Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Síða 68
68 FÖSTUDAGUR 30. MA( 2008
Fólkið DV
OG GÓMSÆTAN MAT
Fegursta kona íslands verður kosin í kvöld á Broad-
way. Á heimasíðu keppninnar Ungfrú ísland má
finna alls kyns skemmtilegar upplýsingar um stúlk-
urnar sem taka þátt í ár og þar á meðal hvað róm-
antískt kvöld er fyrir þeim.
Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir
„Nú, þegar ástin tekur öll völd."
Aldís Kristjánsdóttir
„Fara út að borða með einhverjum mikilvæg-
um í lífinu, helst kærasta, eða bara elda saman
heima. Eyða svo kvöldinu saman,fara kannski
í heitan pott með kertaljós og horfa svo á rómó
mynd og hafa það kósí. Bústaður er líka góð
hugmynd."
Alexandra Helga ívarsdóttir
„Áð elda góðan mat heima með kærastanum
ogslaka á. Sundferð er líka rosalega kósí."
Anna Ester Óttarsdóttir
„Sitja heima að elda raklett og leggjast svo í
spólukúr."
Auður lónsdóttir
„Bara að vera með elskunni sinni hvort sem
það er í rólegheitunum að borða góðan mat,
tala saman og horfa á mynd eða einhversstað-
ar úti í heimi á framandi stað."
Brynja Guðmundsdóttir
„Mér finnst mjög rómantískt að vera ífjarlægu
landi með þeim sem að maður elskar. Það er
líka mjög rómantískt að vera bara heima með
elskunni sinni, skiptir ekki alltaf máli hvað
maður er að gera. “
Erla Vinsy Daðadóttir
„Vera í rólegheitum úti á landi með manneskju
sem þú elskar."
Ester Eva Gunnarsdóttir
„Að sitja við kertaljós og ná vel saman við ást-
ina mína."
Fanney Eiríksdóttir
„Góður matur, kertaljós, góð tónlist og tvær
manneskjur sem geta notið félagsskaps hvors
annars (sic)"
Hanna Lind Garðarsdóttir
„Rómantiskt kvöld hjá mér væri góður mat-
ur og eftirréttur heima með kærastanum við
kertaljós og rólega tónlist. Eftir matinn mynd-
um við svofæra okkur upp í sófa með skemmti-
lega spólu í tækinu."
Iðunn lónasardóttir
„Rómantískt kvöld er þegar ég og kærastinn
erum ein heima að elda góðan mat og hafa það
kósý uppi í sófa að horfa á góða mynd."
Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir
„Kvöldstund með ástinni sinni."
Ungfrú Reykja-
víkAðalheiðurÓsk
keppír í Ungfrú
íslandi í kvöld.
Rómantíkfyrir
henni er þegar
ástin tekur öll völd.
Þuríður Björg Wiium Arnadóttir
„Góður matur, heitur pottur, kertaljós og
ástin mín.“
íris María Bjarkadóttir
„Þegar manni líður vel með einhverjum sem
maður elskar."
lana Katrín Knútsdóttir
„Rómantískt kvöld getur verið í raun
hvernig sem er svo lengi sem því er deilt
með þeim sem maður elskar."
Katrín Rúnarsdóttir
„Bara eitthvert kósí kvöld, skiptir ekki
öllu hvað er gert en svo finnst mér
mjög rómantískt aðfara i sumarbú-
stað yfir helgi og elda góðan mat og
fara í heitan pott og hafa það gott
ogslappa af.“
Klara Magnúsdóttir
„Ég og kærastinn minn að elda
saman góða máltíð, tala saman
og hafa það rólegt heima."
Lilja Dröfn Kristinsdóttir
„Það skiptir litlu máli hvað er ver-
ið að gera, á meðan maður er með
þeim sem maður elskar er hægt að
gera hvaða aðstæður sem er róm-
antískar"
Sonja Björk lónsdóttir
„Rómantískt kvöld er að vera úti í
náttúrunni með ástinni sinni í æð-
islegu veðri, fylgjast með skýjunum og
stjörnunum og hlusta á náttúruna."
