Málfregnir - 01.04.1989, Page 10

Málfregnir - 01.04.1989, Page 10
Það hefir t.d. verið notað um kaðal- spotta, sundurtána, notaða í bárufleyga. Þessum spottum var ætlað að drekka (sjúga) í sig lýsi. Þessi merking kemur fram í bókinni Á sjó og landi (1949) eftir Asmund Helgason frá Bjargi. Þar segir m.a. svo (bls. 277-278): Hver formaður skyldi hafa með í báti sínum lýsisbrúsa, er tæki minnst einn pott. er hann reri til fiskjar. Einnig tvo smápoka úr þéttum striga, fyllta af tánum kaðalsýglum. Pokar þessir eru nefndir ýlir og bárufleygur. Þegar þörf varð fyrir að nota þá, var lýsi hellt í sýgl- ana í pokunum. Greinilegt er að kaðalspottunum hefir verið gefið nafnið sygill af því að þeir sjúga (drekka) í sig lýsið. Hitt veit ég ekki, hvort nokkur erlend fyrirmynd liggur til grundvallar orðinu. Sygill í læknisfræði Þá verður að geta þess að sygill hefir nokkuð verið notað í læknisfræði (líf- færafræði). í Bókinni um manninn (1946) eftir Fritz Kahn, sem dr. nted. Gunnlaugur Claessen ritstýrði, koma fyrir orðin eggrásarsygill og sygilmynd- aður, eins og eftirfarandi tilvitnun sýnir (bls. 341): I-.ggrásarsygill. í þann endann, sem frá leginu veit, víkka eggrásirnar. Eru opin trekt- eða sygilmynd- uð, en barmar flipóttir og sóphærðir. Hér skýtur trektarmerkingin enn upp kollinum. í líffærafræðinni er sygill þýð- ing á latínu infundibulum, sem merkir ‘trekt’ og er vafalaust runnið frá áður til- greindum orðabókum. Ég veit ekki hvenær byrjað hefir verið að nota orðið sygill í líffærafræði. Elstu dæmi, sem ég þekki um það, eru úr bók- inni Nomina Anatomica Islandica. ís- lenzk líffœraheiti (1941) eftir Guðmund Hannesson. I þessari bók hefi ég fundið þrjár samsetningar af orðinu sygill (raunar ranglega ritaðar sígill). Þær eru þessar: 1) legpípusígill (infundibulum) (bls. 57) 2) slagœðarsígiU (conus arteriosus) (bls. 63) 3) dingulsígill (infundibulum) (bls. 85) Þessi bók Guðmundar Hannessonar var endurútgefin í Reykjavík 1956 af Jóni Steffensen undir heitinu Alþjóðleg og íslenzk líffœraheiti. Þetta var allmikið breytt og grandgæfilega endurskoðuð útgáfa. Magnús Snædal cand. mag., sent nú vinnur að oröabók um læknisfræði- heiti, benti mér á nokkra staði, þar sem sygill (ritað sígill) er notað í þessari bók. Dæmin eru þessi: 1) sáldsígill (infundibulum ethmoidale) (bls. 20) 2) legpípusígill (infundibulum tubae uterinae) (bls. 84) 3) slagœðarsigill [svo!] (conus arteriosus [infundibulum]) (bls. 95) 4) sígilskot (recessus infundibuli) (bls. 128) 5) sígill (infundibulum) (bls. 128) Niðurstöður Niðurstöður mínar af athugunum á orð- inu sygill eru þá þessar: 1. Nýyrðið sygill er fyrst myndað til að tákna sérstaka tegund af „hævert". 2. Fyrir misskilning, sem áður Itefir verið skýrður, taka menn að nota það í merkingunni ‘trekt'. 3. Inn í læknisfræði kemst orðið sem þýðing á lat. infundibulum ‘trekt’, en hefir sennilega verið misskilið, talið vera myndað af síga, sbr. ritháttinn sígill. 4. Orðið kemur fyrir í sjómannamáli, notað unt kaðalspotta sem drekkur í sig lýsi. f þessu sambandi kann að vera um nýmyndun að ræða, óháða eldri notkun. Eftir þessar athuganir og niðurstöður mínar komst Orðanefnd byggingarverk- fræðinga að þeirri niðurstöðu að rétt væri að taka orðið sygill upp sem almenna þýðingu á d. hœvert, e. siphon. Þótt orðið komi fyrir í máli sjómanna og 10

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.