Málfregnir - 01.04.1989, Page 4
vandamál, en sum þeirra eru einmitt af
sama toga og í nafninu Berglind. Við
skulum því snúa okkur aftur að því.
Óvissan í beygingu þess er öll bundin við
þolfall og þágufall. Ef litið er til sterkrar
beygingar íslenskra kvenkynsorða yfir-
leitt ætti þrennt að koma til álita:
1) engin ending (Berglind)
2) endingin -i (Berglindi)
3) endingin -it (Berglindu)
Fjórði kosturinn er reyndar sá að þolfall
hafi enga endingu, en þágufall endi á -u
(sbr. jörð, jörðu; nótt, nóttu o.fl.), en
þetta beygingarlag er (orðið) of óreglu-
legt til að unnt sé að taka mið af því.
Ekki skal fullyrt hvernig algengast er
að beygja nafnið Berglind; mér er ekki
kunnugt um að það hafi verið rannsak-
að. Allir þrír kostirnir, sem nefndir
voru. eru til í reynd, en eftir viðbrögðunt
fólks að dæma er líklega algengast að
hafa endinguna -/. Og nú spyrja menn
hvernig réttast sé að beygja þetta nafn.
Sérbeyging samsettra nafna
Beyging mannanafna fellur ekki alls
kostar að beygingarflokkun annarra
orða málsins. Þar hefir gætt lítils háttar
misræmis allt frá upphafi íslandsbyggð-
ar. Það breytir þó engu um það sem sagt
var hér á undan um hugsanlegar ending-
ar.
Margir hugsa sem svo að nafnið Berg-
lind sé samsett úr orðunum berg og lind
og ætti þá að beygjast eins og orðið lind.
Oftast er það líka svo að samsett orð í
íslensku beygist eins og síöari liður þess.
Til dæmis má taka orðin uppsprettulind
og svalalind. Þau beygjast eins og orðið
lind, og enginn vafi leikur á um beygingu
þess í þolfalli og þágufalli eintölu. Það er
endingarlaust í báðum föllum. Ef kven-
mannsnafniö lyti sömu lögum ætti það
að beygjast: Berglind, Berglind, Berglind,
Berglindar. Þannig vilja sumir hafa það.
En málið er ekki svona einfalt. Þrátt
fyrir þessi Ijósu rök leitar einhver ending
á í beygingu þessa nafns í þolfalli og
þágufalli. Ástæðan er greinilega sú að
samsett kvenmannsnöfn í íslensku fara
sínar eigin leiðir í beygingu. Frá fornu
fari hafa þau endingu í þolfalli og þágu-
falli, hvort sem síðari liðurinn er end-
ingarlaus eða ekki. þegar hann er sjálf-
stætt orð. Samkvæmt því ætti nafnið
Berglind að hafa endingu í þessum
föllum, en spurningin er hvort hún á að
vera -i eða -u. Það ntál skýrist hér á eftir.
Beygingarflokkar kvenmannsnafna
Ef litið er yfir allan nafnaforðann er
mest um það að kvenmannsnöfn endi á
-u í þolfalli og þágufalli.
Um nöfn með veika beygingu þarf
ekki að spyrja. Þau enda alltaf á -u,
hvort sem þau eru samsett eða ekki.
Mörg kvenmannsnöfn beygjast veikt.
Meðal þeirra er eitthvað af samsetn-
ingum (Bergþóra, Hallbera), en meira er
um afleiðslur ýmiss konar (Halldóra,
Guðfinna; Jónína) og svo auðvitað ein-
föld nöfn (Póra, Helga).
Ef kvenmannsnafn hefir sterka beyg-
ingu, eins og Berglind, endar það í
báðum föllum annaðhvort á -u (Por-
björgu) eða -i (Asgerði). Annað kemur
ekki til greina. Þarna er um tvo stóra
nafnaflokka að ræða. Við getum kallað
þá Þorbjargarflokk og Ásgerðarflokk.
En á þeim er mikilsverður munur. Hann
er sá að síðari liður nafna í Þorbjargar-
flokki (t,d. björg og rún) hefir enga end-
ingu í þolfalli og þágufalli nema í sam-
settum kvenmannsnöfnum (Porbjörgu,
Guðrúnu). En síðari liður hinna nafn-
anna hefir alltaf endingu eins og sam-
setta orðið (Gerði eins og Ásgerði) nema
nafnið endi á -dís.
Úr því að nafnið Berglind hefir sterka
beygingu skulum við kynna okkur betur
þessa tvo flokka sem kenndir voru við
Þorbjörgu og Ásgerði.
Innan sterku beygingarinnar eru mis-
ntunandi beygingarflokkar, sem hér koma
4