Málfregnir - 01.04.1989, Síða 3
BALDUR JÓNSSON
Kvenmannsnafnið Berglind og beyging þess
Aldur og upptök
Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskóla-
kennari á Akureyri, sagði mér nýlega
sögu af því hvernig nafnið Berglind hefði
orðið til. Kona nokkur hreifst svo af
flugkappanum Charles Lindbergh og
afrekum hans að hún ákvað að láta son
sinn heita Lindberg í höfuðið á honum.
En þegar barnið fæddist reyndist það
vera stúlka en ekki drengur. Konan víxl-
aði þá liðum í nafninu svo að úr varð
kvenmannsnafnið Berglind.
Enginn skal gerður ábyrgur fyrir þess-
ari sögu, en hún er ekki verri en það að
hún gæti vel verið sönn eða átt a.m.k.
við einhver rök að styðjast. Lindbergh
varð heimsfrægur 1927 fyrir að fljúga
fyrstur manna í einum áfanga og einn
síns liðs yfir Atlantshaf, frá New York til
Parísar. Þvílíkur ljómi stóð af nafni hans
lengi eftir það að margt er ólíklegra en
það hafi haft áhrif á nafngiftir íslend-
inga. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri
segist ekki sjá nein merki um nafnið Berg-
lind fyrir 1930. Eftir skýrslum að dæma
kemur það fyrst til sögunnar á árunum
1931-1940, skömmu eftir flugið fræga.
Pá eru þrjár stúlkur skírðar þessu nafni.
Síðan hefir það sótt á jafnt og þétt og
þykir nú eitt ágætasta kvenmannsnafn á
íslandi. Sjá bók Þorsteins Þorsteinssonar,
Islenzk mannanöfn. Nafngjafir þriggja
áratuga 1921-1950. Reykjavík 1961. Bls.
51.
Hvað sem líður upphaflegum tengslum
við Charles Lindbergh er vel til fundið
að mynda kvenmannsnafn úr íslensku
orðunum berg og lind og skeyta þau
saman, eins og gert hefir verið. Ekki
verður annað sagt en Berglind sé hið feg-
ursta nafn og góð viðbót við íslenskan
mannanafnaforða; honum veitir ekki af
svolítilli hressingu. En þessu góða nafni
fylgir sá annmarki að mikil óvissa ríkir
um beygingu þess. Því er það gert að
umræðuefni hér.
Beygingaróvissa
Beyging íslenskra mannanafna er oft hið
mesta vandamál, og ber margt tii þess
sem ekki verður reynt að rekja til hlítar
í þetta sinn. Ekki er þó svo að skilja að
öll íslensk mannanöfn séu vandbeygð,
heldur hitt að beyging margra þeirra er á
reiki, bæði karlmannsnafna og kven-
mannsnafna, og oft er torveit að finna
hvað miða skal við þegar reynt er að
leiðbeina fólki sem eftir því leitar.
Sem dæmi um þetta má nefna ýmis
karlmannsnöfn af erlendum uppruna,
endingarlaus í nefnifalli. Sum nöfn af
þessum toga fylgja fastri reglu, t.d. þau
sem enda á sérhljóði + s: Jónas. Niku-
lás, Jóhannes, Andrés, Elís, Fiiippus,
Magnús o.s.frv. í þágufalli hafa þau
endinguna -/, en -ar í eignarfalli. En þau
sem enda ekki á sérhljóði + s eru miklu
fleiri og fara sínar leiðir. Yfirleitt er allt
ljóst um beygingu þeirra nema í þágu-
falli. Til dæmis er eignarfallsendingin
langoftast -s, en í þágufalli er þrennt til:
Sum nöfn hafa alltaf endinguna -/ (Jón,
Stefán). Önnur eru jafnan endingarlaus
(Benedikt, Benjamín), og enn önnur, og
býsna mörg, hafa ýmist endingu eða ekki
(Jakob, Konráð). Þessi nöfn setja margan
mann í vanda, bæði lærða og leika, því
að ekki er auðséð eftir hvaða reglu þessi
óregla fer.
Meðal kvenmannsnafna eru einnig ýmis
3