Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.04.2016, Qupperneq 2
Veður Í dag verður hæglætisveður og víða bjartviðri, en skýjað með köflum sums staðar, einkum um landið vestanvert. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast vestantil á landinu en kaldast í innsveitum norðaustan- lands. sjá sÍðu 18 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. slys Sautján ára drengur sem slas- aðist alvarlega í bílslysi á Holta- vörðuheiði síðastliðinn laugardag lést af sárum sínum. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíll sem var á leiðinni norður heiðina fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Pilturinn, sem var farþegi í aftursæti, kastaðist út úr bifreiðinni. Hann var ekki í bíl- belti. Pilturinn var fluttur á gjörgæslu- deild Landspítalans þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn. Ökumaður bifreiðarinnar sem og farþegi í framsæti sluppu með minniháttar meiðsli. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. – þea Sautján ára drengur lést eftir bílslys  Þrenging hafin Framkvæmdir eru hafnar við breytingu Grensásvegar á milli Bústaðavegar og Miklubrautar og munu þær standa yfir fram í september. Fyrirhugað er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og auka rými fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður gróðursett á umferðareyju milli akreina. Fréttablaðið/Pjetur jafnréttismál  Nýja stjórn Sam- taka atvinnulífsins skipa sextán karlar en einungis fjórar konur. Auk þess er karl formaður stjórnar. Stjórnin var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 7. apríl síðastliðinn. Konum í stjórn- inni fækkaði um eina milli ára. Konur í stjórninni eru Guðrún Hafsteinsdóttir frá Kjörís, Mar- grét Sanders frá Strategíu, Rann- veig Grétarsdóttir frá Hvalaskoðun Reykjavíkur og Rannveig Rist, for- stjóri Alcan á Íslandi. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA, tilnefna aðildarfélög SA, til að mynda Samtök iðnaðar- ins og Samtök félaga í sjávarútvegi, nöfn í stjórn og kjörstjórn fer yfir til- nefningarnar og svo er kosið. Fimm nýir stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórnina á fundinum, allt karlmenn. „Við erum ekki með reglur um kynjakvóta í stjórninni vegna þessa fyrirkomulags. Það getur alveg gerst að við förum að setja reglur um kynjakvóta. Þetta er ekki einföld ákvörðun, aðildarfélögin sem slík þurfa að koma að henni. Ég held þó að flestallir átti sig á þessu og sjái að það sé ástæða til að skoða þessi mál,“ segir Björgólfur Jóhannsson. „Þetta er náttúrulega ekki góð ásýnd fyrir atvinnulífið en endur- speglar að það eru miklu fleiri karlar sem eiga og stjórna fyrirtækjum heldur en konur. Þetta er einn veiki hlekkurinn,“ segir Kristín Ástgeirs- dóttir, framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu. Kynjakvóti gildir um stjórnir fyrirtækja en  hið sama á ekki við um félagasamtök eins og Samtök atvinnulífsins.  „Þó að jafnréttis- lögin kveði á um að það beri að jafna stöðu kynjanna sem mest þá er engin kvótaskylda á félagasam- tökum. Hins vegar er þetta dapurleg ásýnd. Samtök atvinnulífsins eru mjög valdamikið afl í samfélaginu og það er greinilegt að karlarnir gefa það nú ekki eftir svo glatt.“ Kristín segir að samtökin vanti jafnréttisstefnu eða sýn í jafnréttis- málum. „Þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu að finnast það við hæfi að ásýnd þessara samtaka sé með þessum hætti. Þarna skortir jafnréttishugsun.“ saeunn@frettabladid.is snaeros@frettabladid.is Karlar í miklum meirihluta stjórnar SA Konur eru fimmtungur nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins eða eingöngu fjórar af tuttugu. Enginn kynjakvóti gildir innan félagasamtaka eins og innan stjórna fyrirtækja. Dapurleg ásýnd að mati framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. björgólfur jóhannsson, forstjóri icelandair Group og formaður Sa, ávarpar gesti á aðalfundi Sa. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök atvinnulífs- ins eru mjög valda- mikið afl í samfélaginu og það er greinilegt að karlarnir gefa það nú ekki eftir svo glatt. Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Kjaramál Sátt náðist í kjaradeilu starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík við vinnuveitendur. Rúm- lega 61 prósent þeirra starfsmanna sem greiddu atkvæði samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tillagan var lögð fram þann nítjánda mars síðastliðinn en þá höfðu deilur staðið yfir í um það bil fimmtán mán- uði. Alls tóku 282 starfsmenn þátt í atkvæðagreiðslunni en 330 voru á kjörskrá. Var því rúmlega 85 prósenta kjörsókn. Vinnustöðvun var frestað tíma- bundið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Henni lauk klukkan fjögur í dag og var niðurstaðan kynnt hjá ríkissáttasemjara. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtækni- manna, segir erfitt að segja hvort menn séu ánægðir með niðurstöðuna en bendir á að kjaradeilan hafi staðið í fimmtán mánuði. Því hafi þetta verið „niðurstaða sem báðir aðilar kinkuðu kolli með“. Þá segir hann að um sömu launahækkanir og á almennum vinnumarkaði sé að ræða. Fyrri kjarasamningur rann út í árs- lok 2014. Síðan þá hafði gengið illa að ná sáttum og fundu hafnarstarfs- menn álversins sig knúna til þess að fara í verkfall fyrr á árinu. Í stað þeirra gengu yfirmenn álversins í hafnar- störfin um tíma. – þea Sátt náðist í ISAL- deilunni Þetta er niðurstaða sem báðir aðilar kinkuðu kolli með. Guðmundur Ragnars- son, formaður Félags vélstjóra og málm- tæknimanna. 1 2 . a p r Í l 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 7 -3 4 E 8 1 9 0 7 -3 3 A C 1 9 0 7 -3 2 7 0 1 9 0 7 -3 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.