Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 24
tuba og tubulus. Ekki cr alltaf skýr munur
á merkingu þessara orða, en orða-
nefndin hefur ákveðið að í íslensku skuli
notuð orðin götig, smuga, rás, sytra,
pípa og pípla. Ductuli biliferi heita því
nú gallsytrur (áður gallpíplur), en tubuli
seminiferi heita áfram sáðpíplur.
Samræming af þessu tagi er mjög
mikilvæg því hún auðveldar alla notkun
verksins. Notendur geta treyst því að til-
tekið latneskt orð samsvari tilteknu
íslensku orði og öfugt. Þessi samræming
verður einnig látin ná til vefjafræði- og
fósturfræðiheitanna og raunar alls orða-
safnsins eins og framast er kostur.
Lokaorð
Að lokum mætti spyrja: Munu læknar
nota þau orð sem orðanefndin smíðar
eða leggur til? Þeirri spurningu getur
raunar enginn svarað að svo stöddu.
I.íklega er of mikil bjartsýni að búast við
því að stéttarslangrið hverfi með tilkomu
Iðorðasafns lœkna, en safnið mun samt
gefa læknum kost á íslenskum orðum ef
þeir vilja gera sig skiljanlega öðrum en
sérfræðingum.
Vegna lesenda sem kynnu að vilja ná
sambandi við ritstjórann, skal ítrekað að
vinnustaður hans er í íslenskri málstöð,
Aragötu 9, Reykjavík. Sími hans þar er
69 44 44.
24