Madrid og annað eins fyrir
landsliðið. Real Madrid var
endurskírt af spænskum fjöfmiðl-
um, Raúl Madrid, en ferill hans
dugði honum ekki í landsliðshópinn
á EM. Gengi þessa magnaða
leikmanns hafði ekki verið gott
síðustu 2 ár en ef hann átti einhvern
tíma skilið landsliðssæti er það
núna. Hann var hreint magnaður
með Madrid í ár, skoraði 23 mörk og
lagði annað eins upp. Aragones vill
eflaust yngja upp í spænska liðinu
en tíminn fýrir að skera á Raúl er
ekki núna.
FÉLAGSLIÐ: REAL MADRID ALDUR: 31
LANDSLEIKIR: 14 MÖRK: 3
Guti á ekki marga landsleiki að baki
enda hafa flestir landsliðsþjálfarar
Spánar séð í gegnum Madrídar-
pressuna sem talar svo fallega um
hann. Guti var að Ijúka sínu
þrettánda ári hjá Real Madrid og
líklega því langbesta. Allt sem sagt
hefur verið að hann geti í gegnum
tíðina gerði hann loksins og það var
hrein unun að horfa á manninn oft á
tíðum. Einfaldar sendingar í gegnum
varnir sem skildu varnarmenn eftir
að klóra sér í hausnum á meðan
Nistelrooy eða Raúl fögnuðu marki
„Hann gæti skoriö upp niðursuðu-
dós með þessum vinstri fæti sínum,"
hefur verið sagt um Guti. (dag er
það líklega satL
bwi/r
CLARENCE SEEDORF
HOLLAND
FÉLAGSLIÐ: AC MILAN ALDUR: 32
LANDSLEIKIR: 86 MÖRK: 11
Seedorf mun ekki leika á
Evrópumótinu i sumar en það er
honum sjálfum að kenna. Marco
Van Basten, landsliðsþjálfari
Hollendinga hafði valið hann
upphaflega í æfingahópinn en
Seedorf afþakkaði pent og ætlar
frekar að vera áhorfandi. Hann gaf
engar ástæður fyrir neitun sinni en
Basten sagðist virða hana og eiga
nóg af leikmönnum til að fylla skarð
hans. Það er þó ekki alveg rétt því
Seedorf hefur nokkra sérstöðu í
hollenska liðinu þar sem hann getur
bæði sótt og varist mjög vel. Hann
er ekki jafnmikil dúkka og margir
Hollendingar og spilar aldrei betur
en i stóru leikjunum.
HAKAN SUKUR
TYRKLAND
FÉLAGSUÐ: GALATASARAY ALDUR: 36
LANDSLEIKIR: 112 MÖRK: 51
Það getur svo sem enginn láð
neinum landsliðsþjálfara að velja
ekki 36 ára gamlan mann (
landsliðið en ferill hans talar sinu
máli. Það bjóst enginn við öðru en
að Sukur myndi verða valinn í
tyrkneska hópinn enda nýtur
enginn meiri virðingar (Tyrklandi en
Sukur. Hann er hvergi hættur að
skora í heimalandinu og ferill hans
með landsliðinu er ótrúlegur en það
dugði honum ekki til að verða
valinn.Tyrkneskum fjölmiðlum kom
þetta val virkilega á óvart og var
skrifuð stór grein um málið þar sem
ritað var að landsliðsferli þessa
merka markaskorara væri
endanlega lokið.
URBY EMANUELSON
HOLLAND
FÉLAGSLIÐ: AJAX ALDUR: 21
LANDSLEIKIR: 11 MÖRK: 0
Ein skærasta stjarnan í hollenskum
fótbolta var skilin eftir heima. Hann
var valinn í 30 manna æfingahóp
Marcos Van Basten en var fyrstur til
að fjúka ásamt öðrum efnilegum
leikmanni, Hedwiges Madouro.
Margir höfðu beðið eftir því að sjá
Emanuelson spígspora upp vinstri
kantinn úr bakvarðarstöðunni en
Evrópumótið átti að vera hans
sýningargluggi fyrir hæfileika sína.
Það var búið að ákveða að hann yrði
keyptur eitthvað frá Ajax eftir mótið
þegar heimurinn sæi hvað hann
gæti afrekað. Hvort það spili inn i að
Van Basten sé að taka við Ajax í
haust er erfitt að segja til um á
þessu stigi málsins.
PAUL SCHARNER
AUSTURRlKI
FÉLAGSLIÐ: WIGAN ALDUR: 28
LANDSLEIKIR: 12 MÖRK:0
Ekki stærsta nafnið á listanum en
sagan á bak við hann er nokkuð
skondin. Þó ekki fyrir hann. Paul
Scharner fór í fýlu við núverandi
landsliðsþjálfara Austurríkis fýrir
nokkrum árum. Daginn eftirvar
tilkynnt að Austurríki myndi halda
Evrópukeppnina og þátttaka
Scharners, sem er einn besti maður
liðsins á heimavelli, væri möguleiki.
Landsliðsþjálfarinn er tilbúinn til að
velja hann í liðið en Scharner segist
ekki ætla að spila fýrr en hann
biðjist fyrirgefningar. Þjálfarinn er
samt ekkert á þeim buxunum og er
Scharner það þrjóskur að hann mun
missa af Evrópumótinu í sínu eigin
heimalandi.
MANICHE
PORTUGAL
FÉLAGSLIÐ: ATLETICO MADRID ALDUR: 30
LANDSLEIKIR: 44 MÖRK: 7
Maniche hefur spilað sig út úr
landsliðinu undanfarin ár eftir að
hafa verið óheppinn meðdvöl hjá
félagsliðum. Vistaskipti hans til
Atletico enduðu með lánssamningi
til Inter þar sem hann stóð sig ekki
sem best. Maniche hefur verið
akkerið á miðju Portúgals
undanfarin ár en þarf nú að sitja
heima og horfa á keppnina á
meðan litli bróðir hans, Jorge
Ribero, er í hópnum. Ribero átti
magnað tímabil með Boavista í
heimalandinu og fékk verðskuldað
kall frá Scolari landsliðsþjálfara.
Maniche mun þurfa að láta sér það
lynda að horfa á litla bróður spila á
Evrópumótinu.