Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 2

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 2
KRISTJÁN ÁRNASON Um málnefndina Um síðustu áramót urðu nokkur manna- skipti í íslenskri málnefnd. Baldur Jóns- son. sem verið hafði formaður í 11 ár. baðst undan endurskipun í nefndina. Við formennsku tók Kristján Árnason. en Sigrún Stefánsdóttir kom í nefndina í stað Baldurs. Nú þegar Baldur hættir beinum störfum í nefndinni skal þakka honum það starf sem hann hefur innt af hendi í hennar þágu. í formannstíð hans hefur átt sér stað bylting í starfsemi nefndarinnar, og er það mikið fyrir til- stuðlan hans. Nefndin nýtur þó áfram starfskrafta Baldurs sem forstöðumanns málstöðvarinnar og ritara nefndarinnar og hyggur gott til þess samstarfs. Margt er rætt um íslenska tungu og menningu um þessar mundir og þann vanda sem hún stendur frammi fyrir. Flestir virðast hafa einhverjar áhyggjur, en þær eru mismiklar, og e.t.v. eru skoð- anir skiptar um eðli og stærð vandans. Eins og fram kemur á öðrum stað í þessu hefti var 25 ára afmælis málnefndarinnar m.a. minnst með ráðstefnu sem haldin var 22. apríl síðastliðinn og bar yfirskrift- ina: íslenskt mál og menning á öld gervi- tungla. Var þar rætt í allvíðu samhengi um þann vanda sem virðist blasa við þegar erlent sjónvarpsefni berst til almennings um gervitungl án nokkurrar milligöngu innlendra aðila. Veigamesti þátturinn í starfi málnefnd- arinnar hefur verið ráðgjöf ýmiss konar, ekki síst um smíði nýyrða sem gera okkur kleift að ræða um nýja tækni á máli sem hvílir á eldri íslenskri málhefð. Hefur þar verið fylgt þeirri venju, sem mótaðist á síðustu öld, að smíða orð af innlendum toga til þess að nota um þau erlend hugtök sem hingað berast með vísindum og nýrri verktækni. Svo er fyrir að þakka öflugri menn- ingu og málræktarstarfi þessarar aldar, og jafnvel enn frekar þeirrar síðustu, að tekist hefur að móta tungu sem dugir vel sem miðill fyrir það mannlíf sem nútím- inn hefur haft upp á að bjóða. Og íslensk menningarheild er ein og söm frá land- námi til nútímans. Islendingar búa við gott málkerfi, svo notað sé skriffinnsku- legt orðalag. Vandinn sem fylgir nútímanum er því ekki málfræðilegs eða mállegs eðlis í þrengsta skilningi, heldur miklu frekar menningarlegs eða félagslegs. Málrækt- arstarfið snýst ekki eingöngu um mótun tungunnar, heldur einnig um notkun hennar. Fari svo að stór hluti íslendinga verði tvítyngdur hafa margir áhyggjur af því að íslenska víki smám saman fyrir ensku. Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp um stækkun íslenskrar málnefndar úr 5 mönnum í 19-21, og hefur málnefndin mælt með flutningi þess. Með því að fjölga í nefndinni er vonast til þess að takast megi að virkja sem flesta í mál- ræktarstarfinu. Til stuðnings þeim sér- fróðu mönnum, sem fyrir eru í nefnd- inni, komi sem flestir sem hafa áhrif á málið og notkun þess. 2

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.