Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 28

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 28
Ritfregnir eftir Baldur Jónsson Keglur um frágang þingskjala og prentun umræðna. Sérútgáfa Alþingis- tíðinda. Alþingi. Ágúst 1988. 60 bls. Fáir munu gera sér ljóst að Alþingi rekur eina stórvirkustu útgáfu prentaðs máls í landinu. Þar fer mest fyrir sjálfunt Alþing- istíðindum, sem eru í tvennu lagi. Annars vegar er útgáfa allra þingskjala (A-deild), hins vegar allra umræðna (B-deild). Við frágang til útgáfu á svo fyrirferðar- miklu og fjölbreytilegu lesmáli reynir mjög á skipulag ritstjórnar og hagnýtar ritstjórnarreglur. Okkur Islendingum er tamt að hugsa um ritreglur sem leiðbeiningar handa skólafólki um stafsetningu og greinar- merkjasetningu, helst kommusetningu. Slíkar leiðbeiningar ná aðeins til almennra undirstöðuatriða, en geta aldrei orðið nándar nærri tæmandi ritstjórnarreglur fyrir hvaða útgáfu sem er. Hver stórútgáfa hefir sínar sérþarfir í þessum efnum. Meðal þeirra menningarþjóða, sem við tökum okkur helst til fyrirmyndar, hefir lengi tíðkast að ntikilvirkar útgáfur hafi og gefi jafnvel út eigin ritreglur eða ritstjórn- arreglur, t.d. stórblöð og þjóðþing. Viðhorf Islendinga til þessara mála hefir verið að breytast til hins betra á undanförnum árum. Einn vottur þess er Handbók wn ritun og frágang, sem Iðunn gaf út í fyrra og skýrt var frá í síðasta tölublaði Málfregna (bls. 31), og nú hefir Alþingi gefið út ritreglur fyrir Alþingis- tíðindi sín. Efninu er skipt í fjóra kafla: Ritreglur, Þingskjöl, Ræður og Skammstafanaskrá. Fyrsti kaflinn, og sá sem almennast gildi hefir, er um helmingur ritsins. Þar er til dæmis fjallað um stóran og lítinn staf, eitt orð og tvö, meðferð talna, skamm- stafanir, málfarsleg atriði o.fl. Almennum ritreglum er auðvitað fylgt, svo langt sem þær ná. Margir geta því haft gagn af þessum bæklingi þó að hann sé miðaður við sérstakar þarfir og eigi eflaust eftir að taka breytingum og batna við ítrekaða endurskoðun. Næstlengsti kaflinn er um frágang á þingræðum. Þar er ýmislegt gagnlegt fyrir þá sem áhuga hafa á þingstörfum, og fróðlegt er að kynnast því sem sagt er um fágun ræðutexta og leiðréttingar frá þingmönnum. Vitanlega er hér um eins konar tilraun að ræða, sem ekki var ætlunin að auglýsa eins og söluvöru handa almenningi. En þetta ensvo lofsvert og menningarlegt framtak að Málfregnum þykir ástæða til að vekja athygli á því. Barnaorðabókin. Ritstjóri: Sigurður Jóns- son frá Arnarvatni. Orðabækur Iðunnar. Iðunn. Reykjavík 1988. 263 + VIII bls. Þessi bók er ætluð nemendum í neðri bekkjum grunnskóla og er líklega fyrsta íslenska orðabókin sem er sérstaklega samin og gefin út handa börnum. í henni munu vera um 2300 flettiorð. Með skammstöfuðum málfræðiheitum er sagt til um orðflokk hvers orðs og jafnvel kynferði þess og tölu ef því er að skipta. Merking orðanna er skýrð og sýnd skáletruð dæmi um notkun þeirra. Margar teikningar eftir Gunnar Karlsson fylgja til skýringar. Fremst í bókinni eru leiðbeiningar um notkun hennar eftir ritstjórann. 28

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.