Tinna Cleopetra lónsdóttir
„Fullkomið kvöld er annaðhvort aðfara
útað borða með elskunni sinni eða bara
kúra yfir spólu."
220PNAÐ
AFTUR
Eins og DV greindi frá í apríl síð-
astliðnum hugðust rekstaraðilar
Barsins breyta nafni staðarins
aftur í 22 en staðurinn hét það
um áraraðir. „það eru spenn-
andi tímar fram undan hérna hjá
okkur," sagði Agatha Gunnars-
dóttir rekstrarstjóri 22 í sam-
tali við DV en nýbúið er að taka
staðinn í gegn. Staðurinn verur
svo formlega opnaður í kvöld.
Helstu breytingarnar eru að á
neðri hæð hefur verið bætt við
sætum. Á annarri hæð hefur
hljóðkerfið verið tekið í gegn og
á þeirri efstu getur fólk létt á sér
og spjallað saman.
Rómantíkin raeður ríkjum Ungfrú Reykjavík
Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ásamt Alexöndru
Helgu (varsdóttur og Jönu Katrínu Knútsdóttur.
UNGFRU
HUNDALABBARI
Síðasti dagur Jóhönnu Völu
Jónsdóttur sem ungfrú Island er í
dag en stúlkan hefur átt viðburða-
rflct ár. Hún kynntist Bandaríkja-
manninum Jake og býr með honum
í Flórída. Jóhanna greindi frá því á
bloggi sínu í aprfl að hún væri byrj-
uð að vinna á fullu sem hundalabb-
ari eða „dogwalker". „Ég er rosalega
mikill dýravinur svo fyrsta daginn
gat ég ekkJ haldið tárunum aftur
en það er rosalega erfitt að horfa á
þessa sætu hunda sitja í búrunum
sínum og horfa á mig með fallegu
hvolpaaugun sínsegir Jóhanna
sem greinir frá því í nýjasta Séð og
heyrt að lífið í Bandaríkjunum geti
verið einmanalegt.
FEGURÐARDÍSIR:
FILA SPOLU
Leikstjórinn Jakob Halldórsson meö nýja mynd í lögnunum:
LEITAR AÐ STJÖRNUM FRAMTÍÐAR
Leikstjórinn Jakob Halldórsson er með nýja
stuttmynd í lögnunum og hyggst ráða í öll
hlutverkin með prufum. Jakob hefur áður
leikstýrt þremur stuttmyndum og hlotið lof
fyrir. Nýjasta afurðin, sem kemur til með
að bera nafnið Pleisið, fjallar um ungling-
inn Axel sem verður fýrir því að vera kennt
um ofbeldisglæpi vina sinna og er í kjölfar-
ið vistaður á unglingaheimilinu Pleisinu.
Þar verður hann fyrir ofbeldi hrottafengins
fangavarðar sem leggur hann í einelti.
Jakob skrifaði handritið á nokkrum mánuð-
um ásamt félaga sínum í New York, Joseph
Spade. Hann hafði þá þegar sótt um styrk
hjá Kvflanyndasjóði og fengið vilyrði fyrir
verkefninu. Myndin verður að sögn Jakobs
um 25 mínútur að lengd.
Systir Jakobs, Anna Halldórsdóttir, er
framleiðandi myndarinnar, en hún hefur
áður framleitt heimildarmynd erlendis og
er nú búsett í New York. Áætlað er að tök-
ur á Pleisinu hefjist í haust.
Jakob segir ásókn í hlutverk með besta
móti. „Það hefur töluvert verið sótt um
hérna hjá mér," segir Jakob. „Ég er búinn
að fá einhverjar 25 umsóknir. Þetta eru
vonandi stjörnur framtíðar."
Fyrir ungt fólk sem áhuga hefur er enn
opið í prufurnar. Hægt er að sækja um á
tölvupóstfanginu pleisid@gmail.com þar
sem fylgja þarf nafn, aldur, ljósmynd og
símanúmer. Prufurnar fara fram í byrjun
júní.