Fréttablaðið - 12.04.2016, Qupperneq 16
Skemmtilegustu æfingardagarnir mínir eru
þegar ég tek axlir, fætur og rass. Ég tek axla-
æfingar einu sinni til tvisvar sinnum í viku en fætur og
rass allt að þrisvar.
Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir
Fólk er kynn-
ingarblað sem
býður auglýsendum
að kynna vörur og
þjónustu í formi við-
tala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefð-
bundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Frétta-
blaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur
Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísla-
dóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann,
atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelms-
son, jonivar@365.is, s. 512 5429
Guðrún Hólmfríður Ólafsdótt-
ir, einkaþjálfari og hóptímakenn-
ari hjá Reebok fitness, stundar
líkamsrækt sex til átta sinnum í
viku enda er líkamsrækt henn-
ar helsta áhugamál. Guðrún hefur
keppt í fitness frá árinu 2004 en
stærsti sigur hennar var á Ís-
landsmeistaramótinu árið 2014
þegar hún varð heildarsigurveg-
ari í fitness kvenna. „Í dag er ég
í smá fríi frá keppnum, æfi þó
alltaf stíft og stefni á að keppa
árið 2018 ef allt gengur eftir. Ég
lít svo á að bestu árin mín í fit-
ness séu eftir og ætla ég að taka
góða keppnisskorpu þegar ég kem
aftur inn eftir pásu.“
Guðrún fær sér yfirleitt eggja-
pönnuköku eða chia-graut í morg-
unmat. Ég undirbý matinn alltaf
daginn áður til að auðvelda mér
lífið á morgnana,“ segir hún en
uppskriftina að eggjapönnukök-
unni má finna hér til hliðar.
Hvernig æfir þú? Ég lyfti lóðum,
geri þrekæfingar og sprikla í hóp-
tímunum sem ég kenni. Ég lyfti
sex daga vikunnar og reyni svo
að taka einhvers konar þolþjálfun
að minnsta kosti tvisvar í viku.
Þegar ég undirbý mig fyrir mót
fjölgar þó æfingum mikið og ég
æfi þá ellefu til fjórtán sinnum
í viku. Ég er líka með þrekhjól
heima sem er fínt að fá útrás á
yfir góðum sjónvarpsþætti. Á
sumrin reyni ég að fara líka út að
hjóla, ganga Esjuna eða skokka,
en viðurkenni þó að ég á oft erfitt
með að koma mér af stað í það.
Hluti af markmiðum mínum fyrir
þetta ár er að vera dugleg að
hreyfa mig úti.
notar þú fæðubótarefni/hvaða? Ég
nota fæðubótarefni frá Sportlífi
en daglega nota ég 100% Whey
Protein annað hvort frá Stacker
eða Scitec. Mín uppáhalds eru
vanillu frá Stacker sem ég bæti
smá kanil út í og karmellu frá
Scitec. Í undirbúningi fyrir mót
þegar mataræðið verður stífara
nota ég glúta min, creatine og
CLA og BCAA.
Hvað finnst þér gott að fá þér í
kvöldmat? Við strákurinn minn
eigum okkur uppáhaldssalat sem
hann kallar „salatið okkar“, í
því er iceberg, gúrka, paprika,
vínber, kjúklingabringa, kota-
sæla, fetaostur og sítrónupipar.
Mjög einfalt en sjúklega gott.
Hvað finnst þér gott að fá þér í milli-
mál? Uppáhalds millimálið mitt er
grísk jógúrt með sykurlausu rifs-
berjasírópi og frosnum berjum
eða epli.
Hvað færðu þér þegar þú ætlar að
gera vel við þig? Svartan Doritos
og sýrðan rjóma, það er bara eitt-
hvað við þetta kombó sem gerir
mig glaða.
ertu morgunhani eða finnst þér gott
að sofa út? Ég er morgunhani en
um helgar þá sef ég til 8 eða 8.30
og það finnst mér voða fínt. Ef ég
sef lengur þá líður mér eins og ég
hafi tapað hluta af deginum.
Uppáhaldsæfingin? Skemmti-
legustu æfingadagarnir mínir eru
þegar ég tek axlir, fætur og rass.
Ég tek axlaæfingar einu sinni til
tvisvar sinnum í viku en fætur
og rass allt að þrisvar, þar af eru
tveir buttlift-tímar sem ég kenni í
Reebok fitness.
Drekkur þú kaffi? Ég drekk kaffi
og eiginlega alltof mikið af því.
Það er einhvers konar stund milli
stríða hjá mér þegar ég fæ mér
kaffi.
ertu nammigrís? Ég er algjör
nammi grís og ef ég vissi ekki
betur þá mundi ég skipta út öllum
mat fyrir nammi.
algjör nammigríS
Enginn dagur er eins hjá Guðrúnu Hólmfríði Ólafsdóttur,
einkaþjálfara, og er dagbókin því ein af hennar bestu vinkonum. Hún
þjálfar í Reebok fitness, æfir sjálf mikið og stundar nám í HR. Ef hún
vissi ekki betur myndi hún skipta út öllum mat fyrir nammi.
Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir er dugleg að æfa auk þess að vera með fólk í einkaþjálfun, fjarþjálfun og kenna í hóptímum.
„Ég lyfti sex daga vikunnar og reyni svo að taka einhvers konar þolþjálfun að minnsta kosti tvisvar í viku. Þegar ég undirbý
mig fyrir mót fjölgar þó æfingum mikið og ég æfi þá ellefu til fjórtán sinnum í viku.“ MYND/ANTON BRINK
Dæmigerður dagur hjá Guðrúnu:
5.30 Vakna og geri mig klára í
daginn (borða yfirleitt morgun-
matinn í bílnum á leiðinni í vinn-
una).
6.30-10.30 Þjálfa í Reebok fit-
ness.
10.00 Millimáltíð (yfirleitt ávöxt-
ur og próteinshake) og æfi sjálf.
12.00 Þjálfa í Reebok fitness.
13.00-15.30 Skólinn, ég stunda
meistaranám í heilsuþjálfun og
kennslu í HR (hádegismaturinn
borðaður í tíma, yfirleitt kjúlli eða
túnfiskur og salat).
16.00 Sæki strákinn minn á leik-
skólann og heim að borða milli-
máltíð.
17.00 Fer með strákinn á fót-
boltaæfingu eða fer sjálf að kenna
í Reebok fitness.
19.00 Kvöldmatur og undirbý
næsta dag.
22.30 Reyni yfirleitt að koma mér
í háttinn í seinasta lagi hálf ellefu
ef ég þarf að vakna snemma.
eggjapannSa gUðrúnar:
1 dl haframjöl
2 dl eggjahvítur
15 g vanilluprótein
1 tsk. kanill
10 rúsínur
Allt hrært saman og steikt á
pönnu við lágan hita.
365.is Sími 1817
MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA KL. 17:45
SPJALLÞÁTTADROTTNINGIN ELLEN
ER MÆTT Á STÖÐ 2
1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
1
2
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
0
7
-3
9
D
8
1
9
0
7
-3
8
9
C
1
9
0
7
-3
7
6
0
1
9
0
7
-3
6
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K