Málfregnir - 01.04.1989, Page 22

Málfregnir - 01.04.1989, Page 22
MAGNÚS SNÆDAL íðorðasafh lækna Inngangur Nú eru rúm fimm ár frá því skipuleg vinna hófst við íðorðasafn lœkna. Orða- nefnd læknafélaganna (Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur) var stofnuð árið 1983. í nefndinni eiga nú sæti læknarnir Bjarni Þjóðleifsson, Eyjólfur P. Haraldsson, Guðjón S. Jóhannesson, Helgi Þ. Valdimarsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Magnús Jóhannsson og Örn Bjarnason, sem jafn- framt er formaður. Undirritaður hóf störf sem ritstjóri í febrúar 1984. Þá skal nefna að síðla árs 1985 var settur á fót Orðabókarsjóður læknafélaganna, og var honurn ætlað að standa undir kostn- aði við verkið. Þessi sjóður hefur þó lengst af verið léttur, og því hefur megin- þungi kostnaðarins fallið á læknafélögin. íslensk málnefnd hefur stutt starfsem- ina á ýmsan hátt, m.a. með því að láta ritstjóranum í té starfsaðsiöðu í íslenskri málstöð. Um annan opinberan stuðning hefur tæpast verið að ræða. Varla verður því annað sagt en læknafélögin hafi staðið myndarlega að baki íðorðastarf- seminni. Innlend og erlend stuðningsrit Íðorðasmíð meðal lækna á sér þó lengri sögu en nemur ævi orðanefndarinnar. Ritstjórn Lœknablaðsins fjallaði um slík vandamál og var 1977 formlega falið hiutverk orðanefndar. Þá skal hér getið tveggja orðasafna: Nomina Clinica Islandica. Islenzk lœknisfrœðiheiti eftir Guðmund Hannesson sem Sigurjón Jónsson gaf út 1954, en þar er m.a. að finna mörg af þeim nýyrðum sem Vil- mundur Jónsson smíðaði. Guðmundur gaf einnig út Nomina Anatomica Island- ica. íslenzk líffœraheiti 1941, og var sú bók síðast endurútgefin 1972, endur- skoðuð af Jóni Steffensen, undir nafninu Alþjóðleg og íslenzk líffœraheiti. Frá því íslenzk lœknisfrœðiheiti komu út hafa orðið gríðarlegar framfarir í læknisfræði og jafnvel orðið til nýjar fræðigreinar. Þótt starfsemin nú njóti að sjálfsögðu þess sem áður hefur verið gert hefur samfelld og skipulögð íðorðastarf- semi ekki verið stunduð meðal íslenskra lækna fyrr en með tilkomu orðanefndar- innar. Af erlendum orðabókum studdist nefndin í upphafi mest við Blakiston's Gould Medical Dictionary (4. útg. 1979) og fleiri áþekkar bækur, en síðar hefur sífellt meira verið stuðst við Interna- tional Dictionary of Medicine and Bio- logy sem út kom 1986. Úr þessum bókum eru valin þau hugtök sem ástæða þykir til að þýða á íslensku. Orðanefndin og ritstjóri fjalla um þetta á vikulegum fundum, og á þeim verða flest nýyrðin til. Útgáfustörf oröanefndar Árið 1986 var ákveðið að gefa afrakstur starfsins út jafnóðum í heftum svo læknum gæfist kostur á að gagnrýna verkið og gera tillögur til úrbóta. Þetta orðasafn er ensk-íslenskt, og hafa staf- kaflarnir A-S þegar verið prentaðir. Þessari bráðabirgðaútgáfu mun Ijúka um mitt þetta ár. Árið 1983 gaf International Anatomi- cal Nomenclature Committee út nýja og endurskoðaða útgáfu (þá 5.) af Nomina Anatomica. í sömu bók eru einnig kerfis- 22

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.