Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 9

Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 9
í vatn, svo hann fyllist, og fingurgóminum haldið fyrir gatið d, þá rennur það vatn ein- ungis niður um opið c, sem er í hinum innra sýglinum. Ef þá er litið ofan í sýgilinn, sýnist hann vera tómur, en taki maður þá góminn frá gatinu d, þá fer það vatn að renna niður um opið c, sem var í bilinu milli sýglanna, og af því að áhorfendur, sem ekki þekkja vélina, sjá ekki þetta bil, þá verða þeir öldungis hissa, er þeir sjá vatnið koma úr sýglinum eftir það þeir héldu að hann væri orðinn tómur. Ef maður fyllti sýgilinn fyrst með víni, og héldi svo fingrinum fyrir opið, á meðan innri sýgillinn væri látinn tæmast, og fyllti hann svo með vatni, léti síðan vatnið aftur renna úr sýglinum og svo vínið úr bilinu þar á eftir, þá mundi þeim, sem ekki þekkja tólið, þykja galdurinn býsna mikill. Þó þætti þeim hann enn meiri, ef þeir vissu ekki til þess, að neitt vín hefði komið í sýgilinn. Þetta tekur af öll tvímæli um það að syg- ill var „hævert“, en bæði samkvæmt lýs- ingunni og mynd var hann gerður úr tveimur trektum. Því má segja að töfra- sygillinn hafi verið trektlaga „hævert", Misskilið nýyrði En snemma virðist sá misskilningur hafa komið upp að sygill merkti almennt 'trekt'. Til þessa misskilnings virðast liggja tvær ástæður. Önnur er sú að myndin í Eðlisfræði Fischers lítur út eins og hún sé af einni trekt. Hin er sú að danska nafnið á „hævert", sem nota mátti til töfrabragða. var trylletragt. Þessi misskilningur kemur fram í orða- bókum. I Nýrri dattskri orðabók Jónasar frá Hrafnagili (1896) er Tragt þýtt „trekt. sýgill“. í Danskri orðabók (1926) eftir Freystein Gunnarsson er Tragt þýtt „trekt, sygill". Hér er orðið í fyrsta skipti stafsett réttilega, þ.e. sygill en ekki sýgill, miðað við þær heimildir sem ég þekki. Sygill er myndað af hvarfstigi sagnar- innar sjúga (þ.e. sugwn) á sama hátt og lykill af Ijúka (lukum). í Blöndalsorðabók (1920-1924) eru tilgreind orðin sýgill, þýtt „Tragt", og sýgilmyndaður, þýtt „tragtdanned, tragt- formed". í Orðabók Menningarsjóðs (1963 og 1983) er orðsins sygill að engu getið. Með því að Blöndalsbók er aðal- heimild þessarar orðabókar verður að álykta að höfundur hennar hafi talið orðið sýgill eitthvað vafasamt. En fleiri heimildir eru um orðið sygill. í Náttúrufrœðingnum (2. árg., 1932) birtist greinin „Geysir og Strokkur" eftir Jónas Hallgrímsson. Neðanmáls (á bls. 1) segir að greinin hafi verið prentuð í Kröyers Naturhistorisk Tidsskrift II. Kbh. 1838-39, en Bjarni Jónsson kennari hafi snúið henni á íslensku. Þýðandinn var víða barnakennari. t.d. um 30 ára skeið í Reykjavík, og enn lengur meðhjálpari í Dómkirkjunni, fæddur 1862, dáinn 1951. Eftir hann liggur mikið af þýðingum. Hann hefir verið æfður þýðandi, en bindur sig ekki nákvæmlega við erlenda textann, að minnsta kosti ekki í þýðing- unni á grein Jónasar Hallgrímssonar. í greininni „Geysir og Strokkur" segir svo (bls. 2): Skálin er kringlótt og svipuð sýgli í laginu: hún er víðust að ofan. en mjókkar niður eftir. Vatnið í skálinni var alveg kyrrt á yfirborð- inu; það var tært og slétt eins og spegill. A samsvarandi stað í Naturhistorisk Tidsskrift stendur (bls. 210): Vandet opfyldte ganske den runde. tragtfor- mige Aabning. og lob paa enkelte Steder over dens Kanter. Dets Overflade var fuld- komment rolig, klar og glat. som et Speil. Þó að textarnir séu ekki alveg samhljóða er greinilegt að orðin „svipuð sýgli í lag- inu" í þýðingu Bjarna samsvara „tragt- formig" í texta Jónasar. Bjarni hefir þannig talið að sygill merkti ‘trekt'. Auðvitað get ég ekki fullyrt hvaðan Bjarni hefir orðið, merkinguna og rit- háttinn. En minna má á að hans kynslóð notaði mikið orðabók Jónasar frá Hrafna- gili. Ritháttur Bjarna er í samræmi við þá orðabók, en ekki orðabók Freysteins. Sygill í sjómannamáli En orðið sygill er til í fleiri merkingum. 9

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.