Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 12
BALDUR JÓNSSON
S
Málerfíðleikar Islendinga í
norrænu samstarfí
Fyrir forgöngu Ráðherranefndar Norðurlanda var haldin ráðstefna í Björgvin í Noregi
dagana 2.-4. desember 1988 til að rœða uni vanda þeirra tungumála á Norðurlöndum
sem sjaldan eða aldrei ertt notuð til samskipta í norrœnu samstarfi. Tildrög voru þau
að ári áður var haldin ráðstefna á Schœffergárden í Gentofte við Kaupmannahöfn,
þar sem aðalumrœðuefnið var hvernig styrkja mœtti og efla norrænan málskilning, og
var þá nœr einvörðungu rœtt ttm dönsku, norsku og sœnsku. Sá sem þetta skrifar
varpaði þá fram þeirri hugmynd að haldin yrði önnur ráðstefna, þar sem aðallega
yrði rætt ttm þau 5 tungumál sem eiga fulltrúa í norrœnu málasamstarfi en sjaldan er
minnst á, og var þeirri hugmynd vel tekið.
Tryggvi Gíslason, deildarstjóri á skrifstofu Ráðherranefndar Norðurlanda í Kaup-
mannahöfn, setti ráðstefnuna í Björgvin. Aðrir Islendingar, sem hana sátu, voru:
Baldttr Jónsson prófessor, Eiður Guðnason alþingismaður, Gunnlaugur Astgeirsson
kennari og Kristinn Jóhannesson, lektor í
þátt í umrœðum. Erindi Baldurs varflutt t
- Ritstj.
Um gagnkvæman skilning
Mig langar til aö hefja mál mitt á því að
þakka fyrir að þessi ráðstefna skyldi
komast á. Hugmyndinni um hana var
varpað fram í fyrra á Schæffergárden, á
ráðstefnu urn bættan málskilning á Norð-
urlöndum. Þá var aðaláherslan lögð á
dönsku, norsku og sænsku, hvernig bæta
mætti gagnkvæman skilning þessara
grannmála og efla kunnáttu í þeim á
meðal þeirra Norðurlandabúa, sem hafa
ekki eitthvert þeirra að móðurmáli eða
aðalmáli.
Það er auðvitað eðlilegt að beina
athyglinni að því máli eða þeint málum
sem höfð eru að undirstöðu mannlegra
samskipta í norrænni samvinnu, þ.e.
dönsku, norsku og sænsku, en í hugum
okkar íslendinga renna þessi mál meira
eða minna saman í eins konar mála-
graut, sem við köllum „skandinavísku“.
Við Norðurlandabúar leitumst við að
Gautaborg. Peir fluttu allir erindi og tóku
i sœnsku, en birtist hér í íslenskri þýðingu.
skilja hver annan með fulltingi sameigin-
legrar kunnáttu okkar í „skandinavísku".
Því meira sem við eigum sameiginlegt
því betur ganga samskiptin, því betri
verður hinn gagnkvœmi skilningur - og
það hlýtur að vera hann sent við erunt að
sækjast eftir.
Þetta merkir að við verðum líka að
hyggja að þeim fimm sundurleitu tungu-
málum á Norðurlöndum, sem eru ekki
skandinavísk, og þeirri ntenningu sem
þau eru hluti af og vísa á. Þess vegna
erum við saman komin á þessari ráð-
stefnu hér. Nú fáum við, sem erum full-
trúar þessara fimm ntála, ef til vill betra
tækifæri en við höfunt nokkru sinni
fengið til að koma sjónarmiðum okkar á
framfæri og læra hvert af öðru.
Málaskyldur Islendinga
Samkvæmt dagskránni er mér ætlað það
hlutverk að gera grein fyrir málerfið-
12