Málfregnir - 01.04.1989, Síða 13

Málfregnir - 01.04.1989, Síða 13
leikum íslendinga í norrænni samvinnu. Það mál mætti skoða frá ýmsum sjónar- hornum. Á því eru a.m.k. tvær hliðar. Annars vegar er kunnátta íslendinga í skandinavísku. Hins vegar er þekking hinna Norðurlandaþjóðanna á íslensku. Fyrst vil ég minna á að íslendingar hafa aðeins eitt mál. Öll tungumál nema íslenska eru Islendingum erlend mál. Tvö mál eru skyldunámsgreinar í skóla, danska og enska. Pegar sérstaklega stendur á getur norska eða sænska komið í stað dönsku. Samkvæmt þessu ætti hver fulltíða Islendingur að kunna eitthvað í skandinavísku og ensku. Ljóst má þó vera að jafnvel þótt öllum grunnskólanemum sé skylt að læra dönsku árum saman nægir það ekki til þess að allir fullorðnir íslendingar hafi jafngott vald á dönsku og Danir sjálfir. Það kostar mikinn tíma og fyrirhöfn að læra eitt af skandinavísku málunum svo vel að unnt sé að nota það sem sam- skiptamál, og það er enn meira verk að læra að skilja tvö skandinavísk mál til viðbótar til þess að geta verið virkur þátttakandi í norrænni samvinnu. Að læra mál eða kunna mál getur haft ýmsar merkingar. Maður lærir mál í mis- munandi tilgangi og til mismikillar hlítar. Stundum er einungis um að ræða óvirka kunnáttu eða bæði óvirka og virka eins og hér er sýnt: 1. Óvirk kunnátta (að skilja): a) að geta lesið og skilið ritað mál b) að skilja talað mál 2. Virk kunnátta (að gera sig skiljan- legan): c) að geta talað mál d) að geta skrifað mál Yfirleitt má gera ráð fyrir að flestir íslenskir unglingar hafi að loknum grunn- skóla nokkra óvirka kunnáttu í dönsku, en virk kunnátta sé lítilfjörleg. Við þessa kunnáttu er bætt í menntaskólum og e.t.v. einnig í sérskólum, sem taka við af grunn- skóla. I sumum greinum. t.d. í stærð- fræði, hafa íslenskir menntaskólanemar löngum orðið að lesa kennslubækur á dönsku og jafnvel á sænsku. Þeir íslendingar, sem virkastir eru í norrænni samvinnu, eru langoftast fólk, sem lokið hefir stúdentsprófi eða hlotið háskólamenntun. Tiltölulega margir hafa dvalist í Danmörku. Noregi eða Svíþjóð og þannig bætt eða aukið við málakunn- áttu sína. Eigi að síður er Islendingur alltaf eitthvað hamlaður. Hann stendur aldrei fyllilega jafnfætis þeim sem getur notað móðurmál sitt í ræðu og riti. Ef hugsað er til íslendinga almennt eiga þeir í miklum erfiðleikum í dansk- norsk-sænskum félagsskap. Það sást vel í sumar á kvennaráðstefnunni ntiklu í Ósló, þar sem 800 íslenskar konur voru meðal ráðstefnugesta. íslensku þátttak- endurnir áttu við mesta erfiðleika að etja. Einn þeirra hefir sagt mér aö fjöld- inn allur af íslensku konunum hafi mjög lítið getað skilið af þeim ræðum sem haldnar voru. Finnsku konurnar voru betur settar því að þær höfðu túlk með sér. Islendingarnir höfðu ekki þá fyrir- hyggju, og það varð til þess að sífellt var verið að spyrja þær konur, sem voru vel að sér í erlendum málum. svo að þær urðu meira eða minna að taka að sér hlutverk túlka án nokkurs undirbúnings. Að kunna mál Hvað merkir það annars að kunna tungu- mál? I sumar lagði ég þessa spurningu fyrir þekktan málfræðing sem ég hitti á norræna málnefndaþinginu í Kristian- sund. Hann svaraði að bragði: „Að kunna mál er að þekkja menningu þess“. Þetta var auðvitað engin vísindaleg skilgreining, en við vitum ósköp vel öll saman að í þessum orðum er mikill sann- leikur fólginn. Það er óvinnandi vegur að skilja eitthvert mál til fulls eða hafa fullt vald á því. Jafnvel þótt maður kynni allan orðaforða einhvers máls - en það 13

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.