Málfregnir - 01.04.1989, Síða 6

Málfregnir - 01.04.1989, Síða 6
og Þór eru endingarlaus í því falli og einnig samnafnið geir. Þá er athyglisvert að kvenmanns- nafnið Björg beygist eins og samsettu nöfnin Þorbjörg, Guðbjörg o.s.frv., en ekki eins og samnafnið björg. Kvenmannsnafnið Dis beygist hins vegar eins og samnafnið dís og samsetn- ingarnar heilladís og Ijóðadís, en ekki eins og samsettu kvenmannsnöfnin Þór- dís, Hjördís o.s.frv. Þrátt fyrir alla þessa lausung eru kven- mannsnöfnin býsna föst í rásinni, stað- föst í að viðhalda eins konar misræmi sem er fyrir löngu orðið að fastri reglu. Undir áhrifum þessa reglubundna mis- ræmis leitast nafnið Berglind við að hafa aðra beygingu en venjulegar samsetn- ingar sem enda á -lind, t.d. uppsprettu- lind og svalalind. Það er með öðrum orðum regla að samsett kvenmannsnafn, sem hefir ö- stofn eða i-stofn að síðari lið, beygist ekki eins og síðari liður þess í samnöfn- um. Ef nafnið Berglind er haft endingar- laust í þolfalli og þágufalli telst sú beyg- ing - eða öllu heldur það beygingarleysi - til undantekninga. Um Iterglind Sem fyrr segir virðist hin rökrétta niður- staða vera sú að hafa beyginguna Berg- lindu. Þó má benda á að nafnið er ungt og eflaust gagnsærra í hugum manna en ýmis önnursamsett kvenmannsnöfn sem það er í flokki með, t.d. Rannveig og Þorbjörg. Það er nokkur röksemd eða afsökun fyrir því að hafa nafnið óbeygt í þolfalli og þágufalli eins og samnafn væri. Annað atriði er líklegt til að hafa áhrif á þetta mál. Það eru eins konar tvímynd- ir. Nú er til kvenmannsnafnið Rósalind og jafnvel Rósalinda þótt sjaldgæft sé. Þetta býður heim endingarleysi í fyrra nafninu til að forðast árekstur við hið síðarnefnda, sem verður að fá endinguna -u í öllum aukaföllum, hvað sem tautar og raular. Sama er að segja um tvímynd- irnar Sigurlín, Sigurlína og Sigurrós, Sigurrósa. Nöfnin með sterku beyginguna (Sigurlin og Sigurrós) forðast að taka á sig endingu; ella greina þau sig ekki frá nöfnunum með veiku beyginguna. Þó er einhver tvískinnungur í rósar-nöfnunum að minnsta kosti. Vera má að einhverju máli skipti hvort forliður nafns er ein- kvæður eða tvíkvæður, Bergrós fái fremur endingu en Sumarrós. Um þetta skal þó ekkert fullyrt. Um Berglindi En hvað hefir endingin -/ sér til réttlæt- ingar? Nærtækasta skýringin á henni virðist vera sú að sterkra áhrifa gæti frá öllum þeim kventnannsnöfnum sem enda á -/ í þolfalli og þágufalli. Þó eru þau alls ekki sambærileg við nafnið Berglind nema helst dísar-nöfnin, sem eru þó auðvitað frábrugðin að því leyti að þau enda öll á -dís. Um alllangt skeið hefir gætt tilhneig- ingar til að hneigja sum nöfn upp á -/, sem áður höfðu -u. Erlendu nöfnin Elísabet, Katrín, Kristín og Margrét, sem hér tóku að tíðkast fyrir mörgurn öldum, enduðu fyrst á -u í þolfalli og þágufalli. Það gera þau að vísu enn, en þó er orðið algengara að segja Margréti, en Margrétu, og Elísabeti er ekki óþekkt í stað Elísabetu. Hér má einnig nefna Elíni í stað Elínu o.fl. Sömu tilhneigingar gætir í beygingu ungra aðkomunafna. Sem dæmi má nefna íris og jafnvel Mist, sem er þó fornt íslenskt valkyrjuheiti, endingar- laust í öllum föllum nema eignarfalli (Mistar). Þessi i-ending er svo áleitin að hún sækir m.a.s. á nöfn í Þorbjargarflokki, a.m.k. sums staðar á landinu: Guðrúni í stað Guðrúnu, Dýrleifi í stað Dýrleifu o.fl. Ekki skal um það fullyrt hvað þessu veldur, en hugsanlegt er að skyld orð með veika beygingu standi þarna á móti í sumum orðum. 6

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.