Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 7

Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 7
Ef litið er til nafnanna Elísabet og Margrét eru til styttingarnöfn af þeim, Beta og Gréta. Þau hafa veika beygingu og enda því á -u í þolfalli og þágufalli. Vera má að það fæli frá; mönnum þyki sem Margrétu hljómi eins og aukafall af ' Margréta, sem er ekki til. Eins má vera að nafnið Lína standi gegn beygingunni Elínu, styttingarnafnið Rúna hafi orðið til að bægja frá beygingunni Guðrúnu o.s.frv. Hins vegar virðast nöfn sem enda á -laug og -veig fá að vera í friði, þrátt fyrir gælunöfnin Lauga og Veiga. Nafnið Svanhvít hefir lýsingarorð að síðari lið, og er því ekki alls kostar sam- bærilegt við nöfn úr Þorbjargar- eða Ás- gerðarflokki. En ég hygg að það hafi áður fyrr ýmist verið óbeygt eða beygt eins og Porbjörg, en nú sé oftar sagt Svanhvíti og eitthvað svipað megi segja um nafnið Mjallhvít í ævintýrinu. Um þetta skal þó ekkert fullyrt, því að ég hefi ekki kannað þetta mál. En ekki er ósennilegt að í þessum nöfnum hafi það valdið nokkru að beygingarmyndirnar Svanhvítu og Mjallhvítu hafi þótt minna óþægilega á nafnorðið hvíta (t.d. í eggjahvíta). Á sama hátt gæti verið að kvenmanns- nafnið Linda ætti einhvern þátt í að bægja frá beygingarmyndinni Berglindu. Gísli Jónsson segir mér að hann hafi haft uppi á fyrstu íslensku konunni sem fékk nafnið Linda. Hún er fædd 1921. Það nafn er því aðeins eldra en Berglind. Lokaorö Hér á undan hefir verið reynt að finna rök fyrir því hvernig réttast væri að beygja nafnið Berglind miðað við ríkj- andi reglur í málinu. Þeir sem aðhyllast endingarleysi í þol- falli og þágufalli bera fyrir sig skýr og skiljanleg rök, sem verða tæpast snið- gengin algerlega. Erfiðara er að átta sig á hvað ræður beygingunni Berglindi. Endingin -/ á sér auðvitað einhverja skýringu. Ef til vill er eitthvað til í því sem drepið var á hér áðan, en fleira getur komið til. Ekkert er í augsýn sem beinlínis mælir með þessari beygingu. Sú beyging sem auðveldast er að rök- styðja og réttlæta og liggur raunar beint við þegar farið er að athuga málið er: Berglind, Berglindu, Berglindu, Berg- lindar. 7

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